Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Matvælastefna fyrir Ísland
Fréttir 8. febrúar 2019

Matvælastefna fyrir Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í morgun um vinnu að matvælastefnu fyrir Ísland. Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á sjálfbæra nýtingu auðlinda, aukið virði afurða, bættan rétt neytenda og að Ísland verði leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum.

Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir að með framangreint að leiðarljósi skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra verkefnisstjórn um mótun matvælastefnu fyrir Ísland þann 15. ágúst síðast liðinn

Verkefnisstjórnin er skipuð fulltrúum ráðherra, Samtaka iðnaðarins, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu og fulltrúa Neytendasamtakanna. Verkefnisstjórnin mun í lok febrúar skila stöðuskýrslu sem notuð verður sem grunnur við gerð matvælastefnu fyrir Ísland.

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var fjallað um að samræma enn frekar stefnumörkun stjórnvalda sem tengjast málefninu og leggja frekari áherslu á þætti sem varða, auk landbúnaðar- og sjávarútvegsmála, umhverfis- og auðlindamál, byggðamál, neytendamál, nýsköpun, ferðamál, matvælaöryggi og fæðuöryggi og þar með lýðheilsu og heilbrigðismál.

Lögð er áhersla á að ná til og virkja hagsmunaaðila og samtök á sem flestum sviðum í þeirri vinnu sem fram undan er og forsenda þess er m.a. að þeir ráðherrar sem fara með framangreind stjórnarmálefni komi með virkum hætti að mótun matvælastefnu fyrir Ísland.

Í ljósi þess að málefni varðar mörg ráðuneyti er gert ráð fyrir að skipuð verði sérstök ráðherranefnd til að fjalla um matvælastefnu Íslands undir forystu forsætisráðherra.
 

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...