Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Útigangshross um vetur
Útigangshross um vetur
Mynd / ghp
Fréttir 19. desember 2022

Ráðlagt að gefa ormalyf í munn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sex hross drápust af völdum hópsýkingar sem upp kom í hrossastóði á Suðurlandi í lok nóvember.

Allt bendir til þess að sýkingin hafi verið af völdum eiturmyndandi jarðvegsbakteríu, Clostridium spp., sem hefur magnast upp eftir að hrossin voru sprautuð með ormalyfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun. Alls veiktust þrettán hross í 30 hesta hópi útigangshrossa á Suðurlandi. Hrossin voru haldin í tveimur aðskildum hólfum sem rekin voru saman og sprautuð með ormalyfi þann 21. nóvember. Aðeins hrossin sem dvöldu í öðru hólfinu veiktust og virðist bakterían því hafa magnast
þar upp. Ekki er vitað hvernig á því stendur að umrætt hólf mengaðist umfram önnur hólf eða hvort hætta sé á slíkri mengun víðar um land.

Allvíða um heim er hætt að notast við ormalyfjasprautun eins og tíðkast hefur hér á landi í áratugi, einmitt út af hættu á að draga inn sýkingar sem þessar.

Matvælastofnun telur hættu á að sambærilegar hópsýkingar geti komið upp og varar því við að hross séu sprautuð með ormalyfi undir húð. Hestamönnum er ráðlagt að nýta ormalyf sem gefin eru í munn í samráði við sinn dýralækni, sem metur þörf á meðhöndlun hverju sinni.

Skylt efni: Hestar | Matvælastofnun | ormalyf

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...