Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárrækarfélags Íslands og bóndi í Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárrækarfélags Íslands og bóndi í Hlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. nóvember 2020

Skoða verður alvarlega nauðsyn þess að skera niður geitahópa á riðusmituðum sauðfjárbúum

Höfundur: smh

Nýlega hélt Geitfjárræktarfélag Íslands aðalfund. Anna María Flygenring var kjörin til áframhaldandi formennsku. Meðal umfjöllunarefna á fundinum voru riðutilfellin á sauðfjárbúum í Skagafirði og niðurskurður í geitahópum þar af þeim sökum, sem er högg fyrir hinn smáa íslenska stofn. Riðusmit hefur aldrei verið staðfest í íslenskum geitum og ekki sannað að smit geti borist á milli geita og sauðfjár.

Anna María segir að í skýrslu stjórnar hafi verið farið yfir verkefni ársins 2019 til 2020. Halda átti fundinn í mars en honum var frestað vegna COVID-19. Úr stjórn fór Anna María Lind Geirsdóttir og úr varastjórn Guðmundur Freyr Kristbergsson, en í þeirra stað komu Sif Matthíasdóttir í varastjórn og Þorsteinn Þorsteinsson í aðalstjórn. 

„Verkefni félagsins hafa verið allmörg og ber þar fyrst að nefna að koma upp varanlegu húsnæði fyrir hafra og aðstöðu til sæðinga. Það tókst, í september var komið starfsleyfi og hafrar fluttu inn skömmu síðar. Að mestu leyti sáu þau Birna K. Baldursdóttir og Guðni Ársæll Indriðason um verkið, þau eru bæði stjórnarmeðlimir. Birna og Jóhanna B. Þorvaldsdóttir sóttu hafra sem höfðu verið fóstraðir hjá þeim og einnig tvö hafurskið á Norðausturland,“ segir Anna María.

Riðuveikin á Tröllaskaga

Talsverð umræða spannst á fundinum um nýuppkomin tilfelli riðu í Tröllaskagahólfi. Í því hólfi eru allmargar geitur og meðal annars á bænum Grænumýri er stór hjörð geita. Ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af stofni, sem telur einungis 1.470 geitur, og er í útrýmingarhættu ef skera þarf þann hóp. 

Riðusmitin í Skagafirðinum eru alvarleg tíðindi fyrir geitabændur 

„Þetta eru stór bú og mikið áfall fyrir þessa bændur að missa lífsviðurværi sitt. Okkar samúð er með þeim. Nú liggur fyrir að það eru á fjórða tug geita á einum af þeim fjórum bæja sem búið er að staðfesta riðusmit á, en við höfum ekki fengið upplýsingar um hvort það þarf að skera allt niður.

Það hafa hingað til gilt sömu reglur um niðurskurð og um sauðfé í þessum aðstæðum. Staðreyndin er þó sú að það hefur aldrei verið staðfest riða í íslenskum geitum, þó að slík smit hafi komið upp í útlöndum. Við teljum að það verði að skoða þetta alvarlega, þar sem geitastofninn er mjög viðkvæmur og enn í útrýmingarhættu. Geitur eru öðruvísi en sauðfé, genasamsetning þeirra er öðruvísi,“ segir Anna María.

Geitur Önnu Maríu Flygenring í Hlíð.

Öflugt starf Jóhönnu á Háafelli hefur lagað stöðuna

Íslenski geitastofninn hefur stækkað lítillega á síðustu árum, telur nú 1.470 vetrarfóðraðar að höfrum og geldum höfrum meðtöldum. Anna María segir að það sé aðallega vegna þess öfluga starfs sem farið hefur fram hjá Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur á Háafelli – einkum frá árinu 2014 þegar kvendýrin voru rúmlega 980. Alþjóðleg viðmið til að stofn teljist laus úr útrýmingarhættu er að vera um fimm til sjö þúsund kvendýr (huðnur).

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f