Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex.
Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex.
Mynd / smh
Fréttir 15. janúar 2015

Sauðfjárbændur kaupa stóran hlut í Ístex

Höfundur: smh
Þeir sauðfjárbændur sem áttu um 75 prósent af verðmæti innlagðrar ullar í ullarvinnsluna Ístex á síðasta ári munu eignast 24 prósenta hlut í fyrirtækinu. 
 
Síðastliðið sumar hafði tilboði frá erlendum krónueigendum, í gegnum verðbréfafyrirtækið Virðingu,  í 34 prósenta hlut verið hafnað. Um haustið bárust síðan tvö önnur tilboð sem einnig var hafnað. Í byrjun nóvember var greint frá því að sauðfjárbændum stæði til boða að kaupa 24 prósenta hlut í Ístex, samhliða því að félagið sjálft keypti tíu prósent af eigin hlutum. Um hluti starfsmanna Ístex er að ræða; þeirra Guðjóns Kristinssonar framkvæmdastjóra, Jóns Haraldssonar framleiðslustjóra og Viktors Guðbjörnssonar sem hefur haft umsjón með tæknimálum fyrirtækisins. 
 
Sigurður Eyþórsson, fram­kvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að um nýliðin áramót hafi verið búið að skrá um 437 tonna ullarinnlegg hjá Ístex. Innleggjendur ríflega 75 prósenta af verðmæti þess samþykktu að taka þátt í hlutabréfakaupunum – og það sé í samræmi við áætlanir. „Innleggjendum býðst að gera viðskiptasamning um kaupin í Ístex, en hann felur í sér að viðkomandi bóndi fær 15 prósent hærra ullarverð fyrir ullina sína, en um leið skuldbindur hann sig til að verja 27 prósentum af verðmæti innleggsins til hlutabréfakaupanna. Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi í fjögur ár.“ Segir Sigurður líkur til að það séu helst smærri innleggjendur sem hafi hafnað þátttöku það sem af er. 
 
Í samtali við Bændablaðið í nóvember síðastliðnum sagði Ari Teitsson, stjórnarformaður Ístex, að hann hefði markvisst unnið að þeirri hugmynd frá síðasta sumri að bændur keyptu sjálfir umræddan hlut í félaginu. „Þegar Ístex var stofnað tóku bændur þátt í þeirri stofnun með því að leggja fram um einn þriðja af hlutafé félagsins. Markmiðið var að bændur, lykilstarfsmenn og ullarkaupendur – sem þá voru aðallega kaupfélögin – væru þátttakendur í þessu þannig að enginn ætti meirihluta. 
 
Á þessum tíma hefur orðið sú breyting að líklega tæplega helmingur þeirra sem tóku þátt í þessu í upphafi er ekki lengur að framleiða ull. Þannig hefur hlutur hinna raunverulegu ullarframleiðenda þynnst mjög. Vegna markmiða stjórnar fyrirtækisins – um að safna, vinna og markaðssetja íslenska ull – var það mat hennar að það væri æskilegt að endurnýja hlut bænda í fyrirtækinu.“
 
Rekstur Ístex hefur á undanförnum árum gengið vel. Á síðasta ári var það rekið með 46 milljóna króna hagnaði. Næsti aðalfundur verður haldinn í dag, 15. janúar.

Skylt efni: Ístex

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...