Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Við afhjúpun söguskiltisins við Hjarðarholt. Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti, Einar Kr. Guðfinnsson, formaður nýstofnaðs Sturlufélags, Kristján Sturluson sveitarstjóri, Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, Svavar Gestsson, D
Við afhjúpun söguskiltisins við Hjarðarholt. Bergur Þorgeirsson, forstöðumaður Snorrastofu í Reykholti, Einar Kr. Guðfinnsson, formaður nýstofnaðs Sturlufélags, Kristján Sturluson sveitarstjóri, Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar, Svavar Gestsson, D
Fólk 12. júní 2019

Skilti varða leiðina um Gullna söguhringinn í Dalabyggð

Þann 12. maí sl. var efnt til sögulegra viðburða í Dalabyggð þegar ný söguskilti voru afhjúpuð við hátíðlega athöfn og sérstakt Sturlufélag var einnig stofnað.
 
Að frumkvæði Sturlunefndar var efnt til framleiðslu á fjórum söguskiltum sem sett verða upp á Gullna söguhringnum sem liggur frá Búðardal, út fyrir Klofning og að Saurbæ. Dalirnir búa yfir ríkri sögu þar sem nokkrar af þekktustu Íslendingasögunum áttu sér stað og er óhætt að segja að svæðið sé sannkallað sögusamfélag þar sem fortíðin er falin í gömlum örnefnum og bæjarnöfnum. 
 
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, afhjúpaði fyrsta skiltið við Hjarðarholt og henni til aðstoðar voru fjórir fulltrúar ungu kynslóðarinnar í Dölum, þær Birna Ingvarsdóttir, Dagný Sara Viðarsdóttir, Jóhanna Vigdís Pálmadóttir og Katrín Einarsdóttir.
 
Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, afhjúpaði fyrsta skiltið við Hjarðarholt og henni til aðstoðar voru fjórir fulltrúar ungu kynslóðarinnar í Dölum, þær Birna Ingvarsdóttir, Dagný Sara Viðarsdóttir, Jóhanna Vigdís Pálmadóttir og Katrín Einarsdóttir. Að því loknu var efnt til móttöku í Dalabúð þar sem boðið var upp á veitingar og létta dagskrá. 
 
Meðal þeirra sem tóku til máls voru Svavar Gestsson, fv. ráðherra, Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar og Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar. 
 
Sturlufélag formlega stofnað
 
Í lok móttökunnar var sérstakt Sturlufélag stofnað. Stjórn Sturlu­félags skipa: 
Bergur Þorgeirsson, forstöðu­maður Snorrastofu, Bjarnheiður Jóhannsdóttir, fráfarandi ferðamála­fulltrúi Dalabyggðar og rekstraraðili Eiríksstaða, Einar Kárason rithöf­undur, Einar K. Guðfinnsson, fyrrum ráðherra og forseti Alþingis, Guðrún Nordal, formaður Stofnunar Árna Magnússonar, Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar og Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra.
 
Fjögur söguskilti sett upp
 
Staðsetning skiltanna fjögurra við Gullna söguhringinn er valin af kostgæfni en þau verða staðsett við Hjarðarholt, afleggjarann að Fellsströnd, úti við Klofning og í Saurbæ. Hvert skiltanna prýða teikningar af merkum persónum úr Íslendingasögunum sem tengjast svæðinu og ber þar helst að nefna fóstbræðurna Bolla og Kjartan og Guðrúnu Ósvífursdóttur, Auði djúpúðgu, Eirík rauða og Sturlu Þórðarson. Auk teikninganna eru fróðleiksmolar um söguslóðirnar á íslensku og ensku, sem vonir standa til að vekja muni athygli og áhuga ferðamanna sem leið eiga um svæðið.
 
Það er Mjólkursamsalan sem kostar gerð skiltanna en þau voru unnin í samvinnu við Sturlunefnd og auglýsingastofuna Hvíta húsið. Myndirnar sem prýða skiltin teiknaði Ingólfur Örn Björgvinsson myndskreytir og Vegagerðin sá um að koma skiltunum fyrir. 

8 myndir:

Skylt efni: Dalir | Sturlungar | Sturlufélagið

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...