Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Markaðsdagur með DROPS Design
Mynd / Gallery Spuni
Hannyrðahornið 29. mars 2016

Markaðsdagur með DROPS Design

Höfundur: Gallery Spuni
Hvað er flottara en að gera sína eigin prjónatösku og láta alla falla í stafi þegar þú mætir í prjónaklúbbinn?
Taskan Markaðsdagur er hekluð taska og eigum við til mikið úrval af flottum litum fyrir ykkur. Endilega kíkið á litaúrvalið okkar á www.galleryspuni.is eða kíkið til okkar í verslun Gallery Spuna í Grindavík. Við tökum vel á móti ykkur og getum aðstoðað ykkur við litavalið.
 
Hekluð DROPS taska með 2 þráðum úr „Paris“ með litamynstri.
DROPS 170-1
DROPS Design: Mynstur nr w-599
Garnflokkur C + C eða E
 
Mál:
Breidd: ca 43 cm
Hæð: ca 33 cm
 
Efni: 
DROPS PARIS frá Garnstudio
200 g nr 24, dökk grár
150 g nr 01, apríkósu
100 g nr 23, ljós grár
100 g nr 06, skær bleikur
100 g nr 17, natur
50 g nr 41, sinnep
ATH: Ef taskan er hekluð með einum lit þá fara 600 g Paris.
DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – eða sú stærð sem þarf til að 13 st x 6 umf með 2 þráðum verði 10 x 10 cm.
 
MYNSTUR: 
Sjá teikningu A.1 og A.2. Teikning sýnir liti í mynstri. 1 rúða = 1 st.
 
TVEIR ÞRÆÐIR:
Notið þræðina innan úr og utan með dokkunni. Þegar skipt er um dokku þá er gott að skipta ekki um báða þræðina í einu – annars verða endafestingarnar of þykkar í lokin.
 
LITAMYNSTUR (heklað í hring):
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðasta st með fyrsta lit, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegn í lokin, heklið síðan næsta st. Þegar heklað er með tveimur litum, leggið þræðina á þann lit sem ekki er heklað með yfir lykkjurnar frá fyrri umf, heklið utan um þræðina þannig að þeir sjáist ekki og fylgja með hringinn. 
 
HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsti st í umf er skipt út fyrir 3 ll, endið umf á 1 kl í þriðju ll.
 
ÚRTAKA:
Fækkið um 1 st með því að hekla næstu 2 st saman þannig: Heklið 1 st, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan næsta st, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 3 l á heklunálinni.
 
TASKA:
Taskan er hekluð í hring með 2 þráðum af hvorum lit – LESIÐ TVEIR ÞRÆÐIR.
Heklið 5 ll með 2 þráðum skær bleikum með heklunál nr 4,5 og tengið í hring með 1 kl í fyrstu ll. Heklið síðan hringinn og eftir mynstri A.1 (heklið 12 mynstureiningar af A.1 á breiddina) – LESIÐ LITAMYNSTUR!
UMFERÐ 1: Heklið 12 st um hringinn – LESIÐ LEIÐBEININGAR!
UMFERÐ 2: Heklið 2 st í hvern st = 24 st.
UMFERÐ 3: Heklið * 1 st í fyrsta st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 36 st.
UMFERÐ 4: Heklið * 1 st í hvern og einn af 2 fyrstu st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 48 st. 
 
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 5-10: Haldið áfram með útaukningar og mynstur eins og áður, þ.e.a.s. fyrir hverja umf er heklaður 1 st fleiri á milli útaukninga = 120 st.
UMFERÐ 11: Heklið síðustu umf í A.1, JAFNFRAMT er fækkað um 4 st jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA = 116 st.
UMFERÐ 12: Haldið áfram að hekla hringinn, en án útaukninga og heklið eftir A.2 (= 7 mynstureiningar á breiddina), JAFNFRAMT í 1. umf í A.2 er fækkað um 4 st jafnt yfir = 112 st. Haldið áfram þar til A.2 hefur verið heklað til loka, klippið frá og festið enda.
 
AXLAÓL:
Klippið 6 þræði af hverjum lit ca 120 cm = 36 þræði. Leggið þræðina saman og hnýtið lausan hnút, látið vera ca 12 cm eftir hnútinn. Skiptið þráðunum niður í 3 búnt með 12 þráðum í hverju búnti. Fléttið búntin saman þar til fléttan mælist ca 68 cm. Deilið endunum í 2 búnt. Þræðið 2 hálfu skiptingunum í gegnum töskuna með 1 st millibili, í þriðju umf frá kanti. Hnýtið þá saman í einn hnút á framhlið á töskunni. Takið upp hnútinn í byrjun á fléttu og festið enda við töskuna alveg eins, nema á gagnstæðri hlið. Gerið aðra fléttu alveg eins – sjá mynd.
 
Prjónakveðja,
Guðbjörg í Gallery Spuna

2 myndir:

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022
Fréttir 24. janúar 2022

John Deere 7R 350 autoPowr er dráttarvél ársins 2022

John Deere 7R 350 AutoPowr er dráttarvél ársins 2022 í opnum flokki að mati evró...

KFC fékk mest úthlutað
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvó...

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna
Fréttir 24. janúar 2022

Kostnaður við að fjölga neyðarstöðvum í Vaðlaheiðargöngum yfir 10 milljónir króna

Kostnaður við að setja upp nýjar neyðarstöðvar í Vaðlaheiða­r­göng­um nemur 10 t...

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...