Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Saunderson fyrrum risi á markaðinum
Fræðsluhornið 12. október 2017

Saunderson fyrrum risi á markaðinum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Velgengni Saunderson dráttarvéla á öðrum áratug síðustu aldar var slík að um tíma var fyrirtækið stærsti dráttarvélaframleiðandi í heimi utan Bandaríkjanna.

Herbert Percy Saunderson fæddist á Englandi árið 1869. Hann lauk námi í járnsmíði og flutti til Kanada um skeið og starfaði við landbúnað og sem veiðimaður. Þegar Saunderson flutti aftur til Englands var hann með umboð fyrir kanadíska útgáfu af Massey-Harry dráttarvélum í vasanum.

Sjálfrennireið

Samhliða innflutningi á dráttarvélum frá Kanada hóf Saunderson framleiðslu á ýmiss konar landbúnaðartækjum, vindmyllum, dælum og illgresishreinsibúnaði. Árið 1890 hannaði hann sína fyrstu sjálfrennireið sem var lítill vörubíll með eins strokka vél sem gekk bæði fyrir dísil og bensíni.

Afturdekkjunum var snúið með keðjuvélinni og græjan með tvo gíra áfram og einn aftur á bak.

Prufusýning farartækisins á sýningu Konunglegu bresku bændasamtakanna 1989 var heldur endasleppt þrátt fyrir góðan vilja þar sem upp kom vélarbilun í miðri sýningu. Ári seinna, aldamótaárið 1900, sneri Saunderson sér alfarið að hönnun og framleiðslu dráttarvéla.

Saunderson traktorinn

Fyrsta dráttarvélin undir heitinu Saunderson kom á markað 1903. Vélin var á tveimur járnhjólum og áttu vélarnar að koma í staðinn fyrir hesta við landbúnaðarstörf.


Fljótlega sendi fyrirtækið frá sér nýja týpu sem kallaðist Universal Motors og greinilegt á nafninu að Saunderson ætlaði sér stóra hluti. Universalinn var 40 til 50 hestöfl og með drif á öllum þremur hjólunum, tveimur að aftan en einu að framan. Traktorinn þótti vel heppnaður og með mikla dráttargetu og drif sem gat knúið meðalstóra kornmyllu. Árið 1906 gekk betur hjá Saunders á sýningu Konunglegu bresku bændasamtakanna og Universalinn fékk silfur og 1907 hlaut sama týpa gullverðlaun ítölsku stjórnarinnar fyrir gæði.

Fjármagnstregða og uppsveifla

Eftirspurnin var góð og fljótlega komu fleiri útgáfur af Universal á markað. Þar á meðal voru tvær týpur á fjórum hjólum og með aldrifi. Fjögurra hjólatýpan var með stórum hleðslupalli sem auðvelt var að fjarlægja. Þessar vélar voru eftirsóttar og meðal annars fluttar út til Kanada og Nýja-Sjálands.

Árið 1910 var nafni fyrir­tækisins breytt í Saunderson & Gifkins með aðkomu nýrra meðeigenda og fjármagns.

Framleiðslu á eldri týpum var haldið áfram og á sama tíma unnið að hönnun nýtískulegri traktora. Meðal þeirra var lítil týpa Model L, sem var með eins strokka og loftkældri vél og flutningsskúffu sem hægt var að fjarlægja, og stór Model V, 50 hestöfl og með fjögurra strokka vél.

Þrátt fyrir aukið fjármagn harðnaði enn á dalnum hjá fyrirtækinu. Árið 1912 bættist nýr eigandi í hópinn og nafni fyrirtækisins breytt í Saunderson & Mills.

Um svipað leyti var Model G markaðssett og reyndist það söluhæsta dráttarvél fyrirtækisins í langan tíma. Um það leyti sem fyrri heimsstyrjöldin braust út var Saunderson orðinn stærsti framleiðandi í heimi utan Bandaríkjanna. Fyrirtækið skipti aftur um nafn og varð Saunderson Tractor & Implement Co.

Framleiðslu hætt

Þrátt fyrir góðan árangur og mikla sölu á öðrum áratug síðustu aldar stóðust tækniframfarir og verð innreið Fordson dráttarvélanna á markað og framleiðslu Saunderson var hætt skömmu fyrir 1930. 

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...