Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðanes
Bóndinn 6. október 2016

Sauðanes

Jón er uppalinn á Sauðanesi og Herdís kemur austan frá Dalatanga. Í fjárskiptunum 1992–1994 tóku þau við búskap af Trausta og Huldu, foreldrum Jóns.
 
Á Sauðanesvita er vitagæsla og veðurathugunarstöð. Einnig er starf­rækt hestaleiga og reiðnámskeið. Höfum einnig verið fósturforeldrar í rúm 10 ár.
 
Býli:  Sauðanes.
 
Staðsett í sveit: Við utanverðan Siglufjörð að vestan. 
 
Ábúendur: Jón Traustason, fæddur 1965, og Herdís Erlendsdóttir, fædd 1967.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum þrjú börn: Hannibal Páll, f. 1994, jeppamaður, trillusjómaður, verðandi bóndi o.fl., Jódís Ósk, nemi við MTR og starfsmaður hjá Olís Ólafsfirði, og Hulda Ellý, nemi í Hússtjórnarskólanum í Hallormsstað. Tveir fóstursynir eru þeir Óðinn Þór Jóhannsson, nemi í MTR og Aron Eiríksson, nemi í grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði.
 
Stærð jarðar?  Nær frá Herkonugili að vestan og í mitt Strákafjall að 
austan.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú og hestaleiga.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 200 kindur, 25 hross, 2 smalahundar, 5 geitur, nokkrar landnámshænur og 10 endur – þar af 2 áhorfendur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fáir dagar algerlega alveg eins. Gegningum að vetri er sinnt tvisvar á dag. Einnig er hrossum haldið í þjálfun og tamið svo til allt árið. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Margt gaman, þó sérlega sauðburðurinn og einnig göngur og réttir að hausti. Leiðinlegast hvað búskapinn varðar þegar liggur í hvössum norðaustanáttum með hríð í marga daga (þá er samt gaman fyrir jeppamenn).
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Trúlegast með svipuðu sniði en vonandi með betri afkomuskilyrðum.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Innan stéttarinnar, ágæta, en mættu hafa burði til að geta beitt sér harðar út á við.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Erfitt að spá fyrir um það á þessum óvissutímum. Þó vonandi að bændur, ráðamenn landsins hverju sinni – og þjóðin í heild – beri gæfu til að ná samstöðu um nauðsyn þess að hér geti landbúnaður þrifist á eðlilegum forsendum. 
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Ferðafólk sem hér kemur, víðs vegar að úr heiminum, er svo til undantekningalaust mjög áhugasamt um íslenskar landbúnaðarafurðir.
Það fólk hrífst af þeirri víðáttu sem t.d. sauðkindin býr við í sumarhögum og tengir það við heilbrigði dýranna. Samkvæmt því mætti ætla að sóknarfærin séu víða en vitum þó að talsverð vinna og kostnaður fylgir kynningu afurða og kostar tíma og fjármuni.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Svalasti maturinn á bænum. Mjólk, ostur, smjör, lýsi, ávextir, grænmeti – og stundum súrmatur, hákarl og harðfiskur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Heimagerð bjúgu, fiski- og kjötbollur – og svo það allra vinsælasta er siginn fiskur og vel saltað selspik, ættað frá Pétri, vini okkar í Ófeigsfirði á Ströndum.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Skemmtilegt, vel heppnað og minnisstætt var þegar vel tókst að venja hálfs mánaðar gamalt lamb undir kind. Á meðan ærin var að kara lambið á fullu, lá lambið jórtrandi sprengsatt hjá ánni og lét sér vel líka.
 
Fresta banni við endurnýtingu
Fréttir 21. maí 2024

Fresta banni við endurnýtingu

Bændum verður heimilt að endurnýta örmerki í sláturtíð 2024 og nota þau til 1. n...

Stjórnvaldssekt staðfest
Fréttir 20. maí 2024

Stjórnvaldssekt staðfest

Bændur á Vesturlandi telja jafnræðis ekki hafa verið gætt þegar Matvælastofnun (...

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...