Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sauðfjárbændur hrópa á hjálp
Skoðun 17. júlí 2017

Sauðfjárbændur hrópa á hjálp

Höfundur: Íris Jónsdóttir, Þrasastöðum
Það má með sanni segja að við sauðfjárbændur bíðum með kvíðboga í maganum næsta hausts og næstu sláturtíðar.
 
Ég hellti mér upp á góðan kaffibolla áður en ég las greinarnar á bls. 50 í nýlegu Bændablaði. Ég byrjaði á Guðna Ágústssyni, þar telur hann upp þær byggðir sem sverfi að en tekur svo Skagafjörðinn út fyrir sviga og skellir á úldnum brandara um skagfirska efnahagssvæðið og segir að við sem þar búum stöndum sterk þess vegna. Þar fór það.
 
Skagafjörður byggist vestan af Skaga upp í Lýtingsstaðahrepp og út í Fljót; þar sem ég bý á fremsta bæ í Stíflu og austasta bæ í Skagafirði, Þrasastöðum. Þar sem ég þekki til þessara svæða er ekki eitthvað sérstakt efnahagssvæði sem heldur okkur uppi. 
 
  • Það liggur fyrir okkur að 65% greiðsla af innleggi sauðfjár kemur til okkar í haust eftir einhverja skerðingu frá fyrri árum og 35% einhvern tímann seinna.
  • Aukaskerðing verður á skrokka yfir 16,5 kg
  • Við búum við lélegar samgöngur og slæma malarvegi
  • Við höfum fylgst með byggðinni dragast saman og sjáum ljós slokkna á bæjum
  • Við upplifum samdrátt í skólamálum
  • Gagnslausar eða engar nútíma tæknitengingar; ljósleiðari
  • Við eigum ekkert í innlenda eða erlenda auðmenn þegar kemur að jarðakaupum
 
Svoleiðis er það og gætu einhverjir bætt á þennan lista í Skagafirði og annars staðar á landinu.
Þegar talað er um skagfirska efnahagssvæðið er átt við KS.
 
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) er fyrirtæki innan héraðs sem sagt er að standi vel og geti því búið yfir eða í sérstöku efnahagssvæði. Út úr þessu efnahagssvæði fer ekkert sem þykir ekki arðvænlegt. 
 
Það er ekki fyrir skagfirska efnahagssvæðið sem við stöndum sterk eða sterkari en aðrir. Við stöndum öll, hvar á landinu sem er, sterk ef við viljum svo við hafa.
 
Sauðfjárbyggðir hrópa sannarlega á hjálp. Við viljum ekki vera betlikerlingar eða sveitaómagar, við viljum sanngirni og virðingu fyrir því sem við gerum. Við leggjum mikið á okkur að fá að búa þar sem við búum. Í okkur býr frjáls Íslendingur sem er stoltur af landinu sínu og ræktar það af metnaði.
 
Við skiljum ekki afhverju Íslendingar, útlendingar, ferðamenn, kokkar og fjölskyldur velja ekki góða hreina kjötið sem við erum að framleiða af svo mikilli ástríðu og gleði.
 
Bændur taka lán og versla í búðum, þeir nýta sér þjónustu af öllu tagi, bændur syngja í kórum og taka þátt í félagsstörfum, þeir reka fyrirtæki, eignast börn, kaupa sér utanlandsferðir, flokka, rækta, læra, yrkja, spila fótbolta og bridds.
 
Greinarnar báðar á bls. 50 eru góðar og þarfar og vil ég þakka bæði Guðna Ágústssyni og Herði Jónassyni fyrir að sýna málaflokknum áhuga og vekja máls á stöðu byggðarinnar og sauðfjárræktarinnar í landinu.
 
Íris Jónsdóttir, Þrasastöðum.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...