Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Samningar Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir taka gildi 1. maí 2018
Fréttir 2. nóvember 2017

Samningar Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir taka gildi 1. maí 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samningar Íslands og Evrópusambandsins um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur annars vegar og um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum hins vegar, sem undirritaðir voru árið 2015, munu öðlast gildi 1. maí 2018 en þá verður málsmeðferð ESB endanlega lokið.

Á vef Stjórnarráðs Íslands segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð“.

Allir tollar á unnar landbúnaðarvörur eru felldir niður nema á jógúrt

Samningarnir fela í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Niðurstaðan felur í sér að allir tollar á unnar landbúnaðarvörur eru felldir niður nema á jógúrt. Sem dæmi munu tollar falla niður á súkkulaði, pizzum, pasta, bökunarvörum og fleiru. Auk þessa eru tollar felldir niður eða lækkaðir á óunnum landbúnaðarvörum eins og til dæmis villibráð, frönskum kartöflum, útiræktuðu grænmeti svo dæmi séu tekin.

Jafnframt er samkomulag um að báðir aðilar auki verulega tollfrjálsa innflutningskvóta, meðal annars fyrir ýmsar kjöttegundir og osta og kemur aukningin til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma. Á móti fær Ísland verulega hækkun tollfrjálsra innflutningskvóta fyrir skyr, smjör og lambakjöt og nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost.

Landfræðilegar merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum viðurkenndar

Samhliða öðlast gildi samningur milli Íslands og ESB um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum. Í meginatriðum felur samningurinn í sér að íslensk stjórnvöld og ESB skuldbinda sig til að vernda á yfirráðasvæði sínu afurðarheiti sem eru vernduð á yfirráðasvæði hins aðilans.
 

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030
Fréttir 29. janúar 2026

Virk endurheimt 30% raskaðra vistkerfa árið 2030

Auðug líffræðileg fjölbreytni náttúrunnar er forsenda heilbrigðra vistkerfa, sem...

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.