Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þær breytingar sem gerðar voru á húsakosti sem fyrir var í Fellshlíð kostuðu helmingi minna fé en ef ráðist hefði verið í að byggja nýtt fjós á staðnum.
Þær breytingar sem gerðar voru á húsakosti sem fyrir var í Fellshlíð kostuðu helmingi minna fé en ef ráðist hefði verið í að byggja nýtt fjós á staðnum.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 2. desember 2016

Opið fjós í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við erum afskaplega ánægð, aðbúnaður fyrir skepnurnar er mjög góður og mjaltaþjónninn hefur reynst sérlega vel,“ segir Elín Margrét Stefánsdóttir, sem býr ásamt Ævari Hreinssyni, manni sínum, og börnum  í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit. 
 
Yfir 120 manns komu í heimsókn í Fellshlíð nýverið í tilefni af því að eitt ár var liðið frá uppsetningu fyrsta GEA-mjaltaþjónsins á Íslandi, en hann er frá Líflandi. Annar slíkur hefur síðan verið tekinn í notkun og verið að setja þann þriðja upp um þessar mundir.
 
Elín Margrét segir að samhliða því að nýi mjaltaþjónninn var tekinn í notkun hafi breytingar verið gerðar á fjósi og hlöðu á bænum. „Við breyttum gömlu fjósi og hlöðu í lausagöngufjós og þar eru nú básar fyrir 68 mjólkandi kýr, auk þess sem geldkýr hafa sérpláss í húsunum og þar er einnig aðstaða fyrir geldneyti. Alls höfum við pláss fyrir rúmlega 150 gripi og erum að fullnýta húsin,“ segir hún. 
 
Getur tekið frá mjólk frá tilteknum spenum
 
Mjaltaþjónninn í Fellshlíð er af gerðinni Mlone og segir Elín Margrét að hann hafi staðið undir væntingum. Mjaltaþjónninn er útfærður á þann hátt að einn þjónn eða þjarki færist á milli mjaltaklefa og getur hann sinnt allt að fimm klefum, eða á þriðja hundrað kúa. Jafnframt þessu fara þvottur spena, þurrkun, formjaltir og mjaltir fram í spenahylkjum eftir ásetningu og styttir sú tækni viðveru hverrar kýr í mjaltaklefa. 
 
Ásetning spenahylkja þykir jafnframt mjög skilvirk hjá MIone-þjóninum og þjónninn lærir að þekkja og muna stöðu spena hjá hverri kú. Til viðbótar getur þjónninn tekið mjólk frá tilteknum spenum og leitt í affall eða frátökumjólk. Ekki er því þörf á að hella allri mjólk frá kú sem mælist með hækkandi leiðnitölu í ákveðnum spenum.  „Það er mikill kostur að þessi möguleiki er fyrir hendi, að hægt sé að taka mjólk úr einum spena frá ef eitthvað er athugavert, en halda engu að síður áfram að mjólka úr hinum þremur,“ segir hún.
 
Bændur sammála um að gera enn betur
 
Elín Margrét segir að þær breytingar sem gerðar voru á þeim húsakosti sem fyrir var kosti um helmingi minna fé en ef ráðist hefði verið í að byggja nýtt fjós. 
 
„Við erum ánægð með hvernig til tókst hjá okkur, hér er allt nýuppgert og fínt en útgjöldin eru mun minni en ef við hefðum farið út í nýbyggingar,“ segir Elín. Hún kveðst frekar bjartsýn til framtíðar litið og hún finni fyrir auknum áhuga kúabænda varðandi það að byggja ný fjós eða endurbæta sinn húsakost. 
„Menn eru ekki neitt að gefast upp, það er langur vegur frá, ég held að almennt séu bændur sammála um að gera enn betur,“ segir hún og nefnir t.d. í því sambandi að Auðhumla/MS muni nú um áramót hrinda af stað nýju verkefni sem ber nafnið Fyrirmyndarbú. Elín Margrét á sæti í stjórn Auðhumlu og MS og hefur tekið þátt í undirbúningi þess.
 
Dýralæknir á vegum Auðhumlu mun fara heim á þau bú sem þess óska og taka þau út, m.a. skoða dýravelferð og aðbúnað, aðkomu og umgengni. Þau bú sem standast úttektina fá greitt 2% hærra verð fyrir sínar afurðir. Ekki er skylda að taka þátt í verkefninu en það er að sögn Elínar Margrétar hugsað sem hvatning fyrir bændur að gera eins vel og framast er kostur. 

10 myndir:

Skylt efni: Fellshlíð

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...