Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Nautgripabændur funda
Mynd / ál
Fréttir 11. september 2025

Nautgripabændur funda

Höfundur: Þröstur Helgason

Stjórn deildar nautgripabænda innan Bændasamtaka Íslands stendur fyrir fundarferð hringinn í kringum landið 15.–23. september.

Hugmyndin með fundarferðinni er fyrst og fremst að taka stöðuna á bændum og heyra í þeim hljóðið. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í mjólkurframleiðslunni, störf verðlagsnefndar, niðurstöður kvótamarkaðar o.fl.

Einnig verður farið yfir stöðuna í nautakjötinu, framleiðsluna, innflutning, markaðshlutdeild og tækifærin sem eru til staðar í nautakjötsframleiðslunni.

Kyngreining á sæði verður að sjálfsögðu í dagskránni líka sem og nýir búvörusamningar.

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda, segir að áður fyrr hafi Landssamband kúabænda alltaf farið í fundaferð á haustin. „Við í stjórn deildarinnar höfum orðið vör við að kúabændur sakni þessara funda og þessa tækifæris til að ræða málefni greinarinnar. Nú er félagsstarfið að fara af stað eftir sumarið og vinna við nýja búvörusamninga að hefjast. Því fannst okkur kjörinn tímapunktur núna að fara í fundaferð og hitta bændur og heyra hvað mest brennur á þeim.“

Fundarferð nautgripabænda

Mánudagur 15. september
12:00 Barnaskólinn á Eiðum
20:00 Félagsheimilið Breiðamýri - Þingeyjarsveit

Þriðjudagur 16. september
11:00 Múlaberg - Hótel KEA - Akureyri
16:00 Félagsheimilið Ljósheimar - Skagafjörður
20:00 Hótel Laugarbakki

Miðvikudagur 17. september
12:00 Félagsheimilið Lyngbrekka - Borgarnes

Fimmtudagur 18. september
20:00 Hótel Klaustur - Kirkjubæjarklaustur

Mánudagur 22. september
12:00 Félagsheimili Hrunamanna - Flúðir
20:00 Félagsheimilið Hvoll - Hvolsvöllur

Þriðjudagur 23. september
11:00 Netfundur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...