Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Íslenskar búvörur.
Íslenskar búvörur.
Mynd / Bbl
Fréttir 4. júlí 2019

Skipað í áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað áhættumatsnefnd vegna matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru samkvæmt ákvæðum í matvælalögum og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.

Hlutverk nefndarinnar er að hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru; greiningu á áhættuþáttum á þessum sviðum.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að skipan nefndarinnar sé hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda sem miðar að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Áhættumatsnefndina skipa:

  • Hrönn Ólína Jörundsdóttir formaður, tilnefnd af Matís
  • Jóhannes Sveinbjörnsson, tilnefndur af Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Charlotta Oddsdóttir, tilnefnd af Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum
  • Þórhallur Ingi Halldórsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, næringarfræðideild
  • Kamilla S. Jósefsdóttir, tilnefnd af Landlæknisembættinu, sóttvarnalækni
  • Rafn Benediktsson, tilnefndur af Háskóla Íslands, heilbrigðisvísindasviði.
Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...