Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Reksturinn gekk framar vonum hjá Sláturfélagi Vesturlands
Mynd / smh
Fréttir 8. desember 2017

Reksturinn gekk framar vonum hjá Sláturfélagi Vesturlands

Höfundur: smh
Frá því í haust hafa nokkrir bændur á Vesturlandi rekið Sláturfélag Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Starfsemin hefur gengið vonum framar og áfram verður slátrað í vetur í Brákarey, hrossum, svínum, nautgripum og sauðfé eftir þörfum.
 
Þorvaldur T. Jónsson, bóndi í Hjarðarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði, er einn bændanna sem standa að rekstrinum en það er rekið sem þjónustusláturhús. 
 
Að mörgu leyti vonum framar
 
„Slátrunin hjá okkur hefur gengið samkvæmt væntingum og að mörgu leyti vonum framar.   Við stukkum til um miðjan september og opnuðum húsið með litlum fyrirvara, auðvitað hefði undirbúningur mátt vera meiri en samt hefur þetta gengið í heildina mjög vel. Það sem skiptir öllu máli er að það náðist saman frábær hópur fólks til að vinna við slátrunina en starfsmenn hafa verið átta talsins.  Við höfum slátrað þrjá daga í viku en við viljum gjarnan geta látið kjötið hanga í nokkra daga og höfum því látið kæliplássið stjórna dálítið afköstunum,“ segir Þorvaldur.
 
Rúmlega 1.400 fjár slátrað í haust
 
Sláturkostnaður fyrir sauðfé hefur verið 270 krónur á kílóið, jafnt fyrir dilka og fullorðið fé, og þurfa bændur sjálfir að koma með gripina að sláturhúsi. Hægt er að slátra 80 dilkum á dag í Sláturhúsi Vesturlands. 
 
Ríflega 1.400 fjár frá 65 bændum
 
Að sögn Þorvaldar var rúmlega 1.400 fjár slátrað í haust, frá 65 bændum. „Eingöngu er um að ræða slátrun sem þjónustu fyrir þá sem nýta eða selja kjötið sjálfir, það er við höfum ekki keypt neitt kjöt af bændum.  Nú í framhaldinu munum við svo slátra hrossum, svínum og nautgripum eftir þörfum og auðvitað verður hægt að slátra sauðfé líka ef þess er óskað,“ svarar Þorvaldur þegar hann er spurður um hvort reksturinn muni halda áfram.  
 
„Nú í framhaldi af sauðfjárslátrun munum við meta næstu skref en að okkar mati er vel hægt að halda þessu húsi í rekstri allt árið með stórgripaslátrun og einhverri úrvinnslu og frágangi á kjöti. Við munum meta þau mál núna, meðal annars  með eigendum hússins. Það er því of snemmt að segja fyrir um sauðfjárslátrun næsta haust en með betri undirbúningi og þeim lærdómi sem við fengum núna í haust væri hægt að auka afköstin og veita betri þjónustu að ári,“ segir Þorvaldur.
 
Bændur huga að sölu á eigin afurðum
 
Þegar Þorvaldur er inntur eftir skoðun hans á framtíðarhorfum fyrir slátrun á dilkum og sölu sauðfjárafurða, segir Þorvaldur að sú staða sem nú er uppi í sauðfjárræktinni hljóti að ýta við bændum í þeirri viðleitni að selja sjálfir afurðir sínar. Vísar hann þar til hins lága afurðaverðs sem bændum hefur staðið til boða hjá afurðastöðvum. 
 
Munu selja meira sjálfir
 
„Ég held að bændur muni fara meira að hugsa um að selja sjálfir afurðirnar til dæmis beint frá býli eða með samningum við veitingastaði og verslanir. Okkar upplifun af samskiptum við bændur í haust er sú að margir séu að hugsa á þessa leið.  Ég held því að þetta fyrirkomulag á slátrun eigi framtíðina fyrir sér og muni vaxa þó það sé ef til vill langt í að það verði ríkjandi í greininni. Fjölbreytnin í þessu hefur aukist mikið undanfarin ár og mun áfram þróast og blómstra.“
 
Þorvaldur hefur þó ekki orðið var við að bændur séu í meira mæli að vinna kjötið sjálfir. „Við höfum ekki orðið þess vör, enda er uppsetning viðurkenndrar vinnslu heima á hverjum sveitabæ kannski ekki hagkvæm. En það er mikið um að bændur leiti samstarfs við smærri kjötvinnslur og nýti viðurkennda aðstöðu og fagfólk sem finna má víða um landið.“ 
Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...