Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Merking fóðurs
Á faglegum nótum 19. mars 2015

Merking fóðurs

Höfundur: Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun
Dýraeigendur eiga lögbundinn rétt á að vita hvað er í fóðrinu sem þeir kaupa. Merkingar fóðurs þjóna því markmiði að upplýsa kaupendur um innihald fóðurs og notkun þess. Merkingarnar gera kaupendum kleift að velja það fóður sem best hentar þörfum þeirra.  Þær eru einnig forsenda fyrir skilvirku eftirliti og rekjanleika afurða.
 
Merkingar skulu vera samræmdar, skýrar, gagnsæjar og skiljanlegar. Í ljósi þess að kaupendur, einkum bændur, velja fóður ekki eingöngu á sölustað þar sem þeir geta skoðað umbúðir fóðursins, skulu kröfur varðandi upplýsingar í merkingum ekki einungis gilda um merkimiða á afurðunum heldur einnig um önnur samskipti milli seljanda og kaupanda. Enn fremur skulu sömu meginreglur gilda um kynningu og auglýsingu fóðurs.
 
Reglurnar gilda bæði um fóður fyrir dýr, sem gefa af sér afurðir til matvælaframleiðslu, og dýr, sem gefa ekki af sér afurðir til matvælaframleiðslu, þ.m.t. gæludýr, loðdýr og villt dýr.
Ábyrgð á merkinum ber stjórnandi þess fyrirtækis sem fyrst setur fóðrið á markað. Hann skal sjá til þess að öllum kröfum varðandi merkingar sé framfylgt. 
Stjórnendur fóðurfyrirtækja, sem bera ábyrgð á smásölu eða dreifingu sem hefur ekki áhrif á merkingar, skulu gæta þess vandlega að farið sé að kröfum varðandi merkingar. Þeir skulu ekki afhenda fóður sem þeir vita eða ættu að vita, með hliðsjón af þeim upplýsingum sem þeir hafa og sem fagmenn, að uppfyllir ekki þessar kröfur. 
Stjórnendur fóðurfyrirtækja skulu sjá til þess,  að innan fyrirtækja sem eru undir þeirra stjórn komist lögboðnar merkingarupplýsingar til skila á öllum stigum framleiðsluferlisins, þannig að tryggt sé að upplýsingarnar berist endanlegum notanda fóðursins. 
Hér verður fjallað um helstu atriði um merkingar fóðurs eins og þau birtast í reglugerð nr. 767/2009/EB sem var innleidd með reglugerð nr. 744/2011.  Í þessari grein verður fyrst og fremst lögð áhersla á reglur varðandi merkingar, en í framhaldi verður birtar fleiri greinar um flokkun fóðurs.
 
Framsetning merkinga
 
1. Lögboðnar merkingar­upplýs­ingar skal gefa upp í heild sinni á áberandi stað á umbúðum, á íláti, á merkimiða sem er festur við ílát eða á fylgiskjali, sem fylgir fóðri í lausri vigt, á áberandi, auðlæsilegan og óafmáanlegan hátt á íslensku. Gæludýrafóður má þó vera merkt á ensku, dönsku, norsku eða sænsku.
 
2. Lögboðnar merkingarupplýs­ingar skulu auðgreinanlegar og ekki huldar með öðrum upplýsingum. Þær skulu settar fram í lit, leturgerð og stærð sem hvorki hylur né dregur fram hluta upplýsinganna nema það sé gert til að draga athygli að varnaðarsetningum.
 
Meginreglur merkinga og framsetninga
 
1. Merking og framsetning fóðurs skal ekki villa um fyrir notanda. 
Er þar átt við fyrirhugaða notkun eða einkenni fóðursins, einkum eðli þess, framleiðsluaðferð, eiginleika, samsetningu, magn, endingu og tegundir eða flokka dýra sem það er ætlað. 
Ekki er heimilt að eigna fóðrinu áhrif eða eiginleika, sem það býr ekki yfir, eða gefa til kynna að það búi yfir sérstökum eiginleikum þegar allt svipað fóður býr í reynd yfir slíkum eiginleikum. 
 
