Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mannskaðahóll
Bærinn okkar 29. maí 2019

Mannskaðahóll

Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson keyptu Mannskaðahól í apríl 2018 af foreldrum Sunnu; Bjarna Þórissyni og Ingibjörgu Sólveigu Halldórsdóttur, sem bjuggu á Mannskaðahóli frá árinu 1992. Sunna er fjórði ættliðurinn sem býr á Mannskaðahóli. 
 
Síðustu ár hafa Sunna og Bjarni unnið við búið með Bjarna og Veigu.
 
Býli: Mannskaðahóll.  
 
Staðsett í sveit: Höfðaströnd, Skagafirði.
 
Ábúendur: Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum eina dóttur, Árnýju Birtu (11 mánaða). Þá er hundurinn Týri á hlaðinu og fjöldinn allur af köttum.
 
Stærð jarðar?  Um 70 hektarar ræktaðir en alls um 450 hektarar. Eigum hlut í Höfðavatni.
 
Gerð bús? Blandaður búskapur, mjólkur­framleiðsla og sauð­fjárbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 70 nautgripir, 270 fjár, 13 hross og gæludýrin.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir eru bæði kvölds og morgna og gefið í fjárhúsum tvisvar á dag. Annars eru fáir dagar eins í bústörfunum og því eru ekki margir hefðbundnir vinnudagar.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt fjárrag og smalamennskur eru ofarlega á lista yfir skemmtilegustu störfin ásamt heyskapnum. Leiðinlegast er þegar illa gengur í búskapnum en honum fylgja hæðir og lægðir eins og í öllu öðru. Svo er skítmokstur ávallt mjög gefandi.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, þ.e. sömu búfjártegundir, en vonandi aukin hagræðing og vinnusparnaður. Kannski nokkrir hamingjugrísir.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Alltaf gott þegar fólk gefur tíma sinn og vinnu í hagsmunabaráttu allrar stéttarinnar. Lykilatriðið er að standa saman.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, sé staðið vörð um hreinleika landsins og búfjártegundanna.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjötið okkar er herramannsmatur og einungis tímaspursmál hvenær aðrar þjóðir kveiki á perunni með það.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Kúamjólk, ostur, skyr og reyktur silungur úr Höfðavatni.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með brúnni og alles, og ærfille mínútusteikur. 
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kindurnar voru fyrst reknar inn í nýju fjárhúsin, sem byggð voru sumarið 2015. Og þegar var farið að sjást á Sunnu í byrjun júnímánaðar 2018, meðan hún var að reka fé í fjallið.
Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar
Fréttir 17. janúar 2022

Vegagerðin greiðir 70% kostnaðar

Skrifað hefur verið undir samkomulag milli Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðar...

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Lau...

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi
Fréttir 14. janúar 2022

Gæti orðið mikilvægt framlag í orkuskiptum samgangna á Íslandi

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrir jól að áform væru um að reisa áburðarver...

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum
Fréttir 14. janúar 2022

Verkmenntun í garðyrkju á tímamótum

Framtíðarstaða garðyrkjunáms á Reykjum er enn óljós og hægt gengur með yfirfærsl...

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða
Fréttir 14. janúar 2022

Fimm íslensk náttúruverndarsvæði tilnefnd til evrópskra verndarsvæða

Ísland hefur tilnefnt fimm íslensk náttúruverndarsvæði sem hluta af neti verndar...

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin
Fréttir 13. janúar 2022

Fyrsti vetnisknúni trukkurinn til að keppa í Dakar-rallinu verður Gaussin

Franski vinnuvéla­fram­leið­andinn Gaussin afhjúpaði í nóvember síðastliðnum H2 ...