Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mikil verðmæta- og framleiðniaukning í landbúnaði og matvælaframleiðslu
Fréttir 25. ágúst 2016

Mikil verðmæta- og framleiðniaukning í landbúnaði og matvælaframleiðslu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Arion banki hefur gert úttekt á verðmætasköpun og umsvifum Íslands sem matvælaframleiðslulands. 
 
Þrátt fyrir minnkandi hlutdeild sjávarútvegs og landbúnaðar í landsframleiðslunni vegna fleiri stoða í atvinnulífinu, þá hefur orðið mikil verðmætaaukning innan þessara greina sem og framleiðniaukning og tekjur á hvert starf í greinunum. Þessar greinar hafa frá aldamótum vaxið meira hlutfallslega en verg landsframleiðsla (VLF), öfugt við þróunina á síðari hluta 20. aldar.
 
Landbúnaður skapaði samkvæmt þessum mælikvarða 88% meiri verðmæti árið 2015 heldur en 1997, en aukningin nam 124% í matvælaiðnaði.
 
Fleiri stoðir
 
Hlutur matvælaframleiðslu í vergri þjóðarframleiðslu er enn mjög mikilvægt í ört stækkandi hagkerfi. Það hefur þó fallið úr því að vera nær 34% af vergri þjóðarframleiðslu 1963 í um 12,5%. Inni í þessum tölum eru fiskveiðar og eldi, fiskvinnsla, landbúnaður og matvæla- og drykkjarvöruiðnaður fyrir utan fiskvinnslu. Skýringin liggur í að fleiri stoðir eru í atvinnulífinu í dag.
 
Aukning á framleiðni fjármagns
 
Sem dæmi um ábatann og aukningu á framleiðni fjármagns, þá jukust vergar þáttatekjur í landbúnaði um 106% á árunum 1997 til 2008. Vergar þáttatekjur í greininni í hlutfalli við fjármagnsstofn jukust úr 17% í 31% á sama árabili.
 
Vergar þáttatekjur landbúnaðar og matvælaiðnaðar hafa vaxið hraðar en fjármagnsstofninn, sem þýðir að í heildina þarf minna fjármagn (t.d. tæki og byggingar) til að framleiða meira en áður. Með öðrum orðum, uppbygging og fjárfestingar sem lagt hefur verið í virðast vera að skila auknum árangri. 
 
Stóraukin framleiðni vinnuafls
 
Frá 2008 til 2015 jókst framleiðni vinnuafls í landbúnaði um 39%, á meðan framleiðniaukning allra atvinnugreina var að meðaltali 5%. Samt er framleiðnin enn talsvert á eftir öðrum atvinnugreinum.
Athygli vekur sú gríðarlega framleiðniaukning vinnuafls sem orðið hefur í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði að undanskilinni fiskvinnslu. Óx framleiðni vinnuafls um 71% frá 2008 til 2015 og er komið nálægt meðaltali yfir landið í heild. Vergar þáttatekjur matvælavinnslu í hlutfalli við fjármagnsstofn jukust úr 73% í 105% á sama tímabili.
 
Jákvæðir og neikvæðir þættir
 
Jákvæðu þættirnir í þróuninni fyrir íslenskan landbúnað á liðnum áratugum eru einkum fjórir. Það er nokkuð stöðug eftirspurn, miklar tækniframfarir, minni stofnkostnaður og sveigjanleg laun.
Neikvæðu þættirnir eru aftur á móti lægri hlutfallslegar tekjur sem afleiðing af framleiðsluaukningu og hversu margir framleiðendurnir eru. Auk þess er lítil stærðarhagkvæmni í greininni, lítil stærðarhagkvæmni næst af landi, sveigjanleiki í framleiðslunni er lítill, geymsla á afurðum er erfið og náttúrulegar ástæður spila stóran þátt í framleiðslunni.
Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...