Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lambhúshetta og vettlingar
Hannyrðahornið 1. febrúar 2016

Lambhúshetta og vettlingar

Höfundur: Sára Mrdalo

Hér er prjónauppskrift að lambhúshettu og vettlingum.

Stærð: 

2-4 (6-8) ára.

Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónar nr. 3 og 3,5

Prjónfesta: 22 lykkjur á prjóna nr. 3,5 í sléttu prjóni með munstri = 10 cm á breiddina.

Garn:  Navia Duo. Fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is.

- Blá húfa: blár nr. 212, ljósblár nr. 211, grænn nr. 217. 1 dokka af hverjum lit

- Bleik húfa: Bleikur nr. 215 , appelsínugulur nr. 230 , fjólublár nr. 219. 1 dokka af hverjum lit.

Húfa:

Fitjið upp 90 (102) lykkjur á hringprjón nr. 3 með grænu/fjólubláu, tengið í hring og prjónið 13 umf. slétt, 1 umf. brugðið og síðan 13 umf. slétt. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3,5 og prjónið samkvæmt munstri. Þegar komnir eru 4,5 cm í munstri skiptir þú húfunni í miðju að framan og er nú prjónað fram og til baka það sem eftir er. Fellið af í byrjun hverrar umferðar: 5,2,1,1,1,1 (5,2,2,1,1,1,1,1,1) lykkjur = 68 (72) lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram munstur þar til húfan mælist 28 (32) cm. Skiptið þá lykkjunum jafnt á 2 prjóna og lykkið saman eða prjónið saman frá röngunni og fellið af um leið.

 Prjónið upp með hringprjón nr. 3 og grænu/fjólubláu 80 (88) lykkjur í kringum opið á húfunni. Prjónið í hring stroff, 1 sl og 1 br 26 umf. fellið laust af. Brjótið kantinn inn og saumið niður á röngunni. Brjótið kantinn neðst á húfunni að röngu og saumið.

Vettlingar:

Fitjið upp 30 (36) lykkjur með grænu/fjólubláu á sokkaprjóna nr. 3, tengið í hring og prjónið stroff 1 sl. og 1 br. 20 umf. en aukið út um 6 lykkjur í síðustu umf. = 36(42) l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 3,5 og prjónið munstur. Þegar prjónaðir hafa verið 3 (4) cm. af munstri er komið að þumli. Prjónið 7 (9) lykkjur með aukaþræði í öðrum lit, flytjið lykkjurnar síðan aftur á vinstri prjón og prjónið áfram munstur þar til vettlingur (ekki mæla stroff með) mælist ca. 8 (9) cm. (endið helst með heilu munstri). Haldið áfram með bláu/bleiku og prjónið 2 og 2 l sl. saman út umf. Klippið þráðinn og dragið bandið í gegnum lykkjurnar.

Þumall: takið upp lykkjurnar sem þið prjónuðuð á aukaþráðinn, á sokkaprjóna nr. 3, samtals 14 (18) lykkjur. Prjónið slétt með grænu/fjólubláu þar til þumallinn mælist 4 (5) cm. Prjónið næstu umf. 2 og 2 l sl. saman, klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar.

Gangið frá endum, þvoið flíkurnar skv. þvottaleiðbeiningum og leggið til þerris.

 

Hönnun: Sára Mrdalo

Þýtt með leyfi frá Navia 

af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttir.

© Handverkskúnst 2016 

www.garn.is – sala@garn.is

3 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...