Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfið
Mynd / ÁÞ
Fréttir 18. febrúar 2019

Meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfið

Höfundur: Ritstjórn

Yfirgnæfandi meirihluti kúabænda vill halda í kvótakerfi í mjólkurframleiðslunni. Það kemur fram í niðurstöðum atkvæðagreiðslu um framtíð kvótakerfisins sem lauk í hádeginu í dag. Kosningin var rafræn og allt kusu 493 framleiðendur. Tæplega 90% vilja halda kvótakerfinu en rúm 10% sögðust vilja afnema það. Aðeins tveir völdu að taka ekki afstöðu.

Atkvæðagreiðslan fór fram í samræmi við ákvæði gildandi samnings um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Hver mjólkurframleiðandi hafði eitt atkvæði án tillits til fjölda aðstandenda að búinu, aðildar  að Bændasamtökum Íslands eða Landssambandi kúabænda.

Á kjörskrá voru 558 innleggjendur og alls greiddu 493 atkvæði eða 88,35%

Atkvæði féllu þannig:

50 eða 10,14% sögðu: Já, ég vil afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu

441 eða 89,41% sögðu: Nei, ég vil ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu

2 eða 0,41% völdu að taka ekki afstöðu.

Í tilkynningu frá Bændasamtökunum segir að niðurstaðan sé stefnumarkandi fyrir fulltrúa bænda við endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar sem fram fer síðar á þessu ári.

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...