Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kristján Magnússon með 73 sm hæng sem tók black ghost.
Kristján Magnússon með 73 sm hæng sem tók black ghost.
Í deiglunni 13. nóvember 2017

Menn voru ánægðir með Mýrarkvísl

Höfundur: Gunnar Bender
Lokatölurnar úr laxveiðiánum eru að detta inn þessa dagana, þótt veiðin sé fyrir nokkru búin. Sumarið hefði mátt vera aðeins betra en svona er þetta bara, veiði er veiði. Og það styttist í næsta sumar. Kíkjum aðeins á Mýrarkvísl.
 
Á meðan Norðausturland stóðst ekki væntingar þegar litið er til laxveiðinnar, er þó hægt að sjá jákvæða niðurstöðu á sumrinu í Mýrarkvísl. Þrátt fyrir að Mýrarkvísl sé laxveiðiá má ekki gleyma því  að þar er einnig sterkur urriðastofn líkt og í öllu vatnakerfi Laxár í Aðaldal. 
 
53 sm urriði sem tók Klinkhammer.
 
Á  meðan laxveiðin var erfið framan af var einhver besta þurrfluguveiði á urriða sem við höfum upplifað í Mýrarkvísl. Færir þurrfluguveiðimenn sem heimsóttu Mýrarkvísl í sumar voru flestir með tugi urriða á dag og stendur sérstaklega upp úr upplifun tveggja franskra veiðimanna sem lönduðu 110 urriðum á tveimur dögum  ýmist á þurrflugu eða litlar púpur. Stærsti lax sumarsins var 100 cm hrygna sem tók rauða púpu nr. 16 í veiðistað 41 í Löngulygnu.

Skylt efni: Mýrarkvísl

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...