Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sálin verður ekki þvegin
Skoðun 20. febrúar 2017

Sálin verður ekki þvegin

Höfundur: Jóhannes Frímann Halldórsson

Sápa, eins og fleiri hreinlætisvörur, þykja sjálfsagður og eðlilegur hlutur í samfélagi siðmenntaðra manna. Hún er til margra hluta nýtileg.

Fólk vaskar upp, sturtar sig með alls konar efnum, laugar hendur sínar og jafnvel notar sápu til að auðvelda sér að umfelga dekk í sveitum landsins þar sem viðeigandi tækja nýtur ekki við. Það er því ekki úr vegi að líta aðeins á sögu þessa merkilega efnis.

Elstu heimildir um sápu eru um 4200 ára gamlar. Fundist hafa leirtöflur frá Babýloníumönnum með uppskriftum að sápu frá því um 2200 fyrir Krist. Þeir settu tóninn fyrir komandi aldir og kynslóðir en uppskriftin var einfaldlega vatn, basi og jurtaolía og var sápa þeirra að mestu notuð í vefnaðariðnaði. Forn egypskur læknisfræðilegur papírus, þekktur sem Ebers papírus, lýsir uppskrift að mixtúru sem mælt var með að fólk notaði til meðferðar á húðsjúkdómum og til almennra líkamsþvotta. Skjöl frá þessum tíma benda einnig til að þeir hafi notað sápu í vefnaðariðnað.

Eins og svo margt annað er orðið sápa, eða á latínu sapo, ættað frá rómverjum til forna. Orðið kemur fyrst fyrir í bók eftir rómverskan náttúrufræðing í kringum árið 80 e. Krist, en þar lýsir hann framleiðslu á sápu úr ösku og tólg. Sögur segja að sápa sé nefnd í höfuðið á fjallinu sapo, talið er að þar hafi dýrum verið fórnað til að friðþægja guðina en fita úr þeim dýrum sem fórnaði hafi verið var blandað saman við ösku til að búa til umrædda sápu. Í bókinni talar hann þó ekki um sápu sem hreinlætistæki heldur talar um að Vestur-Evrópubúar, þá aðallega karlmenn, hafi notað efnið til að móta hár sitt. Á þessum tíma höfðu Rómverjar þann háttinn á að þeir nudduðu olíum á líkama sinn og skófu síðan af ásamt óhreinindum með eins konar sköfu. Fljótlega fór þó að bera á sápunni sem hreinlætisvöru og vinsældir hennar jukust mikið á 2. öld e.k Krist. Ritaðar heimildir frá þessum tíma tala um að bestu sápurnar hafi verið framleiddar í Vestur- og Norður-Evrópu.

Á miðöldum var framleiðsla orðin töluverð. Sápugerðarmenn á 6. öld í Napólí mynduðu stéttarfélög og á 8. öld var sápugerðarlistin orðin vel þekkt um alla Ítalíu og á Spáni, þar sem Spánverjar voru leiðandi í sápugerð. Framleiðsla á sápu hófst ekki fyrr en um árið 1200 í breska konungsríkinu og var verkinu lýst sem kvenmannsverki eða aukabúgrein góðra iðnaðarmanna svosem eins og bakara, smiða og járnsmiða.

Fram að iðnbyltingunni var framleiðsla erfið og ekki stunduð í mikilli fjöldaframleiðslu. Nokkrar franskar borgir til dæmis Marselíuborg voru miðstöð sápuframleiðslu og þjónuðu því hlutverki að dreifa hreinlæti til samlanda sinna. Í Englandi var megnið framleitt í Lundúnum fyrir Bretland. Fljótandi sápa eins og við þekkjum í dag kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en árið 1865 þegar maður að nafni William Sheppard sótti um einkaleyfi. Annar maður að nafni B. J. Johnson þróaði sápu og setti markað árið 1898 sem hann kallaði „palmolive“. Vinsældir hennar voru svo gífurlegar að ákveðið var að endurnefna fyrirtækið „palmolive“. Á þeirri rúmu öld sem liðin er frá því hefur margt gerst, skoðið bara rekkann í næstu matvöruverslun.

Skylt efni: Stekkur

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...