Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Skoda Kamiq, ódýr, þægilegur „stór smábíll“
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 22. febrúar 2022

Skoda Kamiq, ódýr, þægilegur „stór smábíll“

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Reglulega hef ég reynt að prófa ódýra litla bíla sem í huga mínum er aukabíll á heimilið. Fyrir stuttu heimsótti ég Heklu á Laugaveginum í leit að bíl til að prófa og fyrir valinu var Skoda Kamiq með 1,0TSI bensínvél sem á að skila 115 hestöflum, sjálfskiptur, með fimm ára ábyrgð og kostar ekki nema 3.990.000.

Það hefur stundum verið erfitt að prufukeyra bíla á tímabilinu desember og fram í mars sökum veðurs og færðar, en yfirleitt kemst ég nokkuð skammlaust frá þessu, vitandi að prufuaksturinn var engan veginn fullkominn, einn af þessum slæmu prufutúrum var helgina 29.-30. janúar við slæmar aðstæður. 

 Farangursrýmið er ótrúlega stórt af ekki stærri bíl.

Mikið af góðum hlutum í bílnum miðað við verð

Þó að vélin sé ekki nema 1000cc, skilar hún fínum krafti. Bíllinn er tiltölulega snöggur að ná umferðarhraða, en sjálfskiptingin er í raun þrískipt. Venjuleg sex þrepa skipting =D, S er aðeins snarpari skipting og svo er hægt að handskipta bílnum eftir „duttlungum“ hvers og eins. Í bílnum er mikið af góðum öryggis- og þægindahlutum þrátt fyrir lágt verð, en í stýrinu er hiti (3 mismunandi stillingar), akreinalesari, fjarlægðarskynjarar framan og aftan, hraðastillir, stöðuleikastýring og spólvörn, skriðvörn, brekkuaðstoðarbremsa, árekstrarvörn o.fl. Ég keyrði bílinn um 60 km í myrkri og var ánægður með ökuljósin, bæði háa geislann og þann lága, en við þetta má bæta að stefnuljósin finnst mér einstaklega flott hönnun.

Ljósatakkann má skilja eftir svona, en þá er maður alltaf löglegur í akstri.

Gott fótapláss og sæti góð

Eins og venjulega var byrjað á hávaðamælingu sem reyndist með betra lagi. 69,2db. er gott af ekki stærri bíl og það með bensínvél.

Næst var að prófa í langkeyrslu, en uppgefin meðaleyðsla á hundraðið er 6,1 lítra á hundraðið, hjá mér sagði eyðslan 8,4 á hundraðið eftir 60 km jafnan akstur, en í innanbæjarakstrinum var ég að eyða 9,8 lítrum miðað við 100 km. Ég skoðaði meðaleyðslu þeirra sem höfðu verið að prófa bílinn á undan mér, en þeir höfðu verið að eyða 10,8 þannig að ég var nokkuð sáttur við sjálfan mig.

Fjöðrun er yfir meðallagi góð og smærri holum finnur maður lítið fyrir. Þar sem bíllinn er frekar lítill og ekki hár á vegi fannst mér nokkrum sinnum við prufuaksturinn að ég væri sitjandi á götunni.

Mjög gott rými er fyrir farþega í aftursætum (er 175 á hæð og plássið fyrir framan hnén þegar ég sat í aftursætinu var vel yfir 10 cm). 

Farangursrýmið er mun stærra en maður mundi ætla miðað við stærðina á bílnum. Fullbúið varadekk er undir plötu aftast í bílnum.

Frágangur á botni bílsins snyrtilegur, allur lokaður með varnarhlífum.

Seinni daginn var vont veður til að prófa bíl

Sunnudaginn 30. janúar var ekki spennandi veður til að prófa bíl, en í staðinn náði ég að finna til hins ýtrasta ABS-bremsubúnaðinn sem ég var ánægður með, en skriðvörnin fannst mér koma fullseint inn og bíllinn kominn of langt út að aftan þegar skriðvörnin tók völdin. Mér fannst bíllinn samt glettilega góður í snjó og hálku þrátt fyrir að vera á ónegldum dekkjum og bara framhjóladrifinn.

Eftir um 130 km prufu verð ég að segja að bíllinn, sem flokkaður er með smábílum, gæti allt eins verið í miðlungsflokki. Hann er fyrir mér að skora alls staðar, kraftur í lagi, þægilegur, rúmgóður, fínt útlit, verð o.fl. Það var þó tvennt sem var að trufla mig. Mér fannst eins og ég væri sitjandi á veginum þegar ég var að keyra bílinn og skriðvörnin kom frekar seint á í mikilli hálku. Annars fyrir þá sem vilja fræðast meira um bílinn, þá eru meiri upplýsingar á vefslóðinni www.skoda.is.

 Fullbúið varadekk er í skottinu ásamt helstu verkfærum.

Helstu mál og upplýsingar:

Hæð

1.840 mm

Breidd

1.988 mm

Lengd

4.241mm

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...