Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mikil verðmæta- og framleiðniaukning í landbúnaði og matvælaframleiðslu
Fréttir 25. ágúst 2016

Mikil verðmæta- og framleiðniaukning í landbúnaði og matvælaframleiðslu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Arion banki hefur gert úttekt á verðmætasköpun og umsvifum Íslands sem matvælaframleiðslulands. 
 
Þrátt fyrir minnkandi hlutdeild sjávarútvegs og landbúnaðar í landsframleiðslunni vegna fleiri stoða í atvinnulífinu, þá hefur orðið mikil verðmætaaukning innan þessara greina sem og framleiðniaukning og tekjur á hvert starf í greinunum. Þessar greinar hafa frá aldamótum vaxið meira hlutfallslega en verg landsframleiðsla (VLF), öfugt við þróunina á síðari hluta 20. aldar.
 
Landbúnaður skapaði samkvæmt þessum mælikvarða 88% meiri verðmæti árið 2015 heldur en 1997, en aukningin nam 124% í matvælaiðnaði.
 
Fleiri stoðir
 
Hlutur matvælaframleiðslu í vergri þjóðarframleiðslu er enn mjög mikilvægt í ört stækkandi hagkerfi. Það hefur þó fallið úr því að vera nær 34% af vergri þjóðarframleiðslu 1963 í um 12,5%. Inni í þessum tölum eru fiskveiðar og eldi, fiskvinnsla, landbúnaður og matvæla- og drykkjarvöruiðnaður fyrir utan fiskvinnslu. Skýringin liggur í að fleiri stoðir eru í atvinnulífinu í dag.
 
Aukning á framleiðni fjármagns
 
Sem dæmi um ábatann og aukningu á framleiðni fjármagns, þá jukust vergar þáttatekjur í landbúnaði um 106% á árunum 1997 til 2008. Vergar þáttatekjur í greininni í hlutfalli við fjármagnsstofn jukust úr 17% í 31% á sama árabili.
 
Vergar þáttatekjur landbúnaðar og matvælaiðnaðar hafa vaxið hraðar en fjármagnsstofninn, sem þýðir að í heildina þarf minna fjármagn (t.d. tæki og byggingar) til að framleiða meira en áður. Með öðrum orðum, uppbygging og fjárfestingar sem lagt hefur verið í virðast vera að skila auknum árangri. 
 
Stóraukin framleiðni vinnuafls
 
Frá 2008 til 2015 jókst framleiðni vinnuafls í landbúnaði um 39%, á meðan framleiðniaukning allra atvinnugreina var að meðaltali 5%. Samt er framleiðnin enn talsvert á eftir öðrum atvinnugreinum.
Athygli vekur sú gríðarlega framleiðniaukning vinnuafls sem orðið hefur í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði að undanskilinni fiskvinnslu. Óx framleiðni vinnuafls um 71% frá 2008 til 2015 og er komið nálægt meðaltali yfir landið í heild. Vergar þáttatekjur matvælavinnslu í hlutfalli við fjármagnsstofn jukust úr 73% í 105% á sama tímabili.
 
Jákvæðir og neikvæðir þættir
 
Jákvæðu þættirnir í þróuninni fyrir íslenskan landbúnað á liðnum áratugum eru einkum fjórir. Það er nokkuð stöðug eftirspurn, miklar tækniframfarir, minni stofnkostnaður og sveigjanleg laun.
Neikvæðu þættirnir eru aftur á móti lægri hlutfallslegar tekjur sem afleiðing af framleiðsluaukningu og hversu margir framleiðendurnir eru. Auk þess er lítil stærðarhagkvæmni í greininni, lítil stærðarhagkvæmni næst af landi, sveigjanleiki í framleiðslunni er lítill, geymsla á afurðum er erfið og náttúrulegar ástæður spila stóran þátt í framleiðslunni.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...