Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárrækarfélags Íslands og bóndi í Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárrækarfélags Íslands og bóndi í Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. nóvember 2020

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum

Höfundur: smh

Nýlega hélt Geitfjárræktarfélag Íslands aðalfund. Anna María Flygenring var kjörin til áframhaldandi formennsku. Meðal umfjöllunarefna á fundinum voru riðutilfellin á sauðfjárbúum í Skagafirði og niðurskurður í geitahópum þar af þeim sökum, sem er högg fyrir hinn smáa íslenska stofn. Riðusmit hefur aldrei verið staðfest í íslenskum geitum og ekki sannað að smit geti borist á milli geita og sauðfjár.

Anna María segir að í skýrslu stjórnar hafi verið farið yfir verkefni ársins 2019 til 2020. Halda átti fundinn í mars en honum var frestað vegna COVID-19. Úr stjórn fór Anna María Lind Geirsdóttir og úr varastjórn Guðmundur Freyr Kristbergsson, en í þeirra stað komu Sif Matthíasdóttir í varastjórn og Þorsteinn Þorsteinsson í aðalstjórn. 

„Verkefni félagsins hafa verið allmörg og ber þar fyrst að nefna að koma upp varanlegu húsnæði fyrir hafra og aðstöðu til sæðinga. Það tókst, í september var komið starfsleyfi og hafrar fluttu inn skömmu síðar. Að mestu leyti sáu þau Birna K. Baldursdóttir og Guðni Ársæll Indriðason um verkið, þau eru bæði stjórnarmeðlimir. Birna og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir sóttu hafra sem höfðu verið fóstraðir hjá þeim og einnig tvö hafurskið á Norðausturland,“ segir Anna María.

Riðuveikin á Tröllaskaga

Talsverð umræða spannst á fundinum um nýuppkomin tilfelli riðu í Tröllaskagahólfi. Í því hólfi eru allmargar geitur og meðal annars á bænum Grænumýri er stór hjörð geita. Ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af stofni, sem telur einungis 1.470 geitur, og er í útrýmingarhættu ef skera þarf þann hóp. 

Riðusmitin í Skagafirðinum eru alvarleg tíðindi fyrir geitabændur 

„Þetta eru stór bú og mikið áfall fyrir þessa bændur að missa lífsviðurværi sitt. Okkar samúð er með þeim. Nú liggur fyrir að það eru á fjórða tug geita á einum af þeim fjórum bæja sem búið er að staðfesta riðusmit á, en við höfum ekki fengið upplýsingar um hvort það þarf að skera allt niður.

Það hafa hingað til gilt sömu reglur um niðurskurð og um sauðfé í þessum aðstæðum. Staðreyndin er þó sú að það hefur aldrei verið staðfest riða í íslenskum geitum, þó að slík smit hafi komið upp í útlöndum. Við teljum að það verði að skoða þetta alvarlega, þar sem geitastofninn er mjög viðkvæmur og enn í útrýmingarhættu. Geitur eru öðruvísi en sauðfé, genasamsetning þeirra er öðruvísi,“ segir Anna María.

Geitur Önnu Maríu Flygenring í Hlíð.

Öflugt starf Jóhönnu á Háafelli hefur lagað stöðuna

Íslenski geitastofninn hefur stækkað lítillega á síðustu árum, telur nú 1.470 vetrarfóðraðar að höfrum og geldum höfrum meðtöldum. Anna María segir að það sé aðallega vegna þess öfluga starfs sem farið hefur fram hjá Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur á Háafelli – einkum frá árinu 2014 þegar kvendýrin voru rúmlega 980. Alþjóðleg viðmið til að stofn teljist laus úr útrýmingarhættu er að vera um fimm til sjö þúsund kvendýr (huðnur).

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...