Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skógrækt – er hún rétta framlag Íslands til loftslagsmála?
Lesendabásinn 2. mars 2018

Skógrækt – er hún rétta framlag Íslands til loftslagsmála?

Höfundur: Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands
Mikið er rætt um loftslags­breytingar, hver sé sökudólgur og hvað sé hægt að gera. Á Íslandi hefur  losun gróðurhúsalofttegunda aukist á síðustu árum því auk mikillar bílanotkunar hafa Íslendingar aukið losun með að aukinni stóriðju. Til að stemma stigu við losuninni – bæta um – þá hefur nær eingöngu verið rætt um að rækta skóg. Framlag Íslands til að stemma stigu við loftslagsbreytingum er að rækta skóg.  
 
Anna Guðrún Þórhallsdóttir. 
Lengi var einungis talað um losun kolefnis sem meginorsakavald hlýnunar jarðar.  Nýrri rannsóknir sýna hins vegar að dæmið er miklu flóknara en svo og mun fleiri þættir spila inni sem verður að taka með þegar dæmið er gert upp.  Bent er á að, auk gróðurhúsalofttegunda (e. biogeochemistry), þurfi að meta eðlisfræðilega þætti (e. biogeophysics) sem hafa ekki síður áhrif á loftslag og hitastig jarðar en gróðurhúsalofttegundirnar.  Stungið hefur verið uppá stuðli CRV (e. Climate Regulation Value) sem tæki betur á heildaráhrifum á loftslag jarðar1,2 þar sem báðir áðurnefndir þættir hefðu vægi.  Eðlisfræðilegu þættirnir eru fyrst og fremst endurkast sólarljóssins (kallast á fræðimáli albedo), og uppgufun/útgufun plantna og þar með vatnsbúskap. Hversu mikið hlutur endurkastar eða tekur upp af sólarljósi hefur gríðarlega áhrif á hitastig hans – svartur kassi hitnar mikið í sól meðan hvítur helst nokkuð kaldur.  Sama gildir um dökka skógarþekju barrskóga – skógur tekur mjög mikið upp af sólarorkunni og hitinn helst að landinu en endurkastast ekki. Snjór aftur á móti getur endurkastað nær öllu sólarljósinu – við finnum greinilega fyrir margföldum sólargeislunum á skíðum.  
 
Endurkast sólarljóss frá snjó er 0.8-.0.9 (80-90%) meðan endurkast fyrir barrskóg er 0.08-0.15. Á norðurslóðum, þar sem snjór liggur marga mánuði á ári þá hefur barrskógurinn mikil áhrif á hitabúskap – hann hitar landið verulega. Frá barrskógum á norðurslóðum er hið litla endurkast ljóss og meðfylgjandi hitaupptaka talin hafa ekki minni áhrif en gróðurhúsalofttegundir á hitastig jarðar9. 
 
Fjölmargar vísindagreinar hafa birst á undanförnum árum þar sem verið er að greina áhrif skóga á loftslag. Þeim ber öllum saman um að nauðsynlegt sé að vernda, viðhalda og auka umfang hitabeltisskóga og skóga á suðlægum breiddargráðum. Á norðurslóðum eigi hins vegar alls ekki að planta skógi því hann hækki hitastig jarðar. 
 
Fjölmargar rannsóknir sýna nú að það eru mörk hvar skógrækt leiði til kólnunar – norðan við þau mörk leiði skógrækt til hlýnunar. Mörkin hafa verið sett við 40°N breiddar – eða við suður Evrópu3 og jafnvel enn sunnar í Bandaríkjunum4. Þessar niðurstöður hafa leitt til þess að lagt er til að minnka umfang skóga á norðurslóðum3,5. Laufskógar hafa mikil áhrif  á vatnsbúskap vegna mikillar uppgufunar frá laufþekjunni.  Aukinn laufskógarþekja á norðurslóðum er talin auka á hlýnun jarðar vegna áhrifa laufskógarins á vatnsbúskap5,6,7,8.
 
Við plöntun trjáa í skógrækt er almennt talið nauðsynlegt að opna landið, að rista ofan af eða plægja þar sem plantað er.  Næst á eftir hafinu er meginhluta kolefnis að finna í jarðvegi.  Þetta kolefni er m.a. bundið í lífræn efni sem, þegar koma upp í andrúmslofið, fara að brotna niður og gefa frá sér koltvísýring.  Allt jarðrask eykur því verulega losun kolefnis. Við útplöntun eru trjáplönturnar litlar og binda lítið kolefni á sama tíma og jarðvegurinn umhverfis þær er að losa kolefni.  Skógræktarsvæði eru því í að losa árin eftir útplöntun – í 10–30 ár. Fyrst eftir það fari svæðið að binda kolefni.   Síðan taki við tímabil nettó bindingar kolefnis í skóginum, fram að þeim tíma að jafnvægi kemst á, oft eftir 30–80 ár þegar losun verður jöfn bindingu4. Þá þurfi að höggva skóginn aftur og nettó binding hefst ekki aftur fyrr en að undangengnu nýju losunartímabili eftir raskið við skógarhöggið. Í dag er, í mun meira mæli, verið að horfa til kolefnisbindingar í öðrum vistkerfum en ræktuðum skógi, vistkerfi sem ekki þarfnast reglulegs rasks til að framkalla bindingu.  Graslendi er eitt slíkt vistkerfi. Í graslendi myndar kolefni jarðveg og þar virðist ekkert vera nein mörk á bindingunni – binding í jarðvegi veldur jarðvegsþykknun10.
 
Vegna þess sem að ofan greinir verður að endurskoða þær hugmyndir að planta skógi á Íslandi til að vinna á móti hlýnun jarðar – hið sanna er trúlega að hún gerir þvert hið öfuga –  að skógrækt á norðurslóðum, þar á meðal Íslandi, leiði til aukinnar hlýnunar jarðar.
 
  1. Nature Clim.Change, 2:177-(2012)
  2. Nature Clim.Change, 2:151- (2012)
  3. Nature 479:384- (2011)
  4. Geophys. Res. Lett., 44:2493– (2017)
  5. J.Geophys.Res. Atmos. 121:14.372- (2016)
  6. Science 320:1444- (2008)
  7. PNAS 10:1295- (2010)
  8. Nature Clim.Change, 22:2035- (2012)
  9. Environ.Res. Letters, 7,045902 (2012)
  10. Global Change Biology 21:3748 (2015)
 
Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Cand. Agric., M.Sc., PhD
Prófessor Landbúnaðarháskóla Íslands
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...