Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ransomes-smátraktor fyrir garðyrkjumenn
Á faglegum nótum 27. júlí 2015

Ransomes-smátraktor fyrir garðyrkjumenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 1884 stofnuðu félagarnir Sims og Jefferies félag í þeim tilgangi að yfirtaka breskt fyrirtæki sem hét Ransomes, Head og Jefferies og fram­leiddi landbúnaðartæki. Með í kaupunum fylgdi framkvæmdastjóri þess, Robert Ransomes að nafni.

Fjórum árum síðar framleiddi fyrirtækið meðal annars handsmíðaða plóga, gufuknúnar dráttarvélar, vindur, þreskivélar og vélar sem notaðar voru við vinnslu á te, pumpur og gírbúnað fyrir járnbrautalestir. Framleiðslan gekk vel og árið 1905 voru starfsmenn fyrirtækisins orðnir tvö þúsund. Í fyrri heimsstyrjöldinni framleiddi Ransomes, Sims og Jefferies Ltd. meðal annars flugvélar fyrir breska herinn.

Traktor fyrir garðyrkjumenn

Hönnun á fyrsta smátraktor fyrirtækisins hófs 1902 en það var ekki fyrr en tæpum þrjátíu árum síðar sem fyrirtækið sendi frá sér fyrstu smádráttarvélina sem kallaðist MG2. Litla 20 hestafla beltadráttarvél sem var ætluð til að uppfylla þarfir garðyrkjumanna. Græjan þótti góð til síns brúks og framleiðsla hennar var stöðug fram að seinni heimsstyrjöldinni. Eftir stríðið var eftirspurn eftir vélinni það mikil að framleiðsla hennar hófst aftur í óbreyttri mynd.

Ný týpa MG traktoranna kom ekki á markað fyrr en 1949. Sú vél kallaðist MG5 og í kjölfarið fylgd MG6 og að lokum MG40. Um 15 þúsund MG smátraktorar voru settir á markað, sem er met fyrir breskan beltatraktor, áður en framleiðslu þeirra var hætt árið 1966. Þrátt fyrir að markaðurinn fyrir MG-vélarnar væri mestur á Bretlandseyjum var talsvert af þeim flutt úr landi til Evrópu og Bandaríkjanna og þær nutu mikilla vinsælda í Ástralíu.

Af fylgihlutum sem mátti fá með MG-týpunum má nefna ýtublað að framan, plóg og valtara til að hengja aftan á traktoranna.

Markaðssetning MG5-vélanna var á þann hátt að einfalt og öruggt væri að vinna með þær og á færi hvaða drengs sem var. Reyndin varð önnur og mörg slæm slys urðu við notkun þeirra, ekki síst úlnliðsbrot. Sérstaklega á ungum drengjum sem einfaldlega réðu ekki við stjórntæki vélarinnar sem áttu það til að hrökkva til baka án skiljanlegra orsaka.

Sláttutraktorar

Áhersla í framleiðslu fyrirtækisins breyttist um 1960 og meiri kraftur var lagður í framleiðslu á vélum til uppskeru, lyfturum og garðsláttuvélum. Þegar hér var komið sögu voru starfsmenn fyrirtækisins orðnir 3.200. Eftir það fór að halla undan fæti hjá fyrirtækinu og reksturinn varð þyngri með hverju árinu sem leið.

Árið 1989 seldi Ransome, eins og fyrirtækið var almennt kallað, framleiðslu sína á landbúnaðartækjum til Electrolux. Í framhaldinu sameinaðist Ransome fyrirtæki sem kallast Overrum og framleiðir plóga og önnur jarðvinnslutæki. Hlutverk Ransome í samstarfinu var framleiðsla á garðsláttuvélum.

Sögu Ransome lauk árið 1998 þegar fyrirtækið var yfirtekið af bandaríska fyrirtækinu Jacobsen og er í dag hluti af Textron, sem framleiðir meðal annars skriðdreka, þyrlur, smátraktora og garðsláttuvélar. Garðsláttuvélarnar og smátraktorarnir frá Textron eru framleidd undir heitinu Ransome og fáanlegar í ýmsum útgáfum, 18 til 45 hestöfl að afli.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Ransomes

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...