Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskar búvörur.
Íslenskar búvörur.
Mynd / Bbl
Fréttir 4. júlí 2019

Skipað í áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru samkvæmt ákvæðum í matvælalögum og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Hlutverk nefndarinnar er að hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru; greiningu á áhættuþáttum á þessum sviðum.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að skipan nefndarinnar sé hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda sem miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Áhættumatsnefndina skipa:

  • Hrönn Ólína Jörundsdóttir formaður, tilnefnd af Matís
  • Jóhannes Sveinbjörnsson, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Charlotta Oddsdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum
  • Þórhallur Ingi Halldórsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, næringarfræðideild
  • Kamilla S. Jósefsdóttir, tilnefnd af Landlæknisembættinu, sóttvarnalækni
  • Rafn Benediktsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, heilbrigðisvísindasviði.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...