Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Risarottur á Salómonseyjum
Fréttir 27. október 2017

Risarottur á Salómonseyjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

DNA greining staðfestir að hauskúpa af nagdýri sem fannst á einni af Salómonseyjum í Kyrrahafi sé af áður óþekktri tegund af risarottu.

Risarotturnar eru sagðar lifa í þéttum skógum og eru fullorðnir einstaklingar af tegundinni sagðir nógu stórir til að naga gat á kókoshnetur með framtönnunum.

Sögur um risarottur hafa lengi verið á kreiki meðal innfæddra á eyjunum og kalla þeir þær vika og segja þær lifa í og undir trjám.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fanga risarottu í gildru eða á mynd hefur slíkt misheppnast og það næsta sem dýrafræðingar hafa komist þeim er að finna skít úr einni slíkri árið 2011.

Í fyrra rofaði til fyrir dýra­f­ræðingum þegar var verið að fella tré og ein af risarottunum féll til jarðar úr trénu og til jarðar. Kvikindið drapst í fallinu og innfæddir staðfestu að um væri að ræða dýr sem þeir kölluðu vika.

Var hálft kíló að þyngd og með 45 sentímetra skott

Með greiningu DNA úr hauskúpu risarottunnar sem féll úr trénu hefur nú verið staðfest að um áður óþekkta tegund rotta sé að ræða. Dýrið er sagt vega um hálft kíló og vera með skott sem er 45 sentímetrar að lengd.

Risarotturnar hafa fengið latínu­heitið Uromys vika og nú þegar verið sett á lista yfir sjaldgæf spendýr i útrýmingarhættu. 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...