Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þrír af bræðrunum frá Kjóastöðum að syngja í réttunum en systkinin eru sextán. Mörg þeirra mættu í réttirnar.
Þrír af bræðrunum frá Kjóastöðum að syngja í réttunum en systkinin eru sextán. Mörg þeirra mættu í réttirnar.
Mynd / MHH
Líf og starf 29. september 2020

Líf og fjör í Tungnaréttum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tungnaréttir í Biskupstungum í Bláskógabyggð fóru fram laugardaginn 12. sept­emb­er í blíðskaparveðri. Réttar­stemningin var óvenjuleg í ár því aðeins máttu 200 manns vera í réttunum í einu vegna COVID-19.

Það voru því aðeins bændur og búalið sem sáu um að draga það fimm þúsund fjár sem var í réttunum í dilka sína. Allt gekk eins og smurð vél enda tóku réttarstörfin ekki nema tæplega tvær klukkustundir. Á eftir tóku bændur og þeirra fólk við að syngja nokkra réttaslagara áður en féð var rekið eða keyrt heim á bæina. Magnús Hlynur Hreiðarsson fékk leyfi til að mynda í réttunum.

Þessi Landrover vakti athygli í réttunum en hann var notaður sem kaffi- og nestisbíll fyrir fólkið á Vatnsleysu en bíllinn á lögheimili þar, ættaður úr Víðidalstungu í Vestur-Húnavatnssýslu.

Hjón frá Úthlíð og Heiði áttu góða stund saman í réttunum en þetta eru þau, talið frá vinstri, Inga Margrét Skúladóttir og Ólafur Björnsson frá Úthlíð og Guðmundur Bjarnar Sigurðsson og Guðríður Egilsdóttir frá Heiði. Öll eru þau þó búsett á Selfossi.

Brynjar Sigurðsson á Heiði stjórnaði söngnum af röggsemi og gaf tóninn áður en byrjað var á lögunum.

Skylt efni: Tungnaréttir

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...