Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samkomulag um betri merkingar matvæla
Mynd / HKr.
Fréttir 1. febrúar 2019

Samkomulag um betri merkingar matvæla

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka iðnaðarins undirrituðu í dag samkomulag um að gera gangskör í því að bæta merkingar á matvælum. Með samstarfinu er markmiðið að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif matvæla.

Átaksverkefni og aukna upplýsingar

Skipaður verður samráðshópur með fulltrúum neytenda, bænda og verslunar og er hlutverk hans að ráðast í átaksverkefni um merkingar og hvernig betur megi upplýsa neytendur og fyrirtæki um réttindi og skyldur á skýran og einfaldan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Verkefnið er tímabundið í eitt ár og að þeim tíma liðnum verður árangurinn metinn og ákvörðun tekin um framhaldið.

Neytendur vilja bættar merkingar

Árið 2014 var settur samstarfshópur á laggirnar sem hafði það hlutverk að bæta upprunamerkingar matvæla. Í honum voru fulltrúar bænda, neytenda, ferðaþjónustunnar, Samtaka atvinnulífsins, Matvælastofnunar, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu. Í könnun sem gerð var á vegum hópsins árið 2014 var niðurstaðan sú að fjórir af hverjum fimm Íslendingum sögðu það skipta máli að upplýsingar um upprunaland væru á umbúðum matvæla. Síðan árið 2014 er mikið vatn runnið til sjávar og t.d. hafa nýjar reglur tekið gildi um upprunamerkingar á kjötvörum og fánalögin verið tekin til endurskoðunar. Þá er orðið algengara að veitingastaðir tilgreini uppruna á mat sem er í boði og hávær krafa er um það meðal neytenda að sama eigi við í mötuneytum og á öðrum stöðum sem selja tilbúinn mat. Samstarfshópurinn gaf út leiðbeiningabæklinginn „Frá hvaða landi kemur maturinn?“ árið 2015 og er hann aðgengilegur á vefsíðunni www.upprunamerkingar.is

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna
Fréttir 25. janúar 2022

Fjögur félagasamtök styrkt til að hreinsa strandlengjuna

Fjögur félagasamtök verða styrkt til verkefna sem lúta að hreinsun strandlengju ...

Riða greindist í skimunarsýni
Fréttir 25. janúar 2022

Riða greindist í skimunarsýni

Matvælastofnun barst fyrir skömmu tilkynning frá Tilraunastöð HÍ að Keldum um að...

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...