Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mannskaðahóll
Bóndinn 29. maí 2019

Mannskaðahóll

Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson keyptu Mannskaðahól í apríl 2018 af foreldrum Sunnu; Bjarna Þórissyni og Ingibjörgu Sólveigu Halldórsdóttur, sem bjuggu á Mannskaðahóli frá árinu 1992. Sunna er fjórði ættliðurinn sem býr á Mannskaðahóli. 
 
Síðustu ár hafa Sunna og Bjarni unnið við búið með Bjarna og Veigu.
 
Býli: Mannskaðahóll.  
 
Staðsett í sveit: Höfðaströnd, Skagafirði.
 
Ábúendur: Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Eigum eina dóttur, Árnýju Birtu (11 mánaða). Þá er hundurinn Týri á hlaðinu og fjöldinn allur af köttum.
 
Stærð jarðar?  Um 70 hektarar ræktaðir en alls um 450 hektarar. Eigum hlut í Höfðavatni.
 
Gerð bús? Blandaður búskapur, mjólkur­framleiðsla og sauð­fjárbúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 70 nautgripir, 270 fjár, 13 hross og gæludýrin.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir eru bæði kvölds og morgna og gefið í fjárhúsum tvisvar á dag. Annars eru fáir dagar eins í bústörfunum og því eru ekki margir hefðbundnir vinnudagar.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt fjárrag og smalamennskur eru ofarlega á lista yfir skemmtilegustu störfin ásamt heyskapnum. Leiðinlegast er þegar illa gengur í búskapnum en honum fylgja hæðir og lægðir eins og í öllu öðru. Svo er skítmokstur ávallt mjög gefandi.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, þ.e. sömu búfjártegundir, en vonandi aukin hagræðing og vinnusparnaður. Kannski nokkrir hamingjugrísir.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Alltaf gott þegar fólk gefur tíma sinn og vinnu í hagsmunabaráttu allrar stéttarinnar. Lykilatriðið er að standa saman.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, sé staðið vörð um hreinleika landsins og búfjártegundanna.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Lambakjötið okkar er herramannsmatur og einungis tímaspursmál hvenær aðrar þjóðir kveiki á perunni með það.
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Kúamjólk, ostur, skyr og reyktur silungur úr Höfðavatni.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri með brúnni og alles, og ærfille mínútusteikur. 
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kindurnar voru fyrst reknar inn í nýju fjárhúsin, sem byggð voru sumarið 2015. Og þegar var farið að sjást á Sunnu í byrjun júnímánaðar 2018, meðan hún var að reka fé í fjallið.
Starfshópur um stofnun þjóðgarðs
Fréttir 9. september 2024

Starfshópur um stofnun þjóðgarðs

Drífa Hjartardóttir hefur verið skipuð formaður starfshóps sem á að undirbúa og ...

Atrenna að minni losun landbúnaðar
Fréttir 6. september 2024

Atrenna að minni losun landbúnaðar

Í uppfærðri aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum, sem kynnt var í vor og e...

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða
Fréttir 6. september 2024

Verkefnisstjórn loftslagsaðgerða

Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum var kynnt um miðjan júní. Nýlega var skipuð ve...

Nýr hornsteinn lagður að Sögu
Fréttir 5. september 2024

Nýr hornsteinn lagður að Sögu

Lagður var nýr hornsteinn að húsinu sem lengst af gekk undir nafninu Bændahöllin...

Upplýsingasíða um riðuvarnir
Fréttir 5. september 2024

Upplýsingasíða um riðuvarnir

Karólína Elísabetardóttir í Hvammshlíð, frumkvöðull í riðumálum, hefur tekið sam...

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi
Fréttir 5. september 2024

Hálfíslenskur bóndi á lífrænu búi

Á ferð sinni um Jótland hitti Magnús Halldórsson, umsjónarmaður Vísnahorns Bænda...

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna
Fréttir 5. september 2024

Viðfangsefnin spanna alla virðiskeðjuna

Matís gaf Grænmetisbókina út í sumar, sem er heildstætt vefrit um margar hliðar ...

Óviðjafnanleg fágun
Fréttir 5. september 2024

Óviðjafnanleg fágun

Bændablaðið fékk til prufu EQE SUV rafmagnsbílinn frá Mercedes Benz. Um er að ræ...

Brögðóttur Aðalsteinn
10. september 2024

Brögðóttur Aðalsteinn

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði
10. september 2024

Heimsframleiðslan 37 milljarða virði

Manstu vorið?
10. september 2024

Manstu vorið?

Berjaflóra Íslendinga
10. september 2024

Berjaflóra Íslendinga

Af hverju lífræni dagurinn?
10. september 2024

Af hverju lífræni dagurinn?