Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nokkrir þankar – að gefnu tilefni
Lesendarýni 29. apríl 2016

Nokkrir þankar – að gefnu tilefni

Höfundur: Árni Bragason
Vegna anna hef ég ekki gefið mér tíma fyrr að rita á blað þær hugsanir er fóru í gegnum huga minn á jóladagsmorgun síðastliðinn.
 
Þegar ég var búinn að sópa alla garða, sáldra dálitlum fóðurbæti í þá og fylla þá svo af ilmandi nýræktarheyi, settist ég á eitt garðabandið, horfði á ærnar éta og lét hugann reika, og þá meðal annars til reiknings frá Húnavatnshreppi sem mér barst í pósti 10. desember með eindaga 22. desember fyrir álögð fjallskil. Mér fannst í meira lagi undarlegt að fá rukkun fyrir fjallskilum á meðan ekki er búið að klára að smala afréttinn, eins og sveitarfélaginu ber skylda til að gera samkvæmt fjallskilasamþykkt fyrir Austur-Húnavatnssýslu nr. 299/3 mars 2009. Allavega það fé sem vitað var um eða búið var að sjá meðal annars úr flugleit í haust.
 
Hvað skyldu margar kindur hafa runnið á milli Haukagilsheiðar og Víðidalstunguheiðar á þeirri viku, rúmlega það, sem leið á milli þess að smöluð var Haukagilsheiði og þeir í V.-Hún. smöluðu Víði­dalstunguheiði?
 
Hvað skyldu þær vera margar sem runnu þar á milli og ekkert var aðhafst til að gá að, eða reyna að ná?
Skyldu þær vera á lífi enn, þessar sem runnu á milli eða eru þær allar dauðar, annaðhvort úr hungri eða hefur tófan séð um þær?
 
Hvernig skyldi vera með þær kindur sem sáust úr flugleit fram í Fljótsdrögum í september og aldrei voru sóttar? Skyldu þær vera enn á lífi? Ef þær eru á lífi þá fá þær hvorki hey né annað fóður á þessum hátíðardegi heldur þurfa að krafsa í snjóinn og ná þar í eitt sinustrá sér til lífsviðurværis. Auk þess að verjast ágangi tófunnar sem situr gjarnan um eftirlegukindur.
 
Á sama tíma setjast fjall­skilanefndarmenn og sveitarstjórnarmenn, sem bera ábyrgð á þessum málum, að dúkuðu jólaborði hlöðnu alls konar kræsingum. Ekki er ólíklegt að þar leynist svo sem eitt villikryddað lambalæri með hamborgarhryggnum og hangikjötinu.
 
Þeir hafa engar áhyggjur af hvort kindur séu eftir fram á heiðum eða gangi úti í heimalöndum – já, eða hvort þær á annað borð lifi af eða verði hungurdauðar. Mér finnst orka mjög tvímælis að hafa menn í stjórn, hvort heldur það sé fjallskilastjórn eða sveitarstjórn sem sjá ekki sóma sinn í að láta ná í það fé sem vitað er um á afrétti eða í heimalöndum á haustin.
 
Og að lokum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn, fyrir hvað greiðum við fjallskil …?
  
Lifið heil.
Ritað í Sunnuhlíð,
Árni Bragason
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...