Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Nautgripabændur funda
Mynd / ál
Fréttir 11. september 2025

Nautgripabændur funda

Höfundur: Þröstur Helgason

Stjórn deildar nautgripabænda innan Bændasamtaka Íslands stendur fyrir fundarferð hringinn í kringum landið 15.–23. september.

Hugmyndin með fundarferðinni er fyrst og fremst að taka stöðuna á bændum og heyra í þeim hljóðið. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í mjólkurframleiðslunni, störf verðlagsnefndar, niðurstöður kvótamarkaðar o.fl.

Einnig verður farið yfir stöðuna í nautakjötinu, framleiðsluna, innflutning, markaðshlutdeild og tækifærin sem eru til staðar í nautakjötsframleiðslunni.

Kyngreining á sæði verður að sjálfsögðu í dagskránni líka sem og nýir búvörusamningar.

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda, segir að áður fyrr hafi Landssamband kúabænda alltaf farið í fundaferð á haustin. „Við í stjórn deildarinnar höfum orðið vör við að kúabændur sakni þessara funda og þessa tækifæris til að ræða málefni greinarinnar. Nú er félagsstarfið að fara af stað eftir sumarið og vinna við nýja búvörusamninga að hefjast. Því fannst okkur kjörinn tímapunktur núna að fara í fundaferð og hitta bændur og heyra hvað mest brennur á þeim.“

Fundarferð nautgripabænda

Mánudagur 15. september
12:00 Barnaskólinn á Eiðum
20:00 Félagsheimilið Breiðamýri - Þingeyjarsveit

Þriðjudagur 16. september
11:00 Múlaberg - Hótel KEA - Akureyri
16:00 Félagsheimilið Ljósheimar - Skagafjörður
20:00 Hótel Laugarbakki

Miðvikudagur 17. september
12:00 Félagsheimilið Lyngbrekka - Borgarnes

Fimmtudagur 18. september
20:00 Hótel Klaustur - Kirkjubæjarklaustur

Mánudagur 22. september
12:00 Félagsheimili Hrunamanna - Flúðir
20:00 Félagsheimilið Hvoll - Hvolsvöllur

Þriðjudagur 23. september
11:00 Netfundur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...