Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mörtunga 2
Bóndinn 28. apríl 2016

Mörtunga 2

Rannveig og Mummi tóku við búinu af foreldrum hennar í janúar 2015, þeim Ólafi Oddssyni og Guðríði Jónsdóttur. Búskapur á jörðinni hefur verið í sömu fjölskyldunni í nokkra ættliði. Rannveig er því uppalin í Mörtungu og Mummi kemur frá Reykjavík en var í sveit á Klifmýri á Skarðsströnd á sínum yngri árum. 
 
Rannveig er náttúrufræðingur að mennt og Mummi er með menntun í ævintýraferðamennsku og húsasmíði. Samhliða búskapnum reka þau lítið ferðaþjónustufyrirtæki sem heitir Kind Adventure og bjóðum upp á fjallahjólaferðir.
 
Býli:  Mörtunga 2 á Síðu.
 
Staðsett í sveit: Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Rannveig Ólafsdóttir og Guðmundur F. Markússon ásamt foreldrum Rannveigar, þeim Ólafi Oddssyni og Guðríði Jónsdóttur.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum eina dóttur, Heiðu Guðbjörgu, 8 mánaða gamla. Svo verðum við nú að telja Seppa gamla sem gæludýr enda fær hann að sofa í skóganginum.
 
Stærð jarðar?  Um 10.000 hektarar, óskipt með Mörtungu 1.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 350 ær, 3 smalahestar auk nokkurra mera, folalda og tryppa, 2 smalahundar, 6 pútur og einn hani.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Annað okkar fer út á morgnana í gegningar, að gefa og líta eftir fénu. Hitt er inni og sinnir Heiðu litlu. Eftir hádegið er tíminn yfirleitt nýttur í að dytta að hinu og þessu, og svo er fénu gefið aftur fyrir kvöldmat. Nú, svo er þetta breytilegt eftir árstíðum hvað er verið að garfa og á sumrin bætast hjólaferðirnar við. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest bústörf eru skemmtileg enda fjölbreytni mikil. Skemmtilegastar eru þó líklega smalamennskurnar, fátt betra en að vera á fjöllum í góðu veðri. Þá er líka oft mikið af ættingjum komnir til að hjálpa og hafa gaman. Ekkert er sérstaklega leiðinlegt en skítmokstur getur verið lýjandi til lengdar og að ganga frá rúlluplasti er ekkert frábært heldur.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Þá verðum við búin að byggja við fjárhúsið svo við getum haft allt féð í sama húsi og búin að fjölga lítillega. Endurrækta einhver tún og kannski endurnýja eitthvað af vélum. Hjólaferðirnar verða vonandi orðnar að ágætis aukabúgrein.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Ekki mikla skoðun á því en ábyggilega í ágætis málum. Mættu vera fleiri böll.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við höldum að honum muni vegna vel, allavega á meðan að áhugi er til staðar og hér í sveit hefur verið mikil nýliðun síðustu ár, svo það er bjart fram undan.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Klárlega íslenska lambakjötið og ullin, bæði í formi lopa og gæru. Með réttri markaðssetningu mun þetta slá í gegn.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, skyr, smjör, síld og allt á pulsuna.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Slátur og lambalæri/hryggur er eftirlætismaturinn en SS pulsur eru líklega hvað oftast á boðstólum.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrstu dagarnir eftir að við komum heim af fæðingardeildinni og heyskapur var enn í gangi. Ónefndur hrakfallabálkur/frændi Rannveigar var að hjálpa til við að pakka rúllum og tókst að sökkva bæði traktor og pökkunarvél í drullupytt á miðju stykki.

6 myndir:

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...