Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Karlakórinn Heimir söng nokkur lög fyrir viðstadda.
Karlakórinn Heimir söng nokkur lög fyrir viðstadda.
Mynd / MÞÞ
Viðtal 29. apríl 2015

Sannfærður um að mótshaldið verði Skagfirðingum og okkur öllum til sóma

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fulltrúar Landssambands hestamanna og Gullhyls ehf., félags í eigu þriggja hestamannafélaga í Skagafirði, undirrituðu við athöfn í Þráarhöll á Hólum í Hjaltadal samning um að Landsmót hestamanna verði haldið að Hólum árið 2016. Við athöfnina voru flutt ávörp, Karlakórinn Heimir söng nokkur lög og boðið var upp á veitingar, auk þess sem ritað var undir samninginn.
 
Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssamband hesta­manna, segist mjög ánægður með þá ákvörðun að næsta landsmót verði haldið að Hólum í Hjaltadal. Miðað við þá stöðu sem uppi var varðandi landsmótsmál á liðnu hausti sé ánægjulegt að sú hafi orðið niðurstaðan.  „Það var rétt í stöðunni að gefa Skagfirðingum tækifæri og mér líst mjög vel á fyrirætlanir þeirra varðandi þá uppbyggingu sem fram undan er á svæðinu.  Ég er sannfærður um að mótshaldið verði Skagfirðingum og okkur öllum til mikils sóma,“ segir Lárus.
 
Allir möguleikar á að umgjörð mótsins verði glæsileg
 
Hann segir alla möguleika fyrir hendi til að gera umgjörð mótsins glæsilega. Fyrir hendi séu þegar mikil mannvirki sem nýtast í tengslum við mótshaldið og áform eru uppi um frekari uppbyggingu. „Að mínu mati eru möguleikarnir að Hólum miklir, þarna er allt sem til þarf innan seilingar, glæsileg og góð aðstaða er fyrir hendi, mikill fjöldi hesthúsplássa, þrjár reiðhallir, mikið gistirými auk þess sem Sögusafn íslenska hestsins er að Hólum,“ segir Lárus og bætir við að á staðnum sé einnig rekin æðsta menntastofnun íslenska hestsins í heiminum, hestafræðideild Hólaskóla, sem  er opinber miðstöð menntunar og rannsókna á sviði hrossaræktar, tamninga, reiðmennsku og reiðkennslu á Íslandi.
 
„Skagfirðingar hafa tekið höndum saman og vinna nú sem einn maður að undirbúningi glæsilegs landsmóts. Þegar er farið að bera á tilhlökkun vegna mótshaldsins, við heyrum m.a. að það er mikil stemning fyrir landsmótinu á meðal erlendra aðdáenda íslenska hestsins,“ segir Lárus og gerir ráð fyrir að fjölmenni sæki landsmótið heim næsta sumar.
 
Hálf öld frá því landsmót var síðast haldið að Hólum
 
Jónína Stefánsdóttir,  formaður hestamannafélagsins Stíganda, sagði í sínu ávarpi að það væri vel til fundið að halda landsmót á Hólum næsta sumar, en þá verða liðin 50 ár frá því síðast var haldið landsmót á þeim sögufræga stað. Landsmót voru síðan flutt að Vindheimamelum sem er sá staður þar sem flest landsmót hafa verið haldin hér á landi eða alls 6 sinnum. Landsmót hestamanna á Hólum í Hjaltadal árið 2016 verður því 8. landsmótið sem haldið er í Skagafirði.
 
 „Við heimamenn í Skagafirði tölum oft um Skagafjörðinn sem vöggu íslenska hestsins,“ sagði Jónína. Hún fór yfir elstu frásögn um hross á Íslandi sem er í Landnámu og greinir frá því er hryssan Fluga stökk frá kaupskipi við Kolkuós og synti til lands.  „Saga hestamennsku, hrossaræktar og metings um hross á sér því langa sögu í Skagafirði og er að segja má samofin öllu mannlífi hér.  Í Skagafirði fer enda fram blómlegt starf í hrossarækt og hestamennsku árið um kring.“
 
Jónína gat þess einnig að ekki ætti síður vel við að halda landsmót að Hólum í Hjaltadal þar sem fyrir væri alþjóðleg miðstöð fyrir kennslu og rannsóknir í hrossarækt og hestamennsku á Íslandi og Hólar, „líklega einn þekktasti staður landsins í hugum unnenda íslenska hestsins erlendis. Frá Háskólanum á Hólum hefur mikill fjöldi erlenda nema brautskráðst og orðið í kjölfarið einhverjir bestu sendiherrar íslenska hestsins á erlendri grundu,“ sagði Jónína.
 
„Það er mikið fagnaðar- og gleðiefni að 22. Landsmót hestamanna verði haldið 27. júní til 3. júlí hér á Hólum. Landsmót hestamanna var síðast haldið að Hólum árið 1966 og því viðeigandi að fagna því að slétt 50 ár verða liðin frá því, með því að halda glæsilegt landsmót á þessum sögufræga stað,“ sagði Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
 
Hún gat þess að á Hólum væri æðsta menntastofnun íslenska hestsins í heiminum og landsmót myndi því efla skólann verulega auk þess sem sú uppbygging sem yrði vegna mótsins muni nýtast skólanum og hestamönnum um ókomna tíð.
 
Heimamenn fullir tilhlökkunar
 
„Hestamennskan, sem íþrótt, nýtur vaxandi vinsælda og með því að skapa ungu fólki gott umhverfi sem er samkeppnishæft við aðrar íþróttir sem börn og unglingar stunda, þar sem boðið er upp á reglulegar æfingar, þá er hægt að skapa jöfn tækifæri fyrir alla og hlúa þannig að uppbyggingu sterkra íþróttamanna á þessu sviði sem öðrum,“ sagði Sigríður. Hún gat þess að verulegrar tilhlökkunar gætti hjá heimamönnum í Skagafirði að taka á móti þeim fjölda góðra gesta sem sækja myndi svæðið heim í tilefni landsmóts, en unnið yrði að því að gera umgjörð mótsins stórglæsilegt og ógleymanlegt öllum þeim sem það sækja. 

16 myndir:

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...