Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nokkrir þankar – að gefnu tilefni
Lesendarýni 29. apríl 2016

Nokkrir þankar – að gefnu tilefni

Höfundur: Árni Bragason
Vegna anna hef ég ekki gefið mér tíma fyrr að rita á blað þær hugsanir er fóru í gegnum huga minn á jóladagsmorgun síðastliðinn.
 
Þegar ég var búinn að sópa alla garða, sáldra dálitlum fóðurbæti í þá og fylla þá svo af ilmandi nýræktarheyi, settist ég á eitt garðabandið, horfði á ærnar éta og lét hugann reika, og þá meðal annars til reiknings frá Húnavatnshreppi sem mér barst í pósti 10. desember með eindaga 22. desember fyrir álögð fjallskil. Mér fannst í meira lagi undarlegt að fá rukkun fyrir fjallskilum á meðan ekki er búið að klára að smala afréttinn, eins og sveitarfélaginu ber skylda til að gera samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu nr. 299/3 mars 2009. Allavega það fé sem vitað var um eða búið var að sjá meðal annars úr flugleit í haust.
 
Hvað skyldu margar kindur hafa runnið á milli Haukagilsheiðar og Víðidalstunguheiðar á þeirri viku, rúmlega það, sem leið á milli þess að smöluð var Haukagilsheiði og þeir í V.-Hún. smöluðu Víði­dalstunguheiði?
 
Hvað skyldu þær vera margar sem runnu þar á milli og ekkert var aðhafst til að gá að, eða reyna að ná?
Skyldu þær vera á lífi enn, þessar sem runnu á milli eða eru þær allar dauðar, annaðhvort úr hungri eða hefur tófan séð um þær?
 
Hvernig skyldi vera með þær kindur sem sáust úr flugleit fram í Fljótsdrögum í september og aldrei voru sóttar? Skyldu þær vera enn á lífi? Ef þær eru á lífi þá fá þær hvorki hey né annað fóður á þessum hátíðardegi heldur þurfa að krafsa í snjóinn og ná þar í eitt sinustrá sér til lífsviðurværis. Auk þess að verjast ágangi tófunnar sem situr gjarnan um eftirlegukindur.
 
Á sama tíma setjast fjall­skilanefndarmenn og sveitarstjórnarmenn, sem bera ábyrgð á þessum málum, að dúkuðu jólaborði hlöðnu alls konar kræsingum. Ekki er ólíklegt að þar leynist svo sem eitt villikryddað lambalæri með hamborgarhryggnum og hangikjötinu.
 
Þeir hafa engar áhyggjur af hvort kindur séu eftir fram á heiðum eða gangi úti í heimalöndum – já, eða hvort þær á annað borð lifi af eða verði hungurdauðar. Mér finnst orka mjög tvímælis að hafa menn í stjórn, hvort heldur það sé fjallskilastjórn eða sveitarstjórn sem sjá ekki sóma sinn í að láta ná í það fé sem vitað er um á afrétti eða í heimalöndum á haustin.
 
Og að lokum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, fyrir hvað greiðum við fjallskil …?
  
Lifið heil.
Ritað í Sunnuhlíð,
Árni Bragason
Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...