Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Matvælastefna fyrir Ísland
Fréttir 8. febrúar 2019

Matvælastefna fyrir Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í morgun um vinnu að matvælastefnu fyrir Ísland. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á sjálfbæra nýtingu auðlinda, aukið virði afurða, bættan rétt neytenda og að Ísland verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum.

Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir að með framangreint að leiðarljósi skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra verkefnisstjórn um mótun matvælastefnu fyrir Ísland þann 15. ágúst síðast liðinn

Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum ráðherra, Samtaka iðnaðarins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu og fulltrúa Neytendasamtakanna. Verkefnisstjórnin mun í lok febrúar skila stöðuskýrslu sem notuð verður sem grunnur við gerð matvælastefnu fyrir Ísland.

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var fjallað um að samræma enn frekar stefnumörkun stjórnvalda sem tengjast málefninu og leggja frekari áherslu á þætti sem varða, auk landbúnaðar- og sjávarútvegsmála, umhverfis- og auðlindamál, byggðamál, neytendamál, nýsköpun, ferðamál, matvælaöryggi og fæðuöryggi og þar með lýðheilsu og heilbrigðismál.

Lögð er áhersla á að ná til og virkja hagsmunaaðila og samtök á sem flestum sviðum í þeirri vinnu sem fram undan er og forsenda þess er m.a. að þeir ráðherrar sem fara með framangreind stjórnarmálefni komi með virkum hætti að mótun matvælastefnu fyrir Ísland.

Í ljósi þess að málefni varðar mörg ráðuneyti er gert ráð fyrir að skipuð verði sérstök ráðherranefnd til að fjalla um matvælastefnu Íslands undir forystu forsætisráðherra.
 

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...