Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nautgriparæktarkerfið Huppa: Fjölgun förgunarástæðna
Á faglegum nótum 7. maí 2015

Nautgriparæktarkerfið Huppa: Fjölgun förgunarástæðna

Höfundur: Guðmundur Jóhannsson Ábyrgðarmaður í nautgriparækt
Þær breytingar hafa nú verið gerðar í nautgriparæktarkerfinu Huppu að förgunarástæðum hefur verið fjölgað og jafnframt er nú gefinn kostur á að skrá tvær förgunarástæður, þ.e. fyrir ákveðnar förgunarástæður er hægt að skrá samsettan lykil með tveimur ástæðum.
 
Þær ástæður sem hefur verið bætt við eru há frumutala, lungna-/öndunarfærasjúkdómar, fótamein og annað sem er þá lykill fyrir ástæður sem ekki eru tilgreindar eða skilgreindar annars staðar. Jafnframt hefur heitum verið breytt á nokkrum ástæðum og má þar nefna að lykill 1, beinaveiki, breytist í efnaskipta-/meltingarsjúkdómar, lykill 3 breytist í ófrjósemi/gripur heldur ekki og lykill 18, unggrip slátrað verður nú slátrað til kjötframleiðslu og nær þannig t.d. yfir holdakýr og -kvígur sem aldar eru til kjötframleiðslu auk nauta. Samhliða þessu er nú hægt að haka við ef gripur er aflífaður heima á búi vegna veikinda eða slyss og sendist þá tilkynning til MAST en samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa ber bændum/umráðamönnum nautgripa að tilkynna slíkt samdægurs.
 
Í meðfylgjandi töflu má sjá lista yfir þær förgunarástæður sem finna má í Huppu og skýrsluhaldinu. Jafnframt kemur fram í töflunni á hvaða gripi hægt er að skrá viðkomandi ástæður en í hlutarins eðli liggur að t.d. lykill 2, júgurbólga á aðeins við um kýr en hvorki kvígur eða naut.
 
Við vonum að þessar breytingar mælist vel fyrir og komi að verulegu leyti til móts við þær óskir að geta tilgreint fleiri en eina förgunarástæðu þegar við á.
 
Smellið á myndina til að stækka.
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...