Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýr og umhverfisvænni Honda CR-V  Hybrid
Mynd / HLJ
Fræðsluhornið 12. mars 2019

Nýr og umhverfisvænni Honda CR-V Hybrid

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Laugardaginn 16. febrúar frumsýndi Bernhard Vatna­görðum nýjan Honda CR-V hybrid. Eftir frumsýninguna fékk ég bílinn til prufuaksturs það sem eftir lifði af helginni.
 
Í þessari nýju árgerð hefur bíllinn verið endurhannaður og endurbættur með hliðsjón af því að gera bílinn umhverfisvænni, hljóðlátari og þægilegri fyrir notendur. 
 
Góður kraftur og hljóðlátari en fyrri árgerðirnar
 
CR-V hefur verið söluhæsti jepplingur í sínum flokki í heiminum um nokkurt skeið og miðað við hönnun og þægindi ætti hann að halda þessu sæti sínu sé gengið út frá þeirri setningu að „lengi er hægt að gera gott enn betra“. 
 
Vélin er tvískipt, annars vegar kraftmikil og hljóðlát bensínvél sem mætti kalla „aðalvél“, í akstri framleiðir bíllinn aukarafmagn sem hleðst inn á rafhlöðu og knýr rafmótor sem mætti kalla „hjálparmótor“. Saman vinna þessir mótorar skemmtilega saman og gefa bílnum góðan kraft, en samt næstum hljóðlaust miðað við mikinn kraft.
 
Innrými óvenju stórt í CR-V
 
Miðað við stærð bílsins og sé samanburður gerður á CR-V og þeim jepplingum sem eru í sama flokki og hann þá hefur mér alltaf fundist Honda CR-V vera með besta rýmið, sérstaklega í aftursætunum þar sem er óvenju mikið pláss og sem dæmi þá er að jafnaði á bilinu 5–15 cm lengra frá hnjám þess sem situr í aftursætinu í bak framsætisins miðað við aðra bíla. Engin furða þó að ég hafi nefnt í fyrri umfjöllunum mínum um Honda CR-V að þessi bíll sé kjörinn fyrir Álftanesbóndann á Bessastöðum þar sem hann er oftast í aftursætinu og „ráðsmaðurinn keyrir“.
 
Þó að ég hafi töluvert verið á sporttakkanum var ég ekki að eyða miklu.
 
Nýi Hybrid CR-V bíllinn eyðir litlu
 
Fyrri árgerðirnar af Honda CR-V eru mjög sparsamir bílar á eldsneyti, bæði bensínbíllinn og dísilbíllinn, en þessi nýi bíll er með uppgefna eyðslu á hundraðið í blönduðum akstri 5,5 lítrar á hundraðið. Lítil eyðsla kemur til af rafmagnsvélinni sem vinnur með bensínvélinni, en rafmagnið hleðst inn á rafhlöðuna þegar ekið er í mjúkum áreynslulausum akstri og þegar bremsað er. Rafhlaðan er aftast í bílnum þar sem í flestum bílum er staðurinn fyrir varadekkið, en því miður er ekkert varadekk í bílnum og var það eini mínusinn sem ég fann að bílnum. Í prufuakstrinum, sem var tæpir 170 km, sagði aksturstölvan að ég hefði verið að eyða miðað við 100 km akstur ekki nema 6,9 lítrum þrátt fyrir snjó og hálku.
 
Heyrist lítið í vél, en aðeins veghljóð frá hjólbörðum
 
Undanfarið hef ég tekið eftir því þegar ég er að prófa nýja bíla að nánast allir bílar sem ég prófa eru orðnir betur hljóðeinangraðir og lítið heyrist inni í bílunum af utanaðkomandi hljóðum. 
 
Flesta bíla sem ég prófa hávaðamæli ég með símanum mínum og þegar ég byrjaði á þessu var algengt að hávaðinn mældist á bilinu 74-78 db. Nú er svo komið að fáir bílar mælast í meðalmælingu á 90 km hraða með meiri hávaða en 72-74db. Í mælingunni á Honda CR-V mældist meðalhávaðinn vera 70,5db. Stærstan hluta af þeirri mælingu vil ég meina að hafi komið frá grófum vetrarhjólbörðunum sem gáfu nokkurt veghljóð.
 
Skriðvörnin einstaklega góð í Honda CR-V
 
Margir nýir bílar koma til landsins með þannig ljósabúnaði að eingöngu kvikna ljós að framan og engin ljós að aftan, en á þessum bílum þarf alltaf að kveikja ökuljósin til að vera löglegur í umferðinni. Honda CR-V kemur svona útbúin og er mjög algengt að sjá CR-V í umferðinni án afturljósa, hins vegar er Honda CR-V þannig útbúin að það má kveikja ljósin og hafa þau alltaf  kveikt því að um 10 sekúndum eftir að drepið er á bílnum slokkna ljósin sjálfkrafa. 
 
Í prufuakstrinum sem var í töluverðum snjó og hálku gafst mér tækifæri á að prófa ítarlega skriðvarnarbúnaðinn í bílnum, en áður hef ég sagt frá því að mér hefur fundist Honda CR-V vera með einhverja bestu skriðvörn af öllum þeim bílum sem ég hef prófað. Ég er ekki frá því að skriðvörnin í þessum bíl sé enn betri en þegar Honda kom með sína eigin hönnun á skriðvörn fyrst í CR-V.
 
Flott verð fyrir vel lukkaðan umhverfisvænan bíl
 
Honda CR-V Hybrid er fáanlegur í þrem mismunandi útgáfum á verði frá 6.190.000 upp í 6.990.000. Hægt væri að skrifa mikið meira um þennan bíl, en vegna plássleysis verður að stoppa hér, en fyrir áhugasama vil ég benda á sölumenn og heimasíðu Bernhard Vatnagörðum.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 1.614 kg
Hæð 1.649 mm
Breidd 1.855 mm
Lengd 4.600 mm
 

 

6 myndir:

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...