Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matjurtagarðar Reykjavíkurborgar 2016
Líf&Starf 14. apríl 2016

Matjurtagarðar Reykjavíkurborgar 2016

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íbúar í Reykjavík geta fengið matjurtagarð til afnota.  Átta hundruð  matjurtagarðar eru leigðir út á vegum Reykjavíkurborgar í sumar, þar af eru tvöhundruð í Skammadal. Reykjavíkurborg hefur gert samning við Garðyrkjufélag Íslands um rekstur matjurtagarða.

Matjurtagarðar innan Reykjavíkurborgar eru á eftirtöldum stöðum og með því að smella á tengil er hægt að sjá hvaða garðar eru lausir:
• Vesturbær við Þorragötu
• Fossvogur við enda Bjarmalands
• Laugardalur við enda Holtavegar
• Árbær við Rafstöðvarveg
• Breiðholt við Jaðarsel
• Grafarvogur við Logafold

Reykjavíkurborg útdeilir einnig görðum í Skammadal í Mosfellsbæ.

Garðyrkjufélag Íslands sér um rekstur matjurtagarða í Stekkjarbakka og Grafarvogi skæmmt samningi við Reykjavíkurborg.  Nánari upplýsingar um þá er að finna á heimasíðu Garðyrkjufélags Íslands, www.gardurinn.is, undir Grenndargarðar.

Hvað kostar að leigja matjurtagarð?
Leigugjöld ársins 2016 eru 5.000 kr. fyrir garðland í Skammadal (u.þ.b. 100m2) og 4.800 kr. fyrir garð í fjölskyldugörðunum (u.þ.b. 20m2).  Úthlutun garða verður afturkölluð hafi greiðsla ekki borist á eindaga.

Aðstaða í görðunum
Garðarnir verða merktir. Hægt verður að komast í vatn hjá öllum görðum. Plöntur og útsæði fylgja ekki með görðunum.

Hvernig er sótt um þjónustuna?
Upplýsingar má finna hjá umhverfis- og skipulagssviði í síma 4 11 11 11. Umsóknir sendist á netfangið matjurtagardar@reykjavik.is


Garðarnir verða tilbúnir upp úr miðjum maí.

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...