Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nautgriparæktarkerfið Huppa: Fjölgun förgunarástæðna
Á faglegum nótum 7. maí 2015

Nautgriparæktarkerfið Huppa: Fjölgun förgunarástæðna

Höfundur: Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt
Þær breytingar hafa nú verið gerðar í nautgriparæktarkerfinu Huppu að förgunarástæðum hefur verið fjölgað og jafnframt er nú gefinn kostur á að skrá tvær förgunarástæður, þ.e. fyrir ákveðnar förgunarástæður er hægt að skrá samsettan lykil með tveimur ástæðum.
 
Þær ástæður sem hefur verið bætt við eru há frumutala, lungna-/öndunarfærasjúkdómar, fótamein og annað sem er þá lykill fyrir ástæður sem ekki eru tilgreindar eða skilgreindar annars staðar. Jafnframt hefur heitum verið breytt á nokkrum ástæðum og má þar nefna að lykill 1, beinaveiki, breytist í efnaskipta-/meltingarsjúkdómar, lykill 3 breytist í ófrjósemi/gripur heldur ekki og lykill 18, unggrip slátrað verður nú slátrað til kjötframleiðslu og nær þannig t.d. yfir holdakýr og -kvígur sem aldar eru til kjötframleiðslu auk nauta. Samhliða þessu er nú hægt að haka við ef gripur er aflífaður heima á búi vegna veikinda eða slyss og sendist þá tilkynning til MAST en samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa ber bændum/umráðamönnum nautgripa að tilkynna slíkt samdægurs.
 
Í meðfylgjandi töflu má sjá lista yfir þær förgunarástæður sem finna má í Huppu og skýrsluhaldinu. Jafnframt kemur fram í töflunni á hvaða gripi hægt er að skrá viðkomandi ástæður en í hlutarins eðli liggur að t.d. lykill 2, júgurbólga á aðeins við um kýr en hvorki kvígur eða naut.
 
Við vonum að þessar breytingar mælist vel fyrir og komi að verulegu leyti til móts við þær óskir að geta tilgreint fleiri en eina förgunarástæðu þegar við á.
 
Smellið á myndina til að stækka.
 
Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Tjöldin dregin frá
18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi