Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Asnar, sem er þarfasti þjónn fátækra bænda í Kenía, enda oft á matseðli Kínverja. Mynd / Þóranna M. Sigurbergsdóttir.
Asnar, sem er þarfasti þjónn fátækra bænda í Kenía, enda oft á matseðli Kínverja. Mynd / Þóranna M. Sigurbergsdóttir.
Fréttir 27. janúar 2020

Ösnum stolið í stórum stíl

Höfundur: Vilmundur Hansen
Þjófnaður á ösnum er vaxandi vandamál í Afríkuríkinu Kenía og er nú svo komið að kirkjunnar menn í landinu hafa stigið fram og sagt að stöðva verði atferlið. Ekki sé nóg að sárafátækir bændur hafi ekki ráð á að missa asnana því það sé bæði ólöglegt og synd að stela.
 

Asnar eru þarfasti þjónn smábænda í Kenía þar sem þeir þjóna sem burðar- og dráttardýr en þeir eru almennt ekki borðaðir í landinu. Viðkoma þeirra er lág og það tekur nokkur ár að ala þá upp og þeir því dýrir á mælikvarða fátæks fólks. 

Algengara en búast má við

Þóranna M. Sigurbergsdóttir trúboði, sem var í Kenía í lok síðasta árs ásamt eiginmanni sínum, segir að asnastuldurinn og hversu algengur hann er hafi komið henni verulega á óvart þegar hún frétti fyrst af honum. „Einn daginn þegar við vorum í Kenía hittum við vinkonu okkar og var hún að koma af prestafundi. Hún sagði okkur að þar hefði verið fjallað um mikilvægt málefni. Við spurðum nánar út í það og hún sagði okkur að þau hefðu verið að ræða um asna. Við kváðum við og hún sagði okkur að það væri verið að stela ösnum í stórum stíl.“

Kjötið selt til Kína

Stolnu asnarnir eru seldir í sláturhús og asnakjötið sent og selt í Kína. Þeir sem eiga asna í Kenía eru yfirleitt fátækt fólk til sveita og er lífsbjörg þeirra að flytja vörur á kerrum sem asnarnir draga.
Þóranna segir að ef heldur fram sem horfir þá geti ösnum í Kenía hreinlega verið útrýmt. „Prestar í Kenía vilja banna slátrun á ösnum í landinu en sláturhúsaeigendur sem eru efnaðir sjá hag sinn í að halda slátruninni áfram og selja það til Kína. Stundum er asnakjöt selt sem annað kjöt, til dæmis nautakjöt, og fæst þá hærra verð fyrir það.“

Geta ekki varið sig

„Fátækir bændur og asnaeigendur í Kenía geta ekki varið sig sjálfir fyrir þjófunum sem yfirleitt koma í skjóli nætur og stela dýrunum. Að mínu mati er það því gott að prestar í landinu stígi fram fyrir hönd bændanna og bendi á að þetta sé ekki boðlegt lengur. Það er margs konar barátta sem þarf að heyja fyrir réttlætis sakir,“ segir  Þóranna M. Sigurbergsdóttir.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...