2. Með fóðurefnum eða fóður­blöndum, sem sett eru á markað í lausri vigt eða í óinnsigluðum umbúðum skal fylgja skjal með öllum lögboðnum merkingarupplýsingum. Kaupandi getur lýst því yfir skriflega að hann þurfi ekki þessar upplýsingar með hverri sendingu og er þá seljanda ekki skylt að láta þær fylgja, en þá skulu þessar upplýsingar vera aðgengilegar kaupanda með öðrum hætti.
 
3. Ef fóður er boðið til sölu með fjarsamskiptamiðli, skulu lögboðnar merkingarupplýs­ingar samkvæmt þessari reglugerð koma fram í gögnunum, sem eru notuð við fjarsöluna, eða látnar í té á annan viðeigandi hátt áður en fjarsölusamningur er gerður.
 
 Fullyrðingar 
 
Við notkun fullyrðinga varðandi fóður skal einkum taka tillit til vísindalegra sannana og skulu stjórnendur fóðurfyrirtækja, sem nota slíkar fullyrðingar, geta fært vísindaleg rök fyrir þeim með tilvísunum til aðgengilegra rannsóknaniðurstaðna, sem unnt er að sannreyna þegar fóðrið er sett á markað. 
Með merkingum og framsetningu fóðurefna og fóðurblandna má vekja sérstaklega athygli á því að fóðrið innihaldi ákveðið efni eða ekki, á tilteknum næringareiginleika eða á tiltekinni virkni. 
 
Slíkar fullyrðingar skulu vera hlutlægar, sannreynanlegar og skiljanlegar notanda fóðursins.
Kaupendur hafa rétt til að upplýsa Matvælastofnun um efasemdir sínar varðandi sannleiksgildi fullyrðinga. Þegar komist er að þeirri niðurstöðu að ekki liggi nægilegar sannanir að baki fullyrðingunni skal líta svo á að merkingar varðandi þá fullyrðingu teljist villandi. 
 
Í merkingum eða framsetningu fóðurefna og fóðurblandna skal ekki fullyrt, að fóðrið muni fyrirbyggja, meðhöndla eða lækna sjúkdóm, eða hafi lyfvirka eiginleika. Undantekning frá þessu er notkun hníslalyfja eða vefsvipungalyfja, sem eru heimiluð í vaxtarfóðri alifugla. Einnig eru sérstakar fóðurtegundir sem þjóna sérstöku næringarmarkmiði, en það fóður flokkast sem sérfóður og um það gilda ákveðnar reglur, sem teknar verða fyrir síðar.
 
Almennar, lögboðnar kröfur um merkingar fóðurs
 
Fóðurefni eða fóðurblöndu skal ekki setja á markað nema eftirfarandi upplýsingar komi fram í merkingum: 
 
a) Tegund fóðurs: „fóðurefni“, „heilfóður“ eða „fóðurbætir“, eins og við á, þegar um er að ræða „heilfóður“ má nota heitið „staðgöngumjólk sem heilfóður“, ef við á, 
— þegar um er að ræða „fóðurbæti“ má nota eftirfarandi heiti, ef við á: „steinefnafóður“ eða „staðgöngumjólk sem fóðurbætir“, 
—  þegar fóðrið er ætlað öðrum gæludýrum en köttum og hundum má nota „fóðurblanda“ í stað „heilfóður“ eða „fóðurbætir“. 
 
b) Nafn eða firmaheiti og heimilisfang stjórnanda fóðurfyrirtækisins sem ber ábyrgð á merkingum.
 
c) Samþykkisnúmer starfsstöðva fyrirtækisins, ef slíkt númer er fyrir hendi, fyrir þann aðila sem ber ábyrgð á merkingum. 
 
d) Tilvísunarnúmer lotu eða fram­leiðslueiningar.
 
e) Nettómagn, gefið upp í massa­einingum, ef um er að ræða afurðir í föstu formi, og í massa- eða rúmmálseiningum ef um er að ræða afurðir í vökvaformi. 
 
f) Skrá yfir fóðuraukefni, með fyrirsögninni „aukefni“, eftir því sem við á. 
 
g) Rakainnihald.
 
