Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Risarottur á Salómonseyjum
Fréttir 27. október 2017

Risarottur á Salómonseyjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

DNA greining staðfestir að hauskúpa af nagdýri sem fannst á einni af Salómonseyjum í Kyrrahafi sé af áður óþekktri tegund af risarottu.

Risarotturnar eru sagðar lifa í þéttum skógum og eru fullorðnir einstaklingar af tegundinni sagðir nógu stórir til að naga gat á kókoshnetur með framtönnunum.

Sögur um risarottur hafa lengi verið á kreiki meðal innfæddra á eyjunum og kalla þeir þær vika og segja þær lifa í og undir trjám.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fanga risarottu í gildru eða á mynd hefur slíkt misheppnast og það næsta sem dýrafræðingar hafa komist þeim er að finna skít úr einni slíkri árið 2011.

Í fyrra rofaði til fyrir dýra­f­ræðingum þegar var verið að fella tré og ein af risarottunum féll til jarðar úr trénu og til jarðar. Kvikindið drapst í fallinu og innfæddir staðfestu að um væri að ræða dýr sem þeir kölluðu vika.

Var hálft kíló að þyngd og með 45 sentímetra skott

Með greiningu DNA úr hauskúpu risarottunnar sem féll úr trénu hefur nú verið staðfest að um áður óþekkta tegund rotta sé að ræða. Dýrið er sagt vega um hálft kíló og vera með skott sem er 45 sentímetrar að lengd.

Risarotturnar hafa fengið latínu­heitið Uromys vika og nú þegar verið sett á lista yfir sjaldgæf spendýr i útrýmingarhættu. 

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...