Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Óæskileg efni fundust í vatni við sýnatöku Umhverfisstofnunar
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2020

Óæskileg efni fundust í vatni við sýnatöku Umhverfisstofnunar

Höfundur: smh

Umhverfisstofnun hefur birt niðurstöður úr sýnatökum úr vatni, en tilgangurinn er að kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Mælingarnar leiddu í ljós að í sýnunum var að finna þrjú efni af 16 sem eru á vaktlista Evrópusambandsins; tvennskonar sýkla- og bólgueyðandi lyf, auk kynhormónsins Estrógens.

Sýni voru tekin í hafinu við Klettagarða, í Tjörninni í Reykjavík og í Kópavogslæk, en þar fundust engin skordýra- eða plöntuvarnarefni.

Í tilkynningu Umhverfisstofnunar kemur fram, að sýnatakan hafi einnig beinst að því að athuga hvort hér á landi fyndust lyfjaleifar sem eru á sérstökum vaktlista í Svíþjóð. „Af þeim efnum sem eru á sænska vaktlistanum fundust 9 efni í mælanlegum styrk. Um er að ræða efni sem finnast m.a. í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem tekin eru við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Nokkrar tegundir lyfjaleifa var að finna í mælanlegum styrk bæði í Kópavogslæk og í Tjörninni í Reykjavík. 

Þetta er í annað skipti sem Umhverfisstofnun framkvæmir þessa skimun á lyfjaleifum og varnarefnum en árið 2018 voru tekin sýni á þremur stöðum á landinu; í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af þeim sextán efnum sem eru á vaktlistanum auk 15 lyfjaleifa af sænska listanum. 

Umhverfisstofnun mun halda áfram skimunum í samræmi við vaktlista Evrópusambandsins og bendir á mikilvægi þess að skila inn til apóteka öllum lyfjaafgöngum sem falla til á heimilum til að tryggja rétta förgun þeirra,” segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Umhverfisstofnun

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f