Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lífrænt vottaðar kindur af Snæfellsnesi.
Lífrænt vottaðar kindur af Snæfellsnesi.
Fræðsluhornið 14. nóvember 2018

Lífræn vottun

Höfundur: Oddný Anna Björnsdóttir
Heimsmarkaður fyrir lífrænt vottaðar vörur hefur meira en fjórfaldast frá árinu 2001. Framleiðendum hefur fjölgað og land hagnýtt til lífrænnar ræktunar, beitar og jurtasöfnunar vaxið hröðum skrefum. 
 
Eftirspurnin fer vaxandi og hefur verið meiri en framboðið. Langstærsti markaðurinn árið 2016 var Bandaríkin, á eftir honum komu Þýskaland og Frakkland. Í skýrslunni The World of Organic Agriculture, sem kom út í ár, má finna ítarlegar upplýsingar um þróun lífræns landbúnaðar á heimsvísu.
 
En hvað er lífræn vottun?
 
Lífræn vottun er staðfesting faggildrar vottunarstofu á því að vara uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til lífrænnar landbúnaðarframleiðslu. Þær kröfur byggja á reglugerðum sem Evrópusambandið gefur út og innleiða yfirvöld í hverju landi þær í lög og annast framkvæmdina. Hér á landi er það í höndum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Matvælastofnunar. Löggjöfin tekur til framleiðslu, vinnslu, flutnings, geymslu og dreifingar lífrænna vara. Vottunarstofan Tún gefur út reglur um lífrænar aðferðir byggðar á löggjöfinni. Vottun veitir handhafa rétt til að nota vottunarmerki á umbúðir og í markaðssetningu. 
 
Vottunarmerki
 
Merki landa eru ólík og má sjá nokkur þeirra á mynd hér til hliðar. Vörur vottaðar hér á landi bera merki Túns en vörur vottaðar í öðrum löndum bera merki viðkomandi lands eða vottunarstofu, t.d. Soil Association í Bretlandi. Eins er löndum innan ESB og EES heimilt að nota merki Evrópusambandsins, Evrópulaufið, ásamt merki þess sem vöruna vottaði. Í Bandaríkjunum er merki bandaríska landbúnaðar­ráðuneytisins, USDA Organic, notað. Gagnkvæm viðurkenning er á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna á Evrópulaufinu og USDA Organic. Ekki er óalgengt að framleiðendur sæki um að nota fleiri en eitt merki til að tryggja að neytendur, í þeim löndum sem þeir flytja vörur sínar til, þekki merkið. 
 
Hvað er hægt að votta lífrænt?
 
Matvæli, hreinlætis- og snyrtivörur sem og vörur eins og fatnað sem eiga uppruna í jurtaríkinu, búfé og eldisfiski er hægt að votta lífrænar. Náttúruafurðir eins og villibráð, vatn, salt og ýmis steinefni falla ekki undir þessar reglur, en unnt er að votta þær á grundvelli sjálfbærni- og umhverfisstaðla.
 
Hvað varð til þess að lífrænar aðferðir voru þróaðar?
 
Frá sjónarhóli ræktunar þá voru það áhyggjur manna af afleiðingum þaulræktunar, mikillar notkunar kemísks áburðar, sívaxandi notkunar eiturefna og erfðabreytinga á umhverfið og heilsu neytenda.
 
Hvað varðar búfé þá voru það áhyggjur manna af afleiðingum þauleldis, þrengslabúskapar og langvarandi innivistar, svo og sívaxandi notkunar hormóna og sýklalyfja sem vaxtarhvata og til að fyrirbyggja sýkingar, á velferð og heilsu dýranna.
 
Þegar kemur að vinnslu matvæla þá voru það áhyggjur manna af afleiðingum geislunar matvæla, sívaxandi notkunar kemískra aukefna og vinnsluaðferða sem draga úr næringargildi, fyrir heilsu neytenda.
 
Hverjar eru helstu kröfurnar til framleiðslu lífrænna afurða?
 
Í stuttu máli byggir lífræn ræktun á frjósömum jarðvegi, lífrænum áburði, náttúrulegum/lífrænum vörnum og banni við notkun erfðatækni.
 
Ræktun lífræns búfjár gerir mjög ríkar kröfur um aðbúnað, rými í húsum og kost á útivist allt árið til að tryggja aðstöðu til eðlislægrar hegðunar. Gefið er lífrænt fóður og beitt er náttúrulegum aðferðum eins og kostur er til að fyrirbyggja sjúkdóma.  Þá er notkun hormóna og annarra vaxtarhvetjandi efna bönnuð.
Þegar kemur að vinnslu er óheimilt að geisla lífræn matvæli, strangar reglur gilda um notkun aukefna og vinnsluaðferðir og krafist er skýrrar aðgreiningar vottaðra hráefna frá óvottuðum á öllum stigum vinnslunnar.
 
Markmiðið
 
Hvert er svo markmiðið með þessu öllu saman? Heilbrigði allrar lífkeðjunnar: Bætt lýðheilsa, velferð sláturdýra og vernd umhverfisins.
 
– Oddný Anna Björnsdóttir er bóndi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi.  Greinar í Bændablaðinu um vottanir og upprunamerkingar byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018.Greiningin er aðgengileg í heild sinni á vef Íslandsstofu.
Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...