Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þrír af bræðrunum frá Kjóastöðum að syngja í réttunum en systkinin eru sextán. Mörg þeirra mættu í réttirnar.
Þrír af bræðrunum frá Kjóastöðum að syngja í réttunum en systkinin eru sextán. Mörg þeirra mættu í réttirnar.
Mynd / MHH
Líf og starf 29. september 2020

Líf og fjör í Tungnaréttum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tungnaréttir í Biskupstungum í Bláskógabyggð fóru fram laugardaginn 12. sept­emb­er í blíðskaparveðri. Réttar­stemningin var óvenjuleg í ár því aðeins máttu 200 manns vera í réttunum í einu vegna COVID-19.

Það voru því aðeins bændur og búalið sem sáu um að draga það fimm þúsund fjár sem var í réttunum í dilka sína. Allt gekk eins og smurð vél enda tóku réttarstörfin ekki nema tæplega tvær klukkustundir. Á eftir tóku bændur og þeirra fólk við að syngja nokkra réttaslagara áður en féð var rekið eða keyrt heim á bæina. Magnús Hlynur Hreiðarsson fékk leyfi til að mynda í réttunum.

Þessi Landrover vakti athygli í réttunum en hann var notaður sem kaffi- og nestisbíll fyrir fólkið á Vatnsleysu en bíllinn á lögheimili þar, ættaður úr Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu.

Hjón frá Úthlíð og Heiði áttu góða stund saman í réttunum en þetta eru þau, talið frá vinstri, Inga Margrét Skúladóttir og Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðmundur Bjarnar Sigurðsson og Guðríður Egilsdóttir frá Heiði. Öll eru þau þó búsett á Selfossi.

Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði söngnum af röggsemi og gaf tóninn áður en byrjað var á lögunum.

Skylt efni: Tungnaréttir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...