Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Prjónavesti
Hannyrðahornið 19. desember 2013

Prjónavesti

Fyrir nokkru bloggaði ég um prjónavesti sem ég gerði á Dag upp úr dönsku bókinni Babystrik på pinde 3. Nú er ég loksins búin með afapeysuna.
Ég get ekki sagt að mér hafi þótt neitt svakalega skemmtilegt að prjóna hana enda er hún öll prjónuð 2sl, 2br þannig að prjónið víxlast. Þannig verður perluprjón á milli sl/br lykkjanna. Þetta verður samt ótrúlega fallegt prjón og svakalega teygjanlegt. Og sæt er peysan og ótrúlega falleg við buxurnar úr sömu bók.
Buxurnar voru mjög svo fljótprjónaðar. Það varð nokkur afgangur af báðum litum og var sú sem afgreiddi mig í Litlu prjónabúðinni svo snjöll að benda mér á að prjóna aðrar buxur úr afgöngunum, hafa þær t.d. röndóttar, brúnar og grábláar eða t.d. bláar með brúnu stroffi.
Hér eru myndir af flíkunum en eigandinn var sofandi þegar myndatakan fór fram. Hann ætlar því að máta síðar og þá smelli ég eins og einni mynd af til viðbótar.
Þegar ég gerði prjónavestið var ég svo vitl… að prjóna það í stærð 0-3 mánaða. Ég er enn að troða honum í það blessuðum drengnum en ákvað að prjóna buxurnar og peysuna í stærðinni 12 mánaða. Ég er búin að kaupa garn í nýtt vesti og ætla að hugsa aðeins lengra fram í tímann þegar ég prjóna það…. aftur :)
peysan
Bók: Babystrik på pinde 3
Uppskrift: Morfartröje, bls. 14
Stærð: 12 mánaða
Garn: Bomuld og uld frá Geilsk, Litla prjónabúðin
Prjónar: 2,5 mm og 3,0 mm
Tölur: Litla prjónabúðin

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum
Fréttir 16. október 2024

Veiðistjórn rjúpu á tímamótum

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir rjúpu og hún sögð stuðla...

Nýr yfirdýralæknir
Fréttir 16. október 2024

Nýr yfirdýralæknir

Þóra Jóhanna Jónasdóttir hefur verið skipuð í embætti yfirdýralæknis.

Fyrirhuguð risaframkvæmd
21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Með bjartsýni og gleði að vopni
18. október 2024

Með bjartsýni og gleði að vopni

Fjórir snillingar
21. október 2024

Fjórir snillingar

DeLaval til Bústólpa
21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Íslandsmót í rúningi
18. október 2024

Íslandsmót í rúningi