Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfið
Mynd / ÁÞ
Fréttir 18. febrúar 2019

Meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfið

Höfundur: Ritstjórn

Yfirgnæfandi meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfi í mjólkurframleiðslunni. Það kemur fram í niðurstöðum atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins sem lauk í hádeginu í dag. Kosningin var rafræn og allt kusu 493 framleiðendur. Tæplega 90% vilja halda kvótakerfinu en rúm 10% sögðust vilja afnema það. Aðeins tveir völdu að taka ekki afstöðu.

Atkvæðagreiðslan fór fram í samræmi við ákvæði gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Hver mjólkurframleiðandi hafði eitt atkvæði án tillits til fjölda aðstandenda að búinu, aðildar  að Bændasamtökum Íslands eða Landssambandi kúabænda.

Á kjörskrá voru 558 innleggjendur og alls greiddu 493 atkvæði eða 88,35%

Atkvæði féllu þannig:

50 eða 10,14% sögðu: Já, ég vil afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu

441 eða 89,41% sögðu: Nei, ég vil ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu

2 eða 0,41% völdu að taka ekki afstöðu.

Í tilkynningu frá Bændasamtökunum segir að niðurstaðan sé stefnumarkandi fyrir fulltrúa bænda við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...