Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskar búvörur.
Íslenskar búvörur.
Mynd / Bbl
Fréttir 4. júlí 2019

Skipað í áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru samkvæmt ákvæðum í matvælalögum og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Hlutverk nefndarinnar er að hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru; greiningu á áhættuþáttum á þessum sviðum.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að skipan nefndarinnar sé hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda sem miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Áhættumatsnefndina skipa:

  • Hrönn Ólína Jörundsdóttir formaður, tilnefnd af Matís
  • Jóhannes Sveinbjörnsson, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Charlotta Oddsdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum
  • Þórhallur Ingi Halldórsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, næringarfræðideild
  • Kamilla S. Jósefsdóttir, tilnefnd af Landlæknisembættinu, sóttvarnalækni
  • Rafn Benediktsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, heilbrigðisvísindasviði.
Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...