Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matvælastefna fyrir Ísland
Fréttir 8. febrúar 2019

Matvælastefna fyrir Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í morgun um vinnu að matvælastefnu fyrir Ísland. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á sjálfbæra nýtingu auðlinda, aukið virði afurða, bættan rétt neytenda og að Ísland verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum.

Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir að með framangreint að leiðarljósi skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra verkefnisstjórn um mótun matvælastefnu fyrir Ísland þann 15. ágúst síðast liðinn

Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum ráðherra, Samtaka iðnaðarins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu og fulltrúa Neytendasamtakanna. Verkefnisstjórnin mun í lok febrúar skila stöðuskýrslu sem notuð verður sem grunnur við gerð matvælastefnu fyrir Ísland.

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var fjallað um að samræma enn frekar stefnumörkun stjórnvalda sem tengjast málefninu og leggja frekari áherslu á þætti sem varða, auk landbúnaðar- og sjávarútvegsmála, umhverfis- og auðlindamál, byggðamál, neytendamál, nýsköpun, ferðamál, matvælaöryggi og fæðuöryggi og þar með lýðheilsu og heilbrigðismál.

Lögð er áhersla á að ná til og virkja hagsmunaaðila og samtök á sem flestum sviðum í þeirri vinnu sem fram undan er og forsenda þess er m.a. að þeir ráðherrar sem fara með framangreind stjórnarmálefni komi með virkum hætti að mótun matvælastefnu fyrir Ísland.

Í ljósi þess að málefni varðar mörg ráðuneyti er gert ráð fyrir að skipuð verði sérstök ráðherranefnd til að fjalla um matvælastefnu Íslands undir forystu forsætisráðherra.
 

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...