Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mikil verðmæta- og framleiðniaukning í landbúnaði og matvælaframleiðslu
Fréttir 25. ágúst 2016

Mikil verðmæta- og framleiðniaukning í landbúnaði og matvælaframleiðslu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Arion banki hefur gert úttekt á verðmætasköpun og umsvifum Íslands sem matvælaframleiðslulands. 
 
Þrátt fyrir minnkandi hlutdeild sjávarútvegs og landbúnaðar í landsframleiðslunni vegna fleiri stoða í atvinnulífinu, þá hefur orðið mikil verðmætaaukning innan þessara greina sem og framleiðniaukning og tekjur á hvert starf í greinunum. Þessar greinar hafa frá aldamótum vaxið meira hlutfallslega en verg landsframleiðsla (VLF), öfugt við þróunina á síðari hluta 20. aldar.
 
Landbúnaður skapaði samkvæmt þessum mælikvarða 88% meiri verðmæti árið 2015 heldur en 1997, en aukningin nam 124% í matvælaiðnaði.
 
Fleiri stoðir
 
Hlutur matvælaframleiðslu í vergri þjóðarframleiðslu er enn mjög mikilvægt í ört stækkandi hagkerfi. Það hefur þó fallið úr því að vera nær 34% af vergri þjóðarframleiðslu 1963 í um 12,5%. Inni í þessum tölum eru fiskveiðar og eldi, fiskvinnsla, landbúnaður og matvæla- og drykkjarvöruiðnaður fyrir utan fiskvinnslu. Skýringin liggur í að fleiri stoðir eru í atvinnulífinu í dag.
 
Aukning á framleiðni fjármagns
 
Sem dæmi um ábatann og aukningu á framleiðni fjármagns, þá jukust vergar þáttatekjur í landbúnaði um 106% á árunum 1997 til 2008. Vergar þáttatekjur í greininni í hlutfalli við fjármagnsstofn jukust úr 17% í 31% á sama árabili.
 
Vergar þáttatekjur landbúnaðar og matvælaiðnaðar hafa vaxið hraðar en fjármagnsstofninn, sem þýðir að í heildina þarf minna fjármagn (t.d. tæki og byggingar) til að framleiða meira en áður. Með öðrum orðum, uppbygging og fjárfestingar sem lagt hefur verið í virðast vera að skila auknum árangri. 
 
Stóraukin framleiðni vinnuafls
 
Frá 2008 til 2015 jókst framleiðni vinnuafls í landbúnaði um 39%, á meðan framleiðniaukning allra atvinnugreina var að meðaltali 5%. Samt er framleiðnin enn talsvert á eftir öðrum atvinnugreinum.
Athygli vekur sú gríðarlega framleiðniaukning vinnuafls sem orðið hefur í matvæla- og drykkjarvöruiðnaði að undanskilinni fiskvinnslu. Óx framleiðni vinnuafls um 71% frá 2008 til 2015 og er komið nálægt meðaltali yfir landið í heild. Vergar þáttatekjur matvælavinnslu í hlutfalli við fjármagnsstofn jukust úr 73% í 105% á sama tímabili.
 
Jákvæðir og neikvæðir þættir
 
Jákvæðu þættirnir í þróuninni fyrir íslenskan landbúnað á liðnum áratugum eru einkum fjórir. Það er nokkuð stöðug eftirspurn, miklar tækniframfarir, minni stofnkostnaður og sveigjanleg laun.
Neikvæðu þættirnir eru aftur á móti lægri hlutfallslegar tekjur sem afleiðing af framleiðsluaukningu og hversu margir framleiðendurnir eru. Auk þess er lítil stærðarhagkvæmni í greininni, lítil stærðarhagkvæmni næst af landi, sveigjanleiki í framleiðslunni er lítill, geymsla á afurðum er erfið og náttúrulegar ástæður spila stóran þátt í framleiðslunni.
Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...