Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jóna Björg Jónsdóttir með maríulaxinn úr Haukadalsá.
Jóna Björg Jónsdóttir með maríulaxinn úr Haukadalsá.
Í deiglunni 2. september 2019

Maríulaxinn úr Haukadalsá

Höfundur: Gunnar Bender
Þrátt fyrir laxleysissumar hafa nokkrir fengið maríulaxinn sinn í sumar og ein af þeim er Jóna Björg sem veiddi hann í Haukadalsá í Dölum. Enda hefur verið erfitt að umgangast laxinn dögum saman í sumar vegna lítils vatns. En allt kemur þetta með lagninni og þolimæðinni.
 
Jóna Björg Jónsdóttir fór í sinn fyrsta laxveiðitúr í Haukadalsá. Andri Þór Arinbjörnsson, eiginmaður Jónu, starfaði áður fyrr sem leiðsögumaður og með honum hafa öll börnin þeirra þrjú fengið maríulax en núna var komið að Jónu að spreyta sig. Á fyrsta veiðistað var farið í kastkennslu en svo þegar þurfti að kasta aðeins lengra setti Andri í lax sem Jóna fékk að æfa sig á að þreyta. Sá losnaði af en það gerði ekki mikið til því Jóna fékk með þessu allan þann undirbúning sem þurfti fyrir maríulaxinn sem hún yrði auðvitað að setja í sjálf. Þegar Jóna strippaði Undertaker tvíkrækju nr. 16 yfir hyl neðar í ánni tók hængur sem kom á land að lokum eftir taugatrekkjandi viðureign. 
 
Maríulaxinn var 68 sentímetra langur hængur, virkilega fallegur fiskur. Nú er góðum áfanga náð í þeirra fjölskyldu því allir fjölskyldumeðlimir hafa fengið sinn maríulax en Jóna á sjálfsagt eftir að veiða marga til viðbótar því að hún fylgdi öllum ströngustu reglum um veiðiuggaát. 
 
Haukadalsáin er afar vatnslítil þessa dagana og örfáir staðir sem halda laxi en aðeins hefur rignt en ekki mikið.  Hollið sem var að klára þriggja daga veiði fékk þó 9 laxa, þar af einn 98 sentímetra hæng sem fékkst á Pheasant tail. Haukadalsáin er rétt skriðin yfir 120 veidda laxa en vonandi batna aðstæður til veiða með haustinu.
 

Skylt efni: Haukadalsá | stangaveiði

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...