Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eitt af kúabúum EkoNiva-APK í Rússlandi.
Eitt af kúabúum EkoNiva-APK í Rússlandi.
Fréttir 27. september 2021

Rússar hafa verið með stórátak í mjólkurframleiðslu á undanförnum árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Landbúnaðarráðuneyti Rúss­lands hefur lagt áherslu á aukna þróun í mjólkurframleiðslu í landinu undanfarinn áratug sem farin er að skila umtalsverðum árangri.

Tæknileg og tæknileg nútíma­­væðing stuðlar að aukinni búfjárframleiðslu segir á vefsíðu landbúnaðarráðuneytisins. Samkvæmt tölum Statista framleiddu Rússar 32,2 milljónir tonna af mjólk á árinu 2020. Það var aukning upp á 1,8 milljónir tonna á milli ára. Framleiðslan var 29,9 milljónir tonna árið 2013 og fór í fyrsta sinn yfir 30 milljónir tonna á árinu 2017 og hefur síðan vaxið jafnt og þétt. Samkvæmt tölum Dairy Global töldust mjólkurkýr í Rússlandi vera samtals rúmar 8 milljónir þann 1. júlí 2020. Var þá búist við að kúm fækkaði talsvert vegna hagræðingar fram á yfirstandandi ár og jafnvel niður í 6,5 milljónir gripa.

Meðalnyt var 4,6 tonn árið 2019

Meðalnyt mjólkurkúa á öllum búum í Rússlandi með sín 24 kúakyn var 4,6 tonn á árinu 2019 og hafði þá aukist milli ára um 3,4%. Miðað við kúafjölda og framleiðslu í fyrra minnkaði meðalnytin aftur og þá niður í rúm 4 tonn. Miðað við áætlanir um hagræðingu fækkun kúa samfara bættri ræktun og aukinni framleiðslu er samt gert ráð fyrir að meðalnytin hækki umtalsvert á árinu 2021. Til samanburðar má nefna að hæsta meðalnyt á Íslandi á árinu 2020 var á bænum Búrfelli í Svarfaðardal, eða tæp 8,6 tonn.

Framleiðni hefur aukist um 25,6%

Meira en tvö þúsund ný ræktunarbú mjólkurkúa hafa ýmist verið endurnýjuð eða byggð ný á síðustu tíu árum að sögn landbúnaðarráðuneytisins. Lögð hefur verið áhersla á nútímavæðingu með bættri tækni í mjólkurframleiðslunni um allt land. Þá hafa meira en 792 þúsund nýjar nautgriparæktunarstöðvar verið settar á fót. Þetta hefur leitt til þess að framleiðni kúa í Rússlandi hefur aukist um 25,6% að sögn ráðuneytisins.

Með kýr af 24 ólíkum stofnum

Til að bæta enn frekar eiginleika mjólkurkúa er frekari þróun innlendra ræktunarstöðva nauðsynleg að mati ráðuneytisins. Í dag er staðan þannig að kúabú reiða sig á 24 ólíka stofna mjólkurkúa, bæði af innlendum og erlendum uppruna. Til að flýta þróun í greininni hefur ríkið verið með margvíslegar stuðningsaðgerðir vegna ræktunarstarfsemi.

Hafa keypt þúsundir kvíga frá ESB löndum

Hafa Rússar á undanförnum árum m.a. lagt áherslu á kaup á mjólkurkúm frá ríkjum Evrópusambandsins í þúsundatali samkvæmt fréttum Bloomberg. Sem dæmi keyptu Rússar um 45 þúsund kvígur frá ESB löndum á árinu 2019 fyrir um 100 milljónir evra.

Þýska fyrirtækið Ekosem-Agar með sterk ítök í rússneskum landbúnaði

Reyndar eiga erlendir fjárfestar mikil ítök í rússneskum landbúnaðarfyrirtækjum. Þar má nefna Ekosem-Agar sem er með höfuðstöðvar í Walldorf í Þýskalandi og er með eignarhald í rússneska mjólkurframleiðslufyrirtækinu EkoNiva Group. Var Ekosem-Agar/EkoNiva-APK t.d. stærsti einstaki mjólkurframleiðandinn í Rússalandi á árinu 2019 með 659.000 tonn af mjólk. Réðu fyrirtækin þá yfir 599.000 hektara ræktarlandi. Framleiðslan var komin í 925.000 tonn á árinu 2020 samkvæmt heimasíðu EkoNiva-APK. Nautgripir á vegum fyrirtækisins voru þann 17. júlí 2021 samtals 212.800 skepnur og þar af 110.000 mjólkurkýr. UM 99% af mjólkurframleiðslu EkoNiva er seld á markaði sem hágæðavara í Rússlandi. Fjölmörg framleiðslufyrirtæki eru í samstarfi við EkoNiva, eins og Danone Group, Tulskiy Molochny Kombinat OJSC og Liskinskiy Gormolzavod LLC. Þá fer hluti af mjólkinni frá EkoNiva líka til ostaframleiðslu Hochland.

Bæta upplýsinga- og gagnavinnslu

Að auki vinnur rússneska landbúnaðarráðuneytið að uppsetningu á upplýsingakerfi ríkisins fyrir búfjárrækt. Þar verður áhersla lögð á bætta gagnavinnslu um ræktunargripi og þar stuðst við evrópskt regluverk og gæðamat. Gert er ráð fyrir að kerfið verði komið í gagnið árið 2025.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...