Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Stjórnvöld segja innan seilingar fyrir árið 2030 að 30% þurrlendis sem teljast mikilvæg fyrir líffræðilega fjölbreytni séu undir skipulagðri verndun.
Stjórnvöld segja innan seilingar fyrir árið 2030 að 30% þurrlendis sem teljast mikilvæg fyrir líffræðilega fjölbreytni séu undir skipulagðri verndun.
Mynd / sá
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjölbreytni. Drögin eru í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um málefnið.

Í nýrri stefnu um líffræðilega fjölbreytni eru tekin saman markmið eftir málaflokkum og þeim skipt í sex leiðarljós sem „bjóða upp á þverfaglega sýn á þátt líffræðilegrar fjölbreytni í mismunandi viðfangsefnum“, eins og segir í kynningu.

Þau eru: sterkur sess líffræðilegrar fjölbreytni innan stjórnkerfis, verndun og endurheimt vistkerfa og tegunda, sjálfbær landnotkun og auðlindanýting í sátt við líffræðilega fjölbreytni, framandi ágengar tegundir, mengun og loftslagsbreytingar, líffræðileg fjölbreytni fyrir samfélagið og þekking sem undirstaða árangurs.

Markmið stefnunnar eru þannig sögð vera að styrkja sess líffræðilegrar fjölbreytni þvert á öll stjórnarstig og þvert á samfélagið.

Ríkari ábyrgð sveitarfélaga

Í samantekt á tillögum stýrihóps er m.a. lagt til að „efla þurfi ráðgjöf varðandi atvinnuvegi sem byggja á nýtingu lífrænna auðlinda, meta hvar tækifæri eru til úrbóta, t.a.m. varðandi hvernig innleiða megi vistkerfisnálgun skýrar í ferla varðandi ákvarðanatöku, og samþætta betur kerfi nýtingar við önnur kerfi verndunar og endurheimtar. Hér er átt við undirstöðuatvinnuvegi í matvælaframleiðslu eins og sjávarútveg og landbúnað sem og lagareldi.“

Lagt er til að sveitarfélögum verði falin ríkari ábyrgð og verkefni á sviði líffræðilegrar fjölbreytni. Viðhalda á erfðabreytileika í innlendum stofnum búfénaðar og ræktaðra plantna í samræmi við landsáætlun erfðanefndar landbúnaðarins.

Enn fremur að árið 2030 verði öll nýting á gróður- og jarðvegsauðlindum landsins sjálfbær og stunduð í sátt við líffræðilega fjölbreytni og árið 2030 verði 30% svæða lands, ferskvatns og hafs þegar skilgreind sem skipulögð verndarsvæði í þágu líffræðilegrar fjölbreytni með skilvirkri stjórnun. Einnig að árið 2030 verði búið að hefja endurheimt á að lágmarki 30% þeirra vistkerfa sem hafa raskast.

Segir í stefnudrögunum að „alþjóðleg markmið GBF miða við að 30% svæða, sem teljast mikilvæg fyrir líffræðilega fjölbreytni, séu undir skipulagðri verndun fyrir árið 2030. Fyrir þurrlendið er þetta markmið innan seilingar á Íslandi en þó þarf að greina betur framlag núverandi verndarsvæða á landi til verndunar líffræðilegri fjölbreytni og enn eru mörg mikilvæg svæði án verndar. Ísland er mun lengra frá því að geta tryggt 30% flatarmál verndarsvæða í hafi árið 2030, en núverandi hlutfall er tæpleg 2% og einungis 0,07% hafa verið staðfest sem verndarsvæði af alþjóðlegum samningum.“

Gengið í blómlegum skógi í Japan. Æ meiri áhersla er lögð á verndun líffræðilegrar fjölbreytni um allan heim. Mynd / ál

Undirstaða aðgerðaáætlunar

Síðast var stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni gefin út árið 2008. Íslandi ber skylda að móta slíka stefnu og uppfæra hana reglulega, þar sem stjórnvöld hafa undirritað samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni (Convention on Biological Diversity). Segir í kynningu að í því ljósi hafi formleg endurskoðun stefnunnar hafist, þegar grænbók um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var gefin út til samráðs árið 2022.

Stýrihópur var skipaður árið 2024 af þáverandi umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að halda áfram vinnunni og gefa út drög að hvítbók um stefnu Íslands varðandi líffræðilega fjölbreytni. Hún er sögð undirstaða fyrir aðgerðaáætlun sem unnið verði að í framhaldinu.

Hvítbókin var unnin í samráði við önnur ráðuneyti, stofnanir, atvinnulífið, félagasamtök og almenning. Það samráð var nýtt við gerð stefnunnar sem nú er til kynningar.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hyggst á vorþingi 2026 leggja fram tillögu til þingsályktunar um stefnuna.

Umsagnarferli lýkur 20. ágúst nk.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...