Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Léttum kolefnissporin og veljum íslenskt
Mynd / BBL
Skoðun 2. ágúst 2018

Léttum kolefnissporin og veljum íslenskt

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Sambands garðyrkjubænda
Eftir ótrúlega vætusamt sumar sunnan- og vestanlands eru garðyrkjubændur almennt bjartsýnir. Má þó vænta þess að uppskera verði í seinna lagi, sérstaklega í útiræktuðu grænmeti og kartöflum. 
 
Ræktun innan dyra hefur verið drifin áfram með lýsingu, með tilheyrandi kostnaði, en eins og landsmenn vita hefur sólar ekki notið mikið í sumar.
 
Allt frá því að fyrsti samstarfssamningur um starfsumhverfi garðyrkjunnar var gerður milli stjórnvalda og garðyrkjubænda, hefur stuðningur stjórnvalda m.a. verið nýttur til að flytja markvisst inn þekkingu, s.s. frá erlendum ráðunautum sem hingað hafa komið reglulega. Sú þekkingaryfirfærsla sem átt hefur sér stað með því hefur leitt til aukinnar hagkvæmni, vöruþróunar og mikilla hagsbóta fyrir neytendur sem nú geta m.a. gengið að fleiri tegundum af innlendri framleiðslu, stærri hluta úr árinu en áður var. Ýmsar fjölbreytilegar vörur úr garðyrkjuafurðum hafa orðið til síðustu ár og þar eru tækifærin nær endalaus.
 
Aukum sjálfbærni í garðyrkjunni
 
Verkefni við endurskoðun búvörusamninga munu miða að því að ná betri árangri í ræktun og lýsingu svo auka megi sjálfbærni í garðyrkjuafurðum. Nauðsynlegt er að horfa til þess að stuðningur til garðyrkju er umtalsverður í Evrópu og víðar, hvort sem um er að ræða útirækt eða ræktun í gróðurhúsum. Við þessar afurðir keppa íslenskir garðyrkjubændur bæði í verði og gæðum. Nauðsynlegt er að eftirlit með merkingu matvæla verði stóraukið svo neytandinn hafi vitneskju um hvað hann er að kaupa og hvaðan maturinn kemur. Brögð eru að því að grænmeti og aðrar landbúnaðarvörur séu merktar með íslensku heiti en þegar betur er að gáð er varan innflutt og textinn ekki mjög áberandi sem upplýsir neytandann um upprunaland.
 
Jafnræði og lækkun orkukostnaðar er forgangsmál
 
Það er sanngirnismál að innlend framleiðsla búi við sambærileg skilyrði og gerist erlendis þar sem útiræktun nýtur stuðnings í formi landgreiðslna. Einnig er nauðsynlegt að nýta og viðhalda virkri tollvernd til stuðnings við innlenda framleiðslu með sambærilegum hætti og gert er í öðrum löndum. Í ylræktinni er hagkvæmari orkunýting og lækkun orkukostnaðar forgangsmál. 
 
Það er undarleg staðreynd að flutningur raforku hefur hækkað meira í verði síðustu ár en orkan sjálf og umtalsvert meira í dreifbýli en þéttbýli. Hér þurfa ráðamenn þjóðarinnar að koma að málum. Endurskoða þarf stefnumótun og uppbyggingu á orkumarkaði hérlendis, ekki bara vegna garðyrkjuframleiðslu, heldur þarf þarna að taka tillit til byggðasjónarmiða. Styrkja þarf samkeppnisstöðu landsbyggðanna, m.a. með uppbyggingu innviða, þar sem aðgangur í dreifðum byggðum landsins að sameiginlegum auðlindum, á borð við orku, verði tryggður og jafnræðis gætt í verðlagningu og kostnaði.
 
Horfum til fæðu- og matvælaöryggis
 
Í þeirri vinnu sem fram undan er við endurskoðun búvörusamninga er einnig nauðsynlegt að horfa bæði til fæðu- og matvælaöryggis landsmanna. Þurrkatíð, uppskerubrestur af völdum þurrka og skógareldar sem nýverið hafa geisað í Skandinavíu og víðar minna okkur á að innflutningur og aðgangur að heilnæmum og ferskum vörum er ekki sjálfgefinn.
 
Við garðyrkjuframleiðslu er nauðsynlegt að hafa aðgang að góðu og heilnæmu vatni. Víða erlendis er skortur á því vaxandi vandamál. Þar ættu að liggja tækifæri fyrir innlenda framleiðslu. 
 
Nýtum innlenda kolsýru til fulls
 
Samhliða lýsingu í ræktun nýta garðyrkjubændur kolsýru, CO2. Kolsýran fær plönturnar til að nýta ljósið betur og getur aukið uppskeru um allt að 10–20% á hvern fermetra.
 
Hérlendis er staðan sú að einungis eitt fyrirtæki selur kolsýru. Þegar svo er háttað er verðið einnig ákveðið af einum og sama aðila. Kolsýran er unnin úr borholu að Hæðarenda í Grímsnesi og annar sú vinnsla um 60–70% af innanlandsmarkaði. Það sem á vantar er flutt inn frá Evrópu og þá sem brennt gas eða jarðefnaeldsneyti. 
 
Í Evrópu er nú skortur á kolsýru til matvæla­framleiðslu og um þessar mundir er kolsýra til garðyrkjuframleiðslu skömmtuð hér á landi. Á Íslandi kemur ómælt magn kolsýru upp með borholuvatni hjá orkufyrirtækjum. Undirritaður skorar hér með á orkufyrirtækin að nýta þessa afurð til fulls svo bjóða megi samkeppni á þessum markaði og gera þá kolsýru sem hleypt er út í andrúmsloftið daglega að þeirri eftirsóttu vöru sem hún er í raun, hvað þá til útflutnings.
 
Stöndum saman og veljum íslenskar vörur
 
Vaxandi áhersla er á að þjóðir heimsins dragi úr kolefnislosun og alþjóðlegir samningar sem Íslendingar eru aðilar að leggja landsmönnum ríkulegar skyldur á herðar í þeim efnum. Kolefnisfótspor innlendra garðyrkjuafurða er mun minna en þeirra innfluttu. Aukin sjálfbærni í framleiðslu garðyrkjuafurða og minni innflutningur eru mikilvægir þættir þegar kemur að því að uppfylla þau markmið sem sett hafa verið í umhverfis- og loftslagsmálum. Hagur allra landsmanna er að standa saman og velja íslenskar vörur.
 
Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...