Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búnaðarþing 2018 ályktaði um fjölmörg mál er varða bændur, þróun matvælaframleiðslu, uppgræðslu, skógrækt, vernd náttúrunnar, loftslagsmál, samfélagsmál og fleira.
Búnaðarþing 2018 ályktaði um fjölmörg mál er varða bændur, þróun matvælaframleiðslu, uppgræðslu, skógrækt, vernd náttúrunnar, loftslagsmál, samfélagsmál og fleira.
Mynd / HKr.
Fréttir 8. mars 2018

Samningum við ESB um tollfrjálsa kvóta fyrir landbúnaðarafurðir verði sagt upp

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á nýafstöðnu Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands komu fram miklar áhyggjur af tollasamingum sem gerðir voru við ESB á árunum 2007 og 2015. Búnaðarþing 2018 krefst þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi taki stöðu með innlendri matvælaframleiðslu með því að styrkja tollvernd íslensks land­búnaðar. 
 
Í tillögu um þessi mál, sem samþykkt var á þinginu, er þess jafnframt krafist að magntollar á búvörur verði uppreiknaðir til verðlags dagsins í dag. Þá verði samningum við ESB um tollfrjálsa kvóta fyrir landbúnaðarafurðir frá 2007 og 2015 sagt upp með vísan til breyttra forsendna.  Enn fremur verði leitað allra leiða til að nýta heimildir til að leggja tolla á innfluttar búvörur sem einnig eru framleiddar hér á landi. Þá verði innflutt kjöt umreiknað í ígildi kjöts með beini þegar um beinlausar og unnar afurðir er að ræða, við útreikninga á nýtingu gildandi tollkvóta. Í greinargerð með tillögunni segir: 
 
„Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg aukning í innflutningi á landbúnaðarvörum. Á sama tíma eru bændur innanlands að takast á við metnaðarfullar aðbúnaðarreglugerðir til að bæta aðbúnað sem er vel. Til að fara í þær fjárfestingar er mikilvægt að breytingar í ytra umhverfi landbúnaðarins séu ekki of miklar. 
Því miður á enn eftir að meta hvaða áhrif tollasamningur við ESB frá 2015 og nýfallinn EFTA-dómur mun hafa á innlenda búvöruframleiðslu. Því er nauðsynlegt að ræða við stjórnvöld um tollverndina og hvernig hún kemur til með að þróast á gildistíma núverandi búvörusamnings. Í þeim viðræðum verði horft til þeirrar staðreyndar að framleiðsluskilyrði hér á landi eru allt önnur en þeirrar búvöru sem er verið að flytja inn, þegar horft er til stærðar framleiðslunnar og kostnaðar við aðföng. Sá aðdragandi sem var að tollasamningum sem gerðir voru við ESB bæði 2007 og 2015 gefur fullt tilefni til að ná fram skýrari stefnu stjórnvalda í tollamálum,“ segir í tillögunni sem samþykkt var á Búnaðarþingi. 
Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2023

Hagnaðurinn 67,1 milljón króna á síðasta ári

Aðalfundur ÍSTEX var haldinn í kjölfar búgreinaþings deildar sauðfjárbænda og að...

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið
Fréttir 17. mars 2023

Sjaldan launar kálfurinn kjöteldið

Á nýafstöðnu búgreinaþingi samþykkti deild nautgripabænda ályktun þar sem bent e...

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður
Fréttir 17. mars 2023

Tryggja þarf að gripir með verndandi arfgerðir verði ekki skornir niður

Búgreinadeild sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands samþykkti tillögu á nýliðn...

Fagþing sauðfjárræktarinnar
Fréttir 17. mars 2023

Fagþing sauðfjárræktarinnar

Fagþing sauðfjárræktarinnar 2023 verður haldið í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudagin...

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum
Fréttir 16. mars 2023

Sauðfjárbændur vilja fjölga ullarflokkum

Á búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda á dögunum var tillaga samþykkt þar sem því...

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr
Fréttir 16. mars 2023

Niðurfelling gripagreiðslna á mjólkurkýr

Nautgripabændur vilja greiðslur fyrir framleiðslutengda liði mjólkur. Í ályktun ...

Jarfi frá Helgavatni besta nautið
Fréttir 16. mars 2023

Jarfi frá Helgavatni besta nautið

Jarfi 16016 frá Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði hlaut nafnbótina besta nau...

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum
Fréttir 15. mars 2023

Kalla eftir breytingum á varnarhólfum

Á þingi búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá BÍ var samþykkt sú tillaga að stjórn d...