Sértækar, lögboðnar kröfur um merkingar fóðurblandna
 
1. Til viðbótar almennum kröfum um merkingar fóðurs er einnig gerð sú krafa að eftirfarandi komi fram í merkingum fóðurblandna: 
a) Tegundir eða flokkar dýra sem fóðurblandan er ætluð. 
b) Leiðbeiningar um rétta notkun þar sem fram kemur tilgangurinn með notkun fóðursins.
c) Þegar framleiðandi er ekki aðilinn sem ber ábyrgð á merkingum skal eftirfarandi koma fram:
— nafn eða firmaheiti og heimilisfang framleiðanda, eða 
— samþykkisnúmer fram­leið­anda.
d) Upplýsingar um lágmarks­geymsluþol, gefnar upp á eftirfarandi hátt: 
— „notist fyrir ...“ ásamt dagsetningu þar sem gefinn er upp tiltekinn dagur ef um er að ræða fóður sem er mjög viðkvæmt fyrir skemmdum vegna niðurbrotsferla, 
— „best fyrir ...“ ásamt dagsetningu þar sem gefinn er upp tiltekinn mánuður ef um er að ræða annað fóður. Ef framleiðsludagur er gefinn upp á merkimiðanum má einnig gefa upp dagsetninguna, sem gefur til kynna lágmarksgeymsluþol, á eftirfarandi hátt „ ... (tími í dögum eða mánuðum) eftir framleiðsludag“, 
e) Skrá yfir fóðurefnin sem fóðrið er gert úr, með fyrirsögninni „samsetning“, þar sem tilgreint er heiti hvers fóðurefnis. Fóðurefnin skulu talin upp í lækkandi röð eftir þyngd, reiknað út frá rakainnihaldi fóðurblöndunnar. Í skránni má einnig tilgreina þyngdarhlutfall. Gefa skal upp heiti fóðurefnisins og þyngdarhlutfall ef lögð er áhersla á það í merkinum.
 
Tilgreining fóðurefna í fóðurblöndu í lækkandi röð miðað við þyngd gefur mikilvægar upplýsingar um samsetningu fóðursins. Kaupandi skal eiga þess kost að fara fram á viðbótarupplýsingar. Í þeim tilvikum skal hafa vikmörk sem nema ± 15% af tilgreindu gildi.
 
Sértækar, lögboðnar kröfur um merkingar fóðurefna
 
1. Til viðbótar almennum kröfunum um merkingar fóðurs er einnig gerð sú krafa að eftirfarandi komi fram í merkingum fóðurefna: 
a) Heiti fóðurefnisins.
b) Lögboðnar upplýsingar sem svara til viðkomandi flokks.
 
2. Til viðbótar kröfunum, sem kveðið er á hér að ofan er einnig gerð sú krafa að eftirfarandi komi fram í merkingum fóðurefna ef í þeim eru aukefni: 
a) tegundir eða flokkar dýra sem fóðurefnið er ætlað, ef viðkomandi aukefni hafa ekki verið leyfð fyrir allar dýrategundir eða hafa verið leyfð með hámarksgildum fyrir sumar tegundir.
b) leiðbeiningar um rétta not­kun, ef kveðið er á um hámarks­innihald viðkom­andi aukefna.
c) lágmarksgeymsluþol auka­­efna­nna, annarra en tæknilegra aukefna.
 
Sérstakt samþykki þarf til að fá heimild til að nota aukefni í fóðurframleiðslu og eru þau fyrirtæki auðkennd með gríska stafnum α fyrir framan samþykkisnúmer fyrirtækisins.

2 myndir:

Skylt efni: merking fóðurs | fóður

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...