Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá blaðamannfundinum þar sem kynningin á nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum fór fram.
Frá blaðamannfundinum þar sem kynningin á nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum fór fram.
Mynd / Skjáskot
Fréttir 23. júní 2020

Ný aðgerðaráætlun í loftslagsmálum: enn betri árangur en skuldbindingar segja til um

Höfundur: smh

Ráðherrar fjögurra ráðuneyta í ríkisstjórn Íslands stóðu í dag fyrir kynningu á nýrri aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Þar kom fram að samkvæmt nýju stöðumati mun Ísland uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar sínar og gott betur; með aðgerðum mun losun á gróðurhúsalofttegundum dragast saman um 35 prósent frá árinu 2005 til 2030, en ekki 29 prósent eins og stefnt var áður að.

Því til viðbótar er samkvæmt hinu nýja stöðumati, gert ráð fyrir að með nýjum aðgerðum sé hægt að skila 5-11 prósentum til viðbótar í samdrætti á losun.

Losun dregst saman um ríflega milljón tonn

Með aðgerðum Íslands er áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030. Um 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrri aðgerðaráætlunin var gefin út haustið 2018. Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda.

Hægt er að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefnum www.co2.is. Áætlunin er komin í Samráðsgátt stjórnvalda til næstu þriggja mánaða og þar gefst almenningi kostur á að koma með umsagnir og ábendingar til 20. september næstkomandi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnir nýja aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Mynd / skjáskot

Árangur í sem mestri sátt samfélags, efnahags og umhverfis

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagi að hún væri stolt af árangrinum og það væri mikils virði að geta náð slíkum árangri í sem mestri sátt samfélags, efnahags og umhverfis.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir í tilefni uppfærðrar aðgerðaráætlun: „Ný aðgerðaáætlun sýnir að blaðinu hefur verið snúið við í loftslagsmálum á Íslandi. Strax á fyrstu mánuðum ríkisstjórnarinnar var ráðist í aðgerðir í loftslagsmálum og fjármagni beint inn í málaflokkinn. Með þeim aðgerðum sem við höfum gripið til og hyggjumst grípa til munum við ná mun meiri árangri en alþjóðlegar skuldbindingar samkvæmt Parísarsamkomulaginu krefjast af okkur. Því ber svo sannarlega að fagna. Við munum halda ótrauð áfram að tryggja þau umskipti sem nauðsynleg eru.“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir af þessu tilefni: „Við erum að ná alþjóðlegum skuldbindingum okkar og gott betur – ekki með því að leggja strangar kvaðir á heimilin og atvinnulífið heldur með fjölbreyttri flóru aðgerða sem ná víða um samfélagið og ýta undir þá þróun sem þegar á sér stað í átt að loftslagsvænna hagkerfi. Framreikningar á losun draga fram að aðgerðir stjórnvalda og tækniþróun hafa nú þegar leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda mun minnka á næstu áratugum, en með aðgerðaáætluninni er lagður grunnur að enn meiri árangri.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir: „Loftslagsmálin eru eitt brýnasta viðfangsefni samtímans og mikilvægt að þjóðir heims hafi tekið höndum saman um að vinna að þeim. Áætlun Íslands er metnaðarfull. Eitt af því sem er mikilvægt er að almenningur geti tekið þátt í þeim breytingum sem verða að eiga sér stað og finni að framlag hvers og eins skipti máli. Orkuskipti í samgöngum leika þar stórt hlutverk. Það er líka ljóst að hagsmunir Íslands í því að skipta yfir í vistvæna orkugjafa eru einnig efnahagslegir því margir milljarðar streyma nú úr landi til kaupa á jarðefnaeldsneyti.“

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...