Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Opinn fagráðsfundur
Mynd / BBL
Fréttir 1. mars 2019

Opinn fagráðsfundur

Höfundur: Ritstjórn
Fagráð í sauðfjárrækt boðar til fundar í Bændahöllinni í dag föstudaginn 1. mars. Þar verða kynntar niðurstöður úr ýmsum verkefnum tengdum sauðfjárrækt og umræða tekin um ræktunarstarfið.  
 
Áherslur í kynbótastarfi ræddar
 
Gunnar Þórarinsson, formaður fagráðs, mun fara yfir helstu verkefni ráðsins og Eyþór Einarsson ráðunautur yfir helstu þætti í kynbótastarfinu. Undir þessum lið verða fengnir fulltrúar frá þremur sauðfjárbúum til að færa fram sína sýn á áherslur í ræktunarstarfinu í nútíð og framtíð. Það eru þeir Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti, Jón Gíslason, Hofi og bræðurnir Bjarki og Sigþór Sigurðssynir frá Skarðaborg.     
 
Rekstur sauðfjárbúa
 
Á fundinum munu þau María Svanþrúður Jónsdóttir og Eyjólfur Ingvi Bjarnason kynna helstu niðurstöður átaksverkefnis þar sem safnað hefur verið saman rekstrargögnum sauðfjárbúa árin 2014–2017.
 
Rannsóknarverkefni frá Lbhí
 
Flest ár eru unnin nokkur spennandi lokaverkefni af nemendum Lbhí sem tengjast sauðfjárrækt.  Á fundinum verða kynntar niðurstöður úr þrem BS verkefnum sem unnin hafa verið undir handleiðslu Emmu Eyþórsdóttur og Eyjólfs Ingva Bjarnasonar.  Verkefnin fjalla um vanhöld lamba, burðarerfiðleika og skyldleikarækt og eru höfundar þeirra þær Nanna Lilja Níelsdóttir, Pálína Pálsdóttir og Unnur Jóhannsdóttir. Þá mun Jóhannes Sveinbjörnsson fjalla um áhrifaþætti á haustþunga lamba, en nýverið kom út rit hjá LbhÍ sem byggir á uppgjöri gagna frá Hestbúinu fyrir 12 ára tímabil.  
 
Um kjötgæði 
 
Síðastliðið haust gerðu sérfræðingar hjá Matís samanburð á kjötgæðum skrokka af sambærilegum lömbum sem var slátrað annars vegar í handverkssláturhúsi og hins vegar í hefðbundinni afurðastöð. Guðjón Þorkelsson mun kynna niðurstöður  úr þessu verkefni. Hann mun einnig segja frá hugmyndum sem Svíar eru að vinna með varðandi þróun á kjötmati. Þá munu þeir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís og Eyþór Einarsson, RML, kynna nýjan bækling um meðferð sláturlamba og lambakjöts.
 
Sauðfjársjúkdómar
 
Charlotta Oddsdóttir, sérfræðingur á Keldum, mun gera grein fyrir niðurstöðum úr verkefninu „Öndunarfærasjúkdómar hjá sauðfé“ sem gekk út á að skoða lungu í sláturlömbum og greina tíðni óheilbrigðra lungna auk spurningalista sem lagður var fyrir bændur. Charlotta mun einnig greina frá því hver staðan er í rannsóknum á lambleysi gemlinga. Síðan mun Hrafnkatla Eiríksdóttir kynna meistaraverkefni sitt í búvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla sem fjallar um lungnaorma í sauðfé.
 
Verðlaunaafhending sæðingastöðvanna
 
Árlega eru útnefndir tveir framúrskarandi hrútar úr hrútahópi sæðingastöðvanna. Það er annars vegar besti lambafaðirinn og hins vegar mesti kynbótahrútur sæðingastöðvanna. Fulltrúar sæðingastöðvanna afhenda rækt­endum hrútanna verðlaun og sauðfjár­ræktarráðunautar RML munu fara yfir feril hrútanna og rökstuðning fyrir valinu.
 
Fundurinn fer fram í Bændahöllinni og hefst kl. 12.30.  Áætlað er að dagskrá ljúki kl. 17.00.  Þátttaka er öllum opin.
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...