Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Árið 2016 var farið í stutta tilraunaveiði í júlí og var töluvert af laxi komið í ánna. Meðfylgjandi mynd er af  Páli Ólafssyni frá þeirri ferð.
Árið 2016 var farið í stutta tilraunaveiði í júlí og var töluvert af laxi komið í ánna. Meðfylgjandi mynd er af Páli Ólafssyni frá þeirri ferð.
Mynd / Gunnar Bender
Í deiglunni 15. júní 2017

Opnað á ný í Selá í Álftafirði

Höfundur: Gunnar Bender
Selá í Álftafirði hefur verið lokuð fyrir stangveiði núna í þrjú ár, en verður aðeins opnuð núna í sumar fyrir veiðimenn. Við heyrðum aðeins í Páli Ólafssyni, einum af leigutökum árinnar, fyrir nokkrum dögum. 
 
,,Við tókum við leigunni á Selá árið 2013, eftir nokkur mögur ár á undan,“ segir Páll Ólafsson.
„Strax fyrsta árið sáum við að staðan á ánni var ekki góð og fengum við á staðinn fiskifræðing að nafni Bjarni Jónsson til þess að seiðamæla og skoða í hvaða ástandi áin var. Eftir að hann hafði rannsakað ána var okkur ljóst að áin bæri góð hrygningarskilyrði en hún væri viðkvæm og þyrfti að hjálpa henni af stað aftur þannig að hún yrði ákjósanlegur staður fyrir veiðimenn í framtíðinni.“
 
Ákveðið að friða ána í nokkur ár
 
„Eftir að hafa fengið þessa úttekt frá Bjarna var ákveðið ásamt bændum í sveitinni að friða ána næstu 3–4 árin og leyfa náttúrunni að sjá um sína.  Við hófum því að grafa seiði með hjálp Bjarna og sumarið 2016 sáum við loksins að hvíldin hafði borið árangur enda voru komnir laxar á nær helming veiðistaða. Í júlí í fyrra kíktum við í stutta tilraunaveiði, veiddum einn og hálfan dag. Við lönduðum 9 löxum upp í 87 cm og því var ákveðið að hefja tilraunarveiðar sumarið 2017.“
 
Einn skemmtilegasti bardagi við fisk sem ég hef upplifað
 
Mér er í fersku minni þegar ég og makkerinn minn fórum upp í gljúfrið í þessari ferð og hann sagði við mig að það væri allt fullt af laxi við stein sem er staðsettur neðar í gljúfrinu. Hann hafi veitt einn lax þar fyrr um morguninn en hann hafi aldrei séð einn einasta fisk þar áður en þessi tók. Ég ákvað því að kíkja á þennan stein og kanna aðstæður en eftir að hafa skimað eftir löxum í nokkrar mínútur og ekki séð bein í ánni spurði ég hvort við ættum ekki frekar að kíkja á aðra staði neðar og kanna aðstæður. Félaginn var samt 100% að það væri lax þarna og bað mig um að kasta „upstream“ og láta fluguna slá niður í steininn. Auðvitað ákvað ég að prófa og kastaði „frances“ upp í strauminn og lét hana fara niður fyrir mig þannig að hún myndi sleikja steininn og í fyrsta kasti fann ég að það var rifið í fluguna. 
 
Þá tók við einn skemmtilegasti bardagi við fisk sem ég hef upplifað því fiskurinn hafði nóg pláss en ég varð að láta mér lynda að standa á sama stað allan tímann þar sem ekki var hægt að færa sig fet. 
Eftir 20 mínútur landaði ég líka þessum gullfallega laxi sem reyndist vera 86 cm. Eftir að þessi lax tók sáum við um 10 laxa synda undan steininum og sannaði það því þá sögusagnir um að þó svo að maður sjái ekki lax verður maður að láta á það reyna.
 
Sumarið 2017 höfum við því ákveðið að selja 6–8 helgar með því fyrirkomulagi að aðeins er veitt frá fimmtudegi til sunnudags og verður áin því hvíld í 3–4 daga á milli holla,“ sagði Páll enn fremur.
Það verður gaman að sjá hvernig veiðin gengur í sumar í ánni, áin er falleg og sérstaklega uppi í gljúfri.“
Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...