Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Samkomulag um betri merkingar matvæla
Mynd / HKr.
Fréttir 1. febrúar 2019

Samkomulag um betri merkingar matvæla

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fulltrúar Bændasamtaka Íslands, Neytendasamtakanna, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka iðnaðarins undirrituðu í dag samkomulag um að gera gangskör í því að bæta merkingar á matvælum. Með samstarfinu er markmiðið að tryggja betur rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif matvæla.

Átaksverkefni og aukna upplýsingar

Skipaður verður samráðshópur með fulltrúum neytenda, bænda og verslunar og er hlutverk hans að ráðast í átaksverkefni um merkingar og hvernig betur megi upplýsa neytendur og fyrirtæki um réttindi og skyldur á skýran og einfaldan hátt, í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar. Verkefnið er tímabundið í eitt ár og að þeim tíma liðnum verður árangurinn metinn og ákvörðun tekin um framhaldið.

Neytendur vilja bættar merkingar

Árið 2014 var settur samstarfshópur á laggirnar sem hafði það hlutverk að bæta upprunamerkingar matvæla. Í honum voru fulltrúar bænda, neytenda, ferðaþjónustunnar, Samtaka atvinnulífsins, Matvælastofnunar, Samtaka iðnaðarins og Samtaka verslunar og þjónustu. Í könnun sem gerð var á vegum hópsins árið 2014 var niðurstaðan sú að fjórir af hverjum fimm Íslendingum sögðu það skipta máli að upplýsingar um upprunaland væru á umbúðum matvæla. Síðan árið 2014 er mikið vatn runnið til sjávar og t.d. hafa nýjar reglur tekið gildi um upprunamerkingar á kjötvörum og fánalögin verið tekin til endurskoðunar. Þá er orðið algengara að veitingastaðir tilgreini uppruna á mat sem er í boði og hávær krafa er um það meðal neytenda að sama eigi við í mötuneytum og á öðrum stöðum sem selja tilbúinn mat. Samstarfshópurinn gaf út leiðbeiningabæklinginn „Frá hvaða landi kemur maturinn?“ árið 2015 og er hann aðgengilegur á vefsíðunni www.upprunamerkingar.is

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...