Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þrjú efstu sætin í „Athyglisverðasti liturinn“ sem kosinn er af áhorfendum.
Þrjú efstu sætin í „Athyglisverðasti liturinn“ sem kosinn er af áhorfendum.
Mynd / Eiríkur Vilhelm Sigurðsson
Líf og starf 26. október 2015

Litskrúðugt fé í Holta- og Landsveit

Hin árlega fjárlitasýning hjá fjárræktarfélaginu Lit í Holta- og Landsveit var haldin sunnudaginn 4. október síðastliðinn. 
 
Sýningin var haldin í Árbæjar­hjáleigu og þar gat að líta margar skemmtilegar litasamsetningar, en litafjölbreytileiki er einmitt eitt af einkennum íslenska sauðfjárstofnsins. 
 
Kristinn Guðnason í Árbæjar­hjáleigu vestan Ytri-Rangár, kynnir sýningarinnar, segir að þessi sýning veki stöðugt meiri áhuga, en um 150 manns mættu á litasýninguna að þessu sinni. Formaður fjárræktarfélagsins Lits er Guðlaugur Kristmundsson í Lækjarbotnum, en dómarar voru Sigurgeir Þorgeirsson og Jón Vilmundarson. Var féð dæmt eftir lit og gerð og gilti það til helminga.Verðlaun voru veitt þremur efstu í eftirfarandi flokkum:
  • Lambgimbrar
  • Lambhrútar
  • Ær með lömbum
  • Hrútar með afkvæmum
  • Sérstakasti liturinn – kosinn af gestum.
Á hverju ári gefur eitthvert býlið gimbur sem er boðin upp og stendur hún undir kostnaði við sýningarhaldið. Boðin var upp botnótt gimbur frá Skarði og var það Lilja í Djúpadal sem bauð hæst. 

18 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...