Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Liður í Fagráðstefnu skógræktar var ferð að Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá þar sem stöðin sjálf var skoðuð og skógurinn í kring. Hér er Guðmundur Gíslason, nemi við LbhÍ, í skóginum ásamt fleira skógræktarfólki.
Liður í Fagráðstefnu skógræktar var ferð að Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá þar sem stöðin sjálf var skoðuð og skógurinn í kring. Hér er Guðmundur Gíslason, nemi við LbhÍ, í skóginum ásamt fleira skógræktarfólki.
Á faglegum nótum 24. apríl 2017

Metþátttaka á fagráðstefnu um skógrækt

Höfundur: Pétur Halldórsson kynningarstjóri Skógræktarinnar.
Aldrei hafa fleiri setið Fagráðstefnu skógræktar sem haldin var í Hörpu fyrir skömmu. Rauður þráður í ráðstefnunni var að efla þyrfti fræðslu um skógrækt, vekja áhuga ungs fólks á skógfræði og öðru skógartengdu námi og blanda blóði við aðrar fræði- og faggreinar.
 
Jonas Rönnberg, prófessor við sænska landbúnaðarháskólann SLU, gaf tóninn í þessum efnum í inngangsfyrirlestri sínum á ráðstefnunni. Hann ræddi meðal annars um þann vanda sem norrænu þjóðirnar væru í, áhugi ungs fólks á skógarnámi hefði minnkað og ráðast þyrfti í markvisst starf við að laða að nýja nemendur svo atvinnugreinin fengi blómstrað áfram. Jonas talaði um að koma þyrfti fræðslu og upplýsingum um skóga og skógrækt á framfæri við almenning á skýran og aðgengilegan hátt.
 
Erindi við almenning
 
Segja má að það sem fram var fært á ráðstefnunni eigi meira og minna erindi við almenning, hvort sem átt er við skógræktarrannsóknir í fortíð, nútíð eða framtíð. Sérfræðingar Rannsóknastöðvar skógræktar Mógilsá áttu sviðið fyrri dag ráðstefnunnar og þar kom fram að verið væri að blása í seglin í trjákynbótum og þróun úrvalsefnis til skógræktar, frærækt og stiklingarækt. Á Mógilsá er unnið mikilvægt starf við vöktun og ræktun trjásjúkdóma og skaðvalda. Mikið er í húfi að hindra sem mest er mögulegt að nýir sjúkdómar eða óværa berist til landsins.
 
Skógar og lífhagkerfið
 
Á vegum Mógilsár eru skógar landsins líka teknir út og upplýsingum um kolefnisbindingu í skógunum skilað til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. 
 
Í því starfi og öllu starfi að skipulagi, ræktun og viðhaldi nýrra skóga er líka mikilvægt að nýta nýjustu tækni í landupplýsingakerfum og kortagerð. Rætt var um þetta á Fagráðstefnu og líka um skóga og lífhagkerfið. Allt þar til mannkyn tók að hagnýta sér olíu og kol var við lýði svokallað náttúruhagkerfi, svo tók olíuhagkerfið við og nú hillir undir endalok þess. Þá tekur lífhagkerfið við sem byggist á náttúrlegri hringrás þeirra efna sem við mennirnir nýtum til framfæris og athafna. Skógar fá því aukið hlutverk og til að skógarnir geti gegnt því hlutverki þarf góða þekkingu og góða umhirðu. Íslendingar geta m.a. nýtt sér gjöfula tegund eins og alaskaösp til að framleiða lífmassa fyrir lífhagkerfið og svo virðist sem það sé hagfræðilega fýsilegt, þótt enn sé eftir að sannfæra marga um það. Allt þetta tíunduðu sérfræðingar Mógilsár á lifandi hátt.
 
Skógrækt til landgræðslu
 
Árni Bragason landgræðslustjóri ræddi um skógrækt til landgræðslu og þá miklu möguleika sem felast í nýtingu víðáttumikilla svæða Landgræðslu ríkisins til skógræktar. Mikla athygli vakti erindi Bjarna Diðriks Sigurðssonar, prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands, sem spurði hvort Holuhraunsgosið hefði haft áhrif á skóga, jarðveg eða vatn. Svo var ekki, sem betur fer, enda var vindafar hagstætt meðan á gosinu stóð og eftir fylgdi kalt sumar á Norður- og Austurlandi sem varð til þess að þau brennisteinsefni sem bárust í náttúruna ollu ekki tjóni á gróðurlendi heldur eyddust og hurfu hægt og rólega.
 
Ekki vakti síður athygli erindi Brynhildar Bjarnadóttur, dósents við Háskólann á Akureyri, sem ræddi um endurskinshæfni eða „albedo“ ólíkra gróðurlenda. Rannsóknir hennar á þessum efnum sýna að það er hagstætt fyrir loftslagið að rækta skóga á Íslandi út frá þessu sjónarmiði og til dæmis minnkar hlýnun vegna sólar við það að rækta skóg á söndunum svörtu sem nóg er af á Íslandi.
 
Skógarmold í nýskógrækt
 
Sigurkarl Stefánsson, skógarbóndi á Skógarströnd, fjallaði líka um rannsókn sína á notkun skógarmoldar í nýskógrækt sem bendir til þess að það auki lifun og vöxt að láta mold úr eldri skógi með gróðursettum trjáplöntum í rýru landi. 
 
Valdimar Reynisson skógar­vörður ræddi um vindfall í skógum og ráð gegn því og þeir Björgvin Eggertsson og Ólafur Oddsson fjölluðu um skógarfræðslu. 
 
Miðlun þekkingar
 
Að lokinni veggspjaldakynningu velti Pétur Halldórsson kynningarstjóri fyrir sér miðlun þekkingar og þau mál voru rædd í umræðum í lok ráðstefnunnar ásamt fleiru sem á fundarfólki brann.
 
Edda Sigurdís Oddsdóttir, forstöðumaður rannsóknasviðs Skógræktarinnar, sleit Fagráðstefnu skógræktar 2017 um kl. 16 og tilkynnti að næst yrði Fagráðstefna skógræktar haldin á „Stór-Vaglasvæðinu“. Ráðstefnan verður í Hofi á Akureyri snemma í aprílmánuði 2018 og þema hennar frægarðar og endurnýjunarefni. 
 
Pétur Halldórsson
kynningarstjóri Skógræktarinnar.

3 myndir:

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara