Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lindarbrekka
Bóndinn 22. mars 2018

Lindarbrekka

Ábúendur í Lindarbrekku keyptu jörðina, sem hafði þá verið í eyði í um 30 ár, í lok árs 2014. Þeir hafa síðan verið að byggja upp, breyta og bæta. 
 
Þeir eru aðallega í kálfa­kjötsframleiðslu, en eru líka með kindur, hænur og sumargrísi. Allar afurðirnar eru seldar beint frá býli í gegnum síðuna þeirra lindarbrekka.is og senda vörurnar um allt land.
 
Býli: Lindarbrekka. 
 
Staðsett í sveit: Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi.
 
Ábúendur: Guðbjörg Guðlaugsdóttir og Hilmar Þór Sunnuson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við hjónin og börnin okkar fjögur – Thea Líf, Embla Sól, Emil Breki og Lena Bríet. Á bænum býr líka hundurinn okkar hann Tígull og kisurnar Pétur, Sól og Mía.
 
Stærð jarðar? Um 77 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað bú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 50 nautgripir, 25 kindur og 23 hænur, hrútur og hani. Svo höfum við verið með nokkra grísi á sumrin.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Gjafir kvölds og morgna og svo mismunandi verkefni þess á milli.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn er skemmtilegastur, leiðinlegt þegar allt gengur á afturfótunum, bilanir og slíkt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Verðum vonandi búin að koma öllum húsum og túnum í betra stand og búin að stækka í allar áttir.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bændur ættu að standa betur saman.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef rétt er haldið á spöðunum hér höfum við ótrúleg tækifæri til að gera svo flotta hluti, nóg af hreinu vatni og lítil lyfjanotkun til dæmis. En það þurfa allir að leggjast á eitt, bændur, stjórnvöld og neytendur.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hér erum við með svo hreinar afurðir og ættum að markaðssetja okkur þar á sem flestum sviðum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjörvi, mjólk, gúrka, sultur og fleira.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Útigrilluð kálfasteik með sætum kartöflum, grilluðu grænmeti og piparostasósu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þau eru nokkur, en þau bestu eru framfarirnar sem hafa orðið, til dæmis að fá rennandi vatn í húsin, færa kálfana upp af taðinu og fá kálfafóstruna. Svo allt brasið, fastur traktor á ýmsum stöðum og fleira.

5 myndir:

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f