Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nautgriparæktarkerfið Huppa: Fjölgun förgunarástæðna
Á faglegum nótum 7. maí 2015

Nautgriparæktarkerfið Huppa: Fjölgun förgunarástæðna

Höfundur: Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt
Þær breytingar hafa nú verið gerðar í nautgriparæktarkerfinu Huppu að förgunarástæðum hefur verið fjölgað og jafnframt er nú gefinn kostur á að skrá tvær förgunarástæður, þ.e. fyrir ákveðnar förgunarástæður er hægt að skrá samsettan lykil með tveimur ástæðum.
 
Þær ástæður sem hefur verið bætt við eru há frumutala, lungna-/öndunarfærasjúkdómar, fótamein og annað sem er þá lykill fyrir ástæður sem ekki eru tilgreindar eða skilgreindar annars staðar. Jafnframt hefur heitum verið breytt á nokkrum ástæðum og má þar nefna að lykill 1, beinaveiki, breytist í efnaskipta-/meltingarsjúkdómar, lykill 3 breytist í ófrjósemi/gripur heldur ekki og lykill 18, unggrip slátrað verður nú slátrað til kjötframleiðslu og nær þannig t.d. yfir holdakýr og -kvígur sem aldar eru til kjötframleiðslu auk nauta. Samhliða þessu er nú hægt að haka við ef gripur er aflífaður heima á búi vegna veikinda eða slyss og sendist þá tilkynning til MAST en samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa ber bændum/umráðamönnum nautgripa að tilkynna slíkt samdægurs.
 
Í meðfylgjandi töflu má sjá lista yfir þær förgunarástæður sem finna má í Huppu og skýrsluhaldinu. Jafnframt kemur fram í töflunni á hvaða gripi hægt er að skrá viðkomandi ástæður en í hlutarins eðli liggur að t.d. lykill 2, júgurbólga á aðeins við um kýr en hvorki kvígur eða naut.
 
Við vonum að þessar breytingar mælist vel fyrir og komi að verulegu leyti til móts við þær óskir að geta tilgreint fleiri en eina förgunarástæðu þegar við á.
 
Smellið á myndina til að stækka.
 
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...