Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í pontu í Þingborg.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í pontu í Þingborg.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fréttir 25. febrúar 2019

Skora á ríkisstjórnina að verja íslenskan landbúnað

Höfundur: Ritstjórn

Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var í kvöld afhent áskorun til ríkisstjórnar Íslands frá formönnum 42 félagasamtaka bænda á fundi í Þingborg í Flóa þar sem um 200 manns voru saman komnir. Tilefnið var nýkynnt frumvarp sem heimilar innflutning á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk til vinnslu. Forvígismaður hópsins var Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur Skaftafellssýslu og fyrrum formaður Samtaka ungra bænda.

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands

"Við undirrituð, formenn í félagasamtökum bænda, leggjumst alfarið gegn frumvarpi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kynnti þann 20. febrúar sl. og felur í sér heimild til þess að flytja inn hrátt ófrosið kjöt og fersk egg.

Verði frumvarpið að veruleika felur það í sér fullkomna uppgjöf í baráttu okkar Íslendinga fyrir því að verja lýðheilsu þjóðarinnar og íslenskra búfjárstofna sem hafa sérstöðu í alþjóðlegu samhengi.

Við skorum á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ríkisstjórn Íslands að taka þegar í stað upp EES samninginn og semja um breytingar sem heimila íslensku þjóðinni að viðhalda sérkennum íslensks landbúnaðar; heilbrigðum búfjárstofnum og heilnæmum matvælum. Sérfræðingar hafa ítrekað varað við slæmum afleiðingum þess að óheftur innflutningur verði heimilaður og það sætir furðu að stjórnvöld skuli skella skollaeyrum við þessum viðvörunum.

Bændur eru fullkomlega reiðubúnir til þess að mæta kröfum íslenskra neytenda um heilnæm og fjölbreytt matvæli og þróa sínar afurðir í samræmi við þær kröfur. Við mótmælum því harðlega að stjórnvöld gangi jafn augljóslega erinda fjársterkra stórkaupmanna gegn hagsmunum íslensku þjóðarinnar."

Undir áskorunina rita:

  • Einar Freyr Elínarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu
  • Ólafur Benediktsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu
  • Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda á Héraði og Fjörðum
  • Eiður Gísli Guðmundsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Suðurfjörðum
  • Ásta F. Flosadóttir, formaður Félags sauðfjárbænda í Eyjafirði
  • Þóra Sif Kópsdóttir, formaður Félags sauðfjárbænda á Snæfellsnesi
  • Sigurþóra Hauksdóttir, formaður Félags sauðfjárbænda í Vopnafirði
  • Sæþór Gunnsteinsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu
  • Trausti Hjálmarson, formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu
  • Ástþór Örn Árnason, formaður Félags sauðfjárbænda í Skagafirði
  • Davíð Sigurðsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði
  • María Dóra Þórarinsdóttir, formaður í deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Kjalarnesþings
  • Anna Berglind Halldórsdóttir, formaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu
  • Jóhann Ragnarsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Strandasýslu
  • Birgir Þór Haraldsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu
  • Sigrún Harpa Eiðsdóttir, formaður í deild sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi Austur-Skaftafellssýslu
  • Jóhann Pétur Ágústsson, formaður Félags sauðfjárbænda á Vestfjörðum
  • Sigurður Þór Guðmundsson, formaður Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga
  • Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda
  • Ingvi Stefánsson, formaður Félags svínabænda
  • Jón Magnús Jónsson, formaður Félags kjúklingabænda
  • Þorsteinn Sigmundsson, formaður Félags eggjaframleiðenda
  • Kjartan Gunnar Jónsson, formaður Félags ungra bænda á Suðurlandi
  • Jónas Davíð Jónasson, formaður Félags ungra bænda á Norðurlandi
  • Jón Þór Marinósson, formaður Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum
  • Jón Elvar Gunnarsson, formaður Félags ungra bænda á Austurlandi
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir, formaður Samtaka ungra bænda
  • Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands
  • Pétur Diðriksson, formaður Kúabændafélagsins Baulu á Vesturlandi
  • Guðmundur Davíðsson, formaður Mjólkursamlags Kjalarnesþings
  • Þórólfur Ómar Óskarsson, formaður Félags Eyfirskra kúabænda 
  • Guðrún Eik Skúladóttir, formaður Nautgriparæktarfélags Vestur-Húnavatnssýslu
  • Björgvin Gunnarsson, formaður Félags nautgripabænda á Héraði og Fjörðum
  • Björn Birkisson, formaður Félags kúabænda í Ísafjarðarsýslum
  • Kjartan Stefánsson, formaður Félags Þingeyskra kúabænda
  • Hallur Pálsson, formaður Félags Nautgripabænda við Breiðafjörð
  • Halldóra Andrésdóttir, formaður Nautgriparæktarfélags Vopnafjarðar
  • Brynjólfur Friðriksson, formaður Félags kúabænda Í Austur-Húnavatnssýslu
  • Ingi Björn Árnason, formaður Félags kúabænda í Skagafirði
  • Elín Oddleifsdóttir, formaður Nautgriparæktarfélags Austur-Skaftafellssýslu
  • Rafn Bergsson, formaður Félags kúabænda á Suðurlandi
  • Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda


Um 200 manns voru á fundinum í Þingborg.

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...