Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fréttir 25. ágúst 2016
Höfundur: Hörður Kristjánsson
Arion banki hefur gert úttekt á verðmætasköpun og umsvifum Íslands sem matvælaframleiðslulands.
Þrátt fyrir minnkandi hlutdeild sjávarútvegs og landbúnaðar í landsframleiðslunni vegna fleiri stoða í atvinnulífinu, þá hefur orðið mikil verðmætaaukning innan þessara greina sem og framleiðniaukning og tekjur á hvert starf í greinunum. Þessar greinar hafa frá aldamótum vaxið meira hlutfallslega en verg landsframleiðsla (VLF), öfugt við þróunina á síðari hluta 20. aldar.
Landbúnaður skapaði samkvæmt þessum mælikvarða 88% meiri verðmæti árið 2015 heldur en 1997, en aukningin nam 124% í matvælaiðnaði.
Fleiri stoðir
Hlutur matvælaframleiðslu í vergri þjóðarframleiðslu er enn mjög mikilvægt í ört stækkandi hagkerfi. Það hefur þó fallið úr því að vera nær 34% af vergri þjóðarframleiðslu 1963 í um 12,5%. Inni í þessum tölum eru fiskveiðar og eldi, fiskvinnsla, landbúnaður og matvæla- og drykkjarvöruiðnaður fyrir utan fiskvinnslu. Skýringin liggur í að fleiri stoðir eru í atvinnulífinu í dag.
Aukning á framleiðni fjármagns
Sem dæmi um ábatann og aukningu á framleiðni fjármagns, þá jukust vergar þáttatekjur í landbúnaði um 106% á árunum 1997 til 2008. Vergar þáttatekjur í greininni í hlutfalli við fjármagnsstofn jukust úr 17% í 31% á sama árabili.
Vergar þáttatekjur landbúnaðar og matvælaiðnaðar hafa vaxið hraðar en fjármagnsstofninn, sem þýðir að í heildina þarf minna fjármagn (t.d. tæki og byggingar) til að framleiða meira en áður. Með öðrum orðum, uppbygging og fjárfestingar sem lagt hefur verið í virðast vera að skila auknum árangri.
Stóraukin framleiðni vinnuafls
Frá 2008 til 2015 jókst framleiðni vinnuafls í landbúnaði um 39%, á meðan framleiðniaukning allra atvinnugreina var að meðaltali 5%. Samt er framleiðnin enn talsvert á eftir öðrum atvinnugreinum.
Athygli vekur sú gríðarlega framleiðniaukning vinnuafls sem orðið hefur í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði að undanskilinni fiskvinnslu. Óx framleiðni vinnuafls um 71% frá 2008 til 2015 og er komið nálægt meðaltali yfir landið í heild. Vergar þáttatekjur matvælavinnslu í hlutfalli við fjármagnsstofn jukust úr 73% í 105% á sama tímabili.
Jákvæðir og neikvæðir þættir
Jákvæðu þættirnir í þróuninni fyrir íslenskan landbúnað á liðnum áratugum eru einkum fjórir. Það er nokkuð stöðug eftirspurn, miklar tækniframfarir, minni stofnkostnaður og sveigjanleg laun.
Neikvæðu þættirnir eru aftur á móti lægri hlutfallslegar tekjur sem afleiðing af framleiðsluaukningu og hversu margir framleiðendurnir eru. Auk þess er lítil stærðarhagkvæmni í greininni, lítil stærðarhagkvæmni næst af landi, sveigjanleiki í framleiðslunni er lítill, geymsla á afurðum er erfið og náttúrulegar ástæður spila stóran þátt í framleiðslunni.
Fréttir 13. desember 2024
Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
Matvælasvindl er vaxandi vandamál í heiminum. Engin mál tengd meintum matarsviku...
Fréttir 13. desember 2024
Kortleggja ræktarlönd
Matvælaráðuneytið ætlar að ráðast í kortlagningu á gæðum ræktarlands á Íslandi.
Fréttir 12. desember 2024
Verðhækkun á grænmeti mun fylgja hækkun á raforkuverði
Um áramót taka gildi umtalsverðar hækkanir á raforkuverði til garðyrkjubænda. Ge...
Fréttir 12. desember 2024
Þáttaskil þurfi í loftslagsaðgerðum Íslendinga
Loftslagsráð segir að nú þurfi að verða þáttaskil í framkvæmd loftslagsaðgerða o...
Fréttir 12. desember 2024
Framleiða ætti flestallar landbúnaðarvörur innanlands
Landsmenn vilja að landbúnaðarvörur séu framleiddar innanlands ef marka má niður...
Fréttir 11. desember 2024
Metinnflutningur á koltvísýringi
Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...
Fréttir 11. desember 2024
Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...
Fréttir 11. desember 2024
Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.
13. desember 2024
Skilaboð að handan um bein Agnesar og Friðriks
13. desember 2024
Matvæli fyrir níutíu milljónir evra gerð upptæk
13. desember 2024
Nýtt og glæsilegt fjós í Hólabæ
10. desember 2024
Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum
12. desember 2024