Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sölvanes í Skagafirði fékk afhent fyrsta vottunarskírteinið sitt á Landbúnaðarsýningunni.
Sölvanes í Skagafirði fékk afhent fyrsta vottunarskírteinið sitt á Landbúnaðarsýningunni.
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Höfundur: Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR (Verndun og ræktun) – félag um lífræna ræktun og framleiðslu.

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja til aukinnar lífrænnar framleiðslu hér á landi.

Eygló Björk Ólafsdóttir.

Sú vinna er liður í samstarfssamningi matvælaráðuneytisins, Bændasamtaka Íslands og VOR um ráðstöfun á því fjármagni sem gengur af eftir úthlutun aðlögunarstyrks til bænda sem skilgreindur er í búvörusamningum, en VOR fer með framkvæmdina.

Sem liður í þessari vinnu er Lífrænt Ísland verkefnið, sem var komið á legg nýlega sem heimasíða og umgjörð um vottaða framleiðslu sem uppruna á hér á landi. Lífrænt Ísland.is hefur nú fengið nýja ásýnd og er síðunni ætlað að gefa yfirlit um íslenska framleiðendur á einum stað, veita fræðslu til almennings um hvað liggur að baki vottunarmerkinu, gæði og eiginleika lífrænna vara.

Þar er líka að finna greinar og pistla, vísað er á erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið í lífrænum landbúnaði o.fl 

Lífrænt nær yfir fleiri vöruflokka

Lífrænt Ísland er auk þess samstarfsvettvangur framleiðenda lífrænt vottaðra vara og var skipulagður sýningarbás á Landbúnaðarsýningunni í október sl. hvar framleiðendur voru með matvörur og snyrtivörur, en flest þeirra fyrirtækja eru rótgróin og hafa starfað innan vottunarkerfisins um árabil. Vottaðar afurðir með uppruna á Íslandi ná yfir breitt svið og fyrirfinnast í nær öllum matvöruverslunum; ylræktað og útiræktað grænmeti, kornafurðir og unnar vörur sem innhalda íslenskt korn, egg, mjólkurvörur, nautakjöt og nú er lambakjöt með lífræna vottun aftur komið á markað.

Einnig er löng hefð fyrir vottaðri snyrtivöruframleiðslu hér á landi. Mikilvægt er að hafa í huga hina víðu skírskotun sem vottun um lífræna framleiðslu hefur; Evrópulaufið nær nú yfir fleiri vöruflokka en áður í kjölfar breytinga á Evrópureglugerð sem tóku gildi í upphafi árs. Merkið er nú hægt að nota t.d. í fiskeldi, á ýmsar náttúrunytjar og salt. Þessu ber að fagna því með auknum fjölda framleiðenda eykst sýnileiki og slagkraftur greinarinnar.

Kristján Oddsson, Ása Hlín Gunnarsdóttir og Helgi Rafn Gunnarsson frá Bíóbú.

Tækifæri innan nýrrar matvælastefnu

Lífrænn landbúnaður og framleiðsla á mikið erindi inn í framtíðina. Í nýframsettri matvælastefnu sem matvælaráðuneytið hefur kynnt og tók til umfjöllunar á Matvælaþingi nýveriðendurspeglastmetnaðurfyrir íslenskri matvælaframleiðslu í fremstu röð. Íslensk matvæli skulu vera hrein, holl og þróa skal framleiðslugreinar á grundvelli sjálfbærrar nýtingar auðlinda. Sem rauður þráður í umræðum á Matvælaþingi komu fram væntingar um að náð sé utan um t.d. næringarefnin og þeim skilað inn í hringrásina, að varðveita þurfi jarðveginn, enda ein mikilvægasta auðlind til framtíðar. Lífrænn landbúnaður gerir það sannarlega, enda hefur hann heilsu jarðvegs sem meginmarkmið og vinnur að sjálfbærni á öllum sviðum samkvæmt skýrum leiðbeiningum og eftirliti óháðs vottunaraðila.

Matvælastefna ber einnig með sér það markmið að auka verðmætasköpun í matvælafram- leiðslu. Nýsköpun og öflug vöruþróun einkennir þennan vöruflokk erlendis og hér á landi hafa framleiðendur staðið fyrir mikilli nýsköpun sem hefur verið vel tekið af neytendum.

Eftir því sem vottuðum íslenskum vörum fjölgar í hillum verslana styrkir það samkeppnisstöðu íslenskrar framleiðslu gagnvart innflutningi og skapar jafnframt möguleika til útflutnings.

Lífræn vottun getur verið mikilvægur aðgöngumiði að erlendum mörkuðum, gæðainnsiglið sem hið evrópska vottunarmerki ber með sér er gilt á mörkuðum beggja vegna Atlantshafsins, Evrópu og Bandaríkjunum, markaðssvæði hvar meira en 700 milljónir manna búa.

Hraundís Guðmundsdóttir framleiðir ilmkjarnaolíur úr íslenskum skógum með lífrænni vottun.

Aðgerðaráætlun í augsýn

Aðgerðaráætlun stjórnvalda fyrir lífræna framleiðslu er nú í undirbúningi og eðlilegt að vænta þess að þar verði blásið í segl og hugað betur að stuðningi, starfsskilyrðum og rannsóknum.

Áhersla á lífrænan landbúnað er mikilvæg til að efla nýsköpun í landbúnaði og fullvinnslu afurða. Áhrif lífrænnar framleiðslu eru auk þess jákvæðar fyrir lýðheilsu og umhverfi og lífrænn landbúnaður leggur ýmislegt til í loftslagslegu tilliti. Í þessu felast fjölbreytt tækifæri fyrir bændur sem aðra framleiðendur til framtíðar